Marilyn Monroe málverk selt fyrir metfé.

Gleymdu Picasso, Dali og Munch. Dýrasta listaverkið er eftir Andy Warhol eftir uppboð hjá Christie’s.

BIRT: 29/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa Marilyn Monroe mynd Andy Warhol (1928-1987). Áhuginn var því mikill þegar verkið Shot Sage Blue Marilyn var sett í sölu hjá Christie’s uppboðshúsinu í New York fyrr á þessu ári.

 

Uppboðinu lauk á innan við fjórum mínútum og myndin seldist á tæpar 28 milljarða króna. Hið fræga verk Andy Warhols er því dýrasta málverk 20. aldar.

 

Sjálfur Pablo Picasso vermir annað sætið – verk hans Les Femmes d’Alger frá árinu 1955 var selt fyrir sjö árum fyrir um 25 milljarða króna.

 

Salan gerði Marilyn-Monroe verk Warhols einnig að dýrasta verki sem bandarískur listamaður hefur málað.

Mörg verka Andy Warhol eru skírskotun í bandaríska menningu. Hann málaði t.d. dollaramerki, dósir, kvikmyndastjörnur og stjórnmálamenn.

Skotið á málverkið

Ástæða þessa háa verðs má meðal annars rekja til þess að viðfangsefnið er hin fræga kvikmyndaleikkona Marilyn Monroe (1926-1962) og að Andy Warhol er vinsælasti listamaður Bandaríkjanna. En skemmdarverk hefur einnig hækkað verðið:

 

Hið þekkta málverk er hluti af röð fjögurra portrettmynda í mismunandi litum – allar málaðar eftir fréttamynd af Marilyn Monroe úr myndinni ,,Nigara”.

 

Árið 1964 heimsótti Dorothy Podber – þekkt fyrir gjörningalist sína – vinnustofu Warhols. Þar voru Monroe myndirnar fjórar við vegg. Podber spurði hvort hún mætti ​​„skjóta“ myndirnar og Warhol svaraði játandi en hann hélt að hún ætlaði að mynda þær.

 

Podber dró upp byssu sína og og skaut  á málverkin.

BIRT: 29/12/2022

HÖFUNDUR: Benjamin Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: EPA,© Public domain

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is