Jörðin

Ný hreinsistöð á að safna milljón tonnum af CO2

Í Skotlandi er heimsins stærsta kolefnishreinsistöð í undirbúningi. Hún á að binda jafnmikinn koltvísýring og 40 milljón trjáa skógur.

BIRT: 16/06/2022

Til að hægja á gróðurhúsaáhrifum þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda. Losun er hægt að fyrirbyggja með því að hætta að brenna kolum, gasi og olíu en við getum líka bundið aftur hluta af þeim koltvísýringi sem þegar er í andrúmsloftinu.

 

Í Skotlandi er nú verið að undirbúa heimsins stærstu hreinsistöð. Hún á að soga til sín eina milljón tonna af koltvísýringi árlega, jafnmikið og skógur með 40 milljón trjám.

Hreinsistöðin á að vinna milljón tonn af koltvísýringi úr loftinu árlega og verður stærsta stöð þessarar gerðar í heiminum.

Í stöðinni verður efnaskiptaferli notað er til að binda koltvísýring. Loft verður sogað inn gegnum stórar túrbínur og því síðan veitt yfir stóra plastfleti með hættulausri kalíumhýdroxíðlausn.

 

Koltvísýringurinn bindur sig við kalíumhýdroxíðið og myndar sölt. Þéttni koltvísýrings er svo aukin og söltin má pressa saman í pilluform. Pillurnar verða brenndar og koltvísýringnum safnað í þrýstikúta en önnur efni úr upplausninni verða skilin frá og notuð aftur til að safna meiri koltvísýringi.

 

Koltvísýringnum á að koma fyrir í kalksetlögum djúpt í jörðu. Með milljón tonna árlegri afkastagetu jafnast hreinsistöðin á við 40 milljón trjáa skóg. Slíkur skógur myndi þekja 400 ferkílómetra en skoska hreinsistöðin tekur nokkur þúsund fermetra.

 

Staðsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin en fyrirtækið Carbon Engineering reiknar með að stöðin verði komin í notkun 2026.

 

Til samanburðar á Carbfix-bindistöðin við Hellisheiðarvirkjun að fanga um 34.000 tonn á ári. Miklu stærri hreinsistöð er þó einnig í undirbúningi hérlendis.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ebbe Rasch

© Carbon Engineering

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is