Ný hreinsistöð á að safna milljón tonnum af CO2

Í Skotlandi er heimsins stærsta kolefnishreinsistöð í undirbúningi. Hún á að binda jafnmikinn koltvísýring og 40 milljón trjáa skógur.

BIRT: 16/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Til að hægja á gróðurhúsaáhrifum þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda. Losun er hægt að fyrirbyggja með því að hætta að brenna kolum, gasi og olíu en við getum líka bundið aftur hluta af þeim koltvísýringi sem þegar er í andrúmsloftinu.

 

Í Skotlandi er nú verið að undirbúa heimsins stærstu hreinsistöð. Hún á að soga til sín eina milljón tonna af koltvísýringi árlega, jafnmikið og skógur með 40 milljón trjám.

Hreinsistöðin á að vinna milljón tonn af koltvísýringi úr loftinu árlega og verður stærsta stöð þessarar gerðar í heiminum.

Í stöðinni verður efnaskiptaferli notað er til að binda koltvísýring. Loft verður sogað inn gegnum stórar túrbínur og því síðan veitt yfir stóra plastfleti með hættulausri kalíumhýdroxíðlausn.

 

Koltvísýringurinn bindur sig við kalíumhýdroxíðið og myndar sölt. Þéttni koltvísýrings er svo aukin og söltin má pressa saman í pilluform. Pillurnar verða brenndar og koltvísýringnum safnað í þrýstikúta en önnur efni úr upplausninni verða skilin frá og notuð aftur til að safna meiri koltvísýringi.

 

Koltvísýringnum á að koma fyrir í kalksetlögum djúpt í jörðu. Með milljón tonna árlegri afkastagetu jafnast hreinsistöðin á við 40 milljón trjáa skóg. Slíkur skógur myndi þekja 400 ferkílómetra en skoska hreinsistöðin tekur nokkur þúsund fermetra.

 

Staðsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin en fyrirtækið Carbon Engineering reiknar með að stöðin verði komin í notkun 2026.

 

Til samanburðar á Carbfix-bindistöðin við Hellisheiðarvirkjun að fanga um 34.000 tonn á ári. Miklu stærri hreinsistöð er þó einnig í undirbúningi hérlendis.

BIRT: 16/06/2022

HÖFUNDUR: Ebbe Rasch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Carbon Engineering

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is