Ný örflaga setur hraðamet á netinu

Kórónuveirukreppan sýndi fram á að þörf er á miklu meiri bandbreidd á netinu. Með nýjum ljósflögum má ná sama markmiði með núverandi ljósleiðurum.

BIRT: 29/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hópur vísindamanna við þrjá ástralska háskóla hefur sett met í gagnaflutningum um ljósleiðara. Tilraunin sýnir hversu hraðvirkt Internetið getur orðið með þeim ljósleiðaraköplum sem nú þegar eru víðast í notkun.

 

Ljósleiðari flytur mikið gagnamagn í formi blossa innrauðs ljóss frá allt að 80 leysigeislatækjum sem hvert hefur sína bylgjulengd. Eigi að auka hraðann þarf fleiri kapla sem geta flutt gögnin samhliða en aðskildir hver frá öðrum.

 

Við tilraunina notuðu vísindamennirnir eina ljósflögu til að skapa mörg hundruð rásir.

Ljósflaga getur sent meiri upplýsingar um ljósleiðara en 80 leysitæki. Það sýnir ný tilraun þar sem vísindamenn náðu 44,2 terabita gagnahraða á sekúndu.

Flagan notar svonefnda „micro-comb“-tækni sem skiptir hinum innrauða hluta ljósrófsins upp í eins konar regnboga af stökum rásum sem hver um sig virkar eins og leysigeislatæki.

 

Í tilrauninni sendu vísindamennirnir 44,2 terabita á sekúndu gegnum ljósleiðara sem þeir höfðu lagt frá Monash-háskóla til RMIT-háskólans eða 76,6 km leið. Hraðinn var þar með 250.000 sinnum meiri en hraðasta nettenging heims sem er að finna í Singapore.

 

Covidkreppan sýndi þörfina

Kórónuveirukreppan hefur valdið miklu álagi á ljósleiðaranetið, vegna þess hve margt fólk hefur unnið í fjarvinnslu heima hjá sér.

 

Þessi mikla netnotkun leiddi m.a. til þess að netveitur á borð við Netflix í Evrópu þurftu um tíma að draga úr myndgæðum í útsendingum.

1.000 bíómyndir í HD-gæðum. Svo mikið gagnamagn getur ljósflaga sent um ljósleiðara á einni sekúndu.

En þetta vandamál leysist þegar micro-comb-ljósflögur komast í almenna notkun, segja vísindamennirnir.

 

Þeir vænta þess þó að til að byrja með verði tæknin einkum notuð til að auka hraðann í samskiptum milli stórra notenda, svo sem rannsóknarstofnana en allt að fimm ár muni líða áður en almennir netnotendur geti nýtt sér þennan stóraukna hraða.

BIRT: 29/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Monash University

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is