Ný tækni flokkar sáðfrumur eftir kynlitningunum

Japanskir vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekktan mun á sæðisfrumum með X og Y litning. Samkvæmt vísindamönnunum hefur uppgötvunin gert þeim kleift að þróa sérstaka tækni til að flokka sæðisfrumur eftir kyni.

BIRT: 21/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ný uppgötvun getur gert kleift að ákveða kyn barns fyrirfram.

 

Með rannsóknum á sáðfrumum músa hafa japanskir vísindamenn hjá Hírósímaháskóla fundið áður óþekktan mun á sáðfrumum með X-litning og þeim sem bera Y-litning.

 

Í sáðfrumum með X-litning fundust m.a. 18 gen sem kóða fyrir prótínum á yfirborði sáðfrumunnar. Þessi gen eru óvirk í sáðfrumum með Y-litning.

 

Kapphlaup flokkaði sæðisfrumurnar

Vísindamennirnir blönduðu nú þykkni með sameindum sem binda sig við prótínin og létu síðan sáðfrumur synda þar í gegn.

 

Þykknið seinkaði frumum með X-litning talsvert en Y-litningafrumurnar fóru mun hraðar í gegn.

 

Það þarf því ekki annað en eitt kappsund gegnum slíkt þykkni til að flokka sáðfrumur eftir kyni og vísindamennirnir segja aðferðina bæði ódýra og skaðlausa, þar eð engin hætta er á að litningurinn sjálfur skaddist.

Aðferðin hægir á sáðfrumum með X-litning og þær flokkast því auðveldlega frá Y-litningafrumum.

Það er reyndar ekki tilgangur vísindamannanna að mannfólkið noti aðferðina til að geta öðlast fullvissu um að eignast annað hvort dreng eða stúlku, heldur er ætlunin að beita henni við ræktun húsdýra.

 

Sumir nautgripabændur vilja t.d. helst bara fá kvígukálfa, þar eð þeir veðja á mjólkurframleiðslu en aðrir vilja fá nautkálfa sem mynda meiri vöðva og þar með kjöt.

 

Svínaræktendur kjósa flestir gyltur þar eð nauðsynlegt er að gelda gelti á ungum aldri til að forðast aukabragð af kjötinu. Vísindamennirnir vonast sem sagt til að aðferðin leiði af sér mannúðlegri húsdýrarækt.

BIRT: 21/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is