Ofurgos eru tíðari en talið hefur verið

Alla vega 20.000 ár eru síðan síðast gaus í ofureldstöð – með hrikalegum afleiðingum. Næsta gos gæti orðið fljótlega því tíðni þessara ofurgosa er mun meiri en eldfjallafræðingar hafa haldið.

BIRT: 14/09/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eldstöðvar búa yfir mikilli ógn og sumar þeirra eru færar um að valda eyðileggingu um allan heim.

 

Við svokallað ofurgos þeytast 1.000 gígatonn af hrauni og gjósku úr eldstöðinni og askan getur lagst yfir heilu meginlöndin.

 

Mikið af ösku berst líka upp í háloftin og getur þar valdið veðurfarsbreytingum í áratugi.

 

Tíðnin meiri en gert var ráð fyrir

Árið 2017 fóru vísindamenn hjá Bristolháskóla í gegnum jarðfræðimælingar í gagnagrunni til að rannsaka hve oft ofurgos hafi orðið.

 

Og tíðni þessara risastóru gosa reyndist mun meiri en eldfjallafræðingar hafa talið.

 

„Eldra mat frá árinu 2004 var það, að ofurgos hafi orðið á 45.000-714.000 ára fresti, sem er lengri tími en menningarsagan nær yfir.

 

Útreikningar okkar sýna að ofurgos verði öllu fremur á 5.200-48.000 ára fresti – og að meðaltalstími milli ofurgosa gæti verið um 17.000 ár,“ segir segir Jonathan Rougier hjá Bristolháskóla.

 

Heppnin hefur hingað til verið með okkur

Jarðfræðileg gögn sýna að síðasta ofurgos hafi orðið fyrir 20-30 þúsund árum og vísindamennirnir telja þess vegna að við höfum haft heppnina með okkur.

 

En á móti undirstrika þeir að náttúran sé ekki tiltakanlega fyrirsjáanleg að því er eldgos varðar og það væri því rangt að halda því fram að tími næsta ofurgoss sé runninn upp.

 

Vísindamennirnir hyggjast nýta þessa útreikningaaðferð til að læra meira um aðrar náttúruvár, t.d. jarðskjálfta.

17.000ár eru líklegasti meðaltími milli ofurgosa. En nú eru liðin 20.000 ár frá því að slíkt gos varð síðast á hnettinum.

BIRT: 14/09/2023

HÖFUNDUR: ANTJE GERD POULSEN OG JAKOB ESPERSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is