Læknisfræði

Mýs ganga á ný eftir genagræðslu

Lömun vegna mænuskaða hefur hingað til verið ólæknandi. Nú vekja genagræddar mýs vonir um að hægt verði að lækna skaðann og lamaðir geti gengið.

BIRT: 17/05/2022

Í fyrsta sinn hefur vísindamönnum tekist að lækna lömun vegna mænuskaða.

 

Tilraunin var gerð á músum en veitir engu að síður von um að í framtíðinni megi beita sömu aðferð á menn og fólk sem lamast hefur eftir mænusköddun geti þá aftur fengið hreyfigetu.

 

Sjáðu  tilraunina skref fyrir skref

Sérhannað prótín græðir mænuna

Músatilraunir sýna að með sérstöku prótíni getur sundurskorin mæna gróið saman aftur.

Veira smyglar DNA-uppskrift inn í heila músarinnar

Í skaðlausri veiru er komið fyrir uppskriftinni að prótíninu hyper-interleukin-6. Veirunni er sprautað í músarheilann þar sem hún kemst inn í taugafrumu.

Taugafruma plötuð til að framleiða sérhannað prótín

Taugafruman uppgötvar DNA-uppskriftina í sínu eigin erfðaefni. Hún tekur nú að framleiða prótínið og það örvar vöxt taugaþráðanna.

Prótínið flutt til annarra frumna

Taugafruman tengist öðrum taugafrumum og prótínið berst til þeirra. Fjöldi taugafrumna tekur að vaxa þótt þær framleiði ekki prótínið sjálfar.

Taugaendar byggja brú yfir mænusköddunina

Tengibrautir taugafrumnanna, svonefndir taugaendar, vaxa yfir bilið í mænunni og endurnýja sambandið við taugafrumur hinum megin þannig að heilinn nær aftur sambandi við afturbúkinn.

Sérhannað prótín græðir mænuna

Músatilraunir sýna að með sérstöku prótíni getur sundurskorin mæna gróið saman aftur.

Veira smyglar DNA-uppskrift inn í heila músarinnar

Í skaðlausri veiru er komið fyrir uppskriftinni að prótíninu hyper-interleukin-6. Veirunni er sprautað í músarheilann þar sem hún kemst inn í taugafrumu.

Taugafruma plötuð til að framleiða sérhannað prótín

Taugafruman uppgötvar DNA-uppskriftina í sínu eigin erfðaefni. Hún tekur nú að framleiða prótínið og það örvar vöxt taugaþráðanna.

Prótínið flutt til annarra frumna

Taugafruman tengist öðrum taugafrumum og prótínið berst til þeirra. Fjöldi taugafrumna tekur að vaxa þótt þær framleiði ekki prótínið sjálfar.

Taugaendar byggja brú yfir mænusköddunina

Tengibrautir taugafrumnanna, svonefndir taugaendar, vaxa yfir bilið í mænunni og endurnýja sambandið við taugafrumur hinum megin þannig að heilinn nær aftur sambandi við afturbúkinn.

Það er sérhannað prótín, kallað hyper-interleukin-6 sem er lykillinn að þessum árangri en prótínið örvar vöxt taugafrumna.

 

Líkaminn framleiðir ekki þetta prótín en með genagræðslu geta menn komið taugafrumunum til að framleiða það. Og það tókst vísindamönnum hjá Bochumháskóla í Þýskalandi í þessari músatilraun.

 

Gátu gengið eftir nokkrar vikur

Vísindamennirnir skáru fyrst í sundur mænuna í tilraunamúsunum sem þar með gátu ekkert hreyft afturfæturna. Veira var því næst notuð til að smygla genauppskriftinni að hinu sérhannaða prótíni inn í taugafrumur í hreyfistöðvum heilans.

 

Vísindamönnunum til undrunar gátu mýsnar gengið eðlilega á ný eftir aðeins 2-3 vikur.

Rannsakendur lömuðu afturhluta líkama músa með því að skera í mænuna (efst). Strax tveimur til þremur vikum eftir genameðferðina gátu mýsnar gengið aftur (neðst).

Leyndardómurinn að baki þessum árangri er sá að það nægir að einungis sárafáar frumur framleiði prótínið. Tengingar við aðrar frumur sem koma að hreyfingum valda því að prótínið berst til þeirra og það hleypir af stað vexti í öllum frumum.

 

Nýjar tilraunir á eldri sköddun

Taugaendar frumna í mænunni taka að lengjast og vaxa yfir skurðinn í mænunni þar til frumurnar ná sambandi við taugafrumur hinum megin við sköddunina. Þar með næst aftur samband milli heilans og vöðvanna í afturhluta búksins.

 

Næst hyggjast vísindamennirnir rannsaka hvort hið sama eigi við þegar langur tími er liðinn frá sköddun mænunnar. Þær niðurstöður gætu haft mikla þýðingu varðandi gagnsemi aðferðarinnar fyrir mannfólkið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© Lehrstuhl für Zellphysiologie,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is