Maðurinn

Ógnvænleg samfélagsleg þróun frá Japan hefur skollið á Evrópu

Kórónufaraldurinn efldi meinlega þróun í Japan og þessi meinsemd fer nú vaxandi í Evrópulöndunum. Áhrifanna gætir mest hjá ungu fólki.

BIRT: 28/02/2023

Sjálfskipuð félagsleg einangrun frá vinum og fjölskyldu hefur í áratugi, með aukinni þéttbýlismyndun, tækifærum á netinu og stöðnuðum hagvexti, verið vaxandi vandamál í Japan og þekkt sem  „hikikomori“.

 

Yfir hálf milljón af alls 126 milljónum Japana þjáist í dag af áhrifum hikikomori heilkennisins og eiga fáa nána vini og eiga mjög takmörkuð félagsleg samskipti.

 

Tilhneigingin til að loka sig af er orðin að alþjóðlegu hugtaki, einnig meðal barna og ungmenna. Þetta sýnir ný rannsókn tveggja sálfræðiprófessora sem gefnar eru út af Bandaríska læknabókasafninu.

 

Ekkert samband við neinn

Hikikomori er skilgreint þannig að viðkomandi lokar sig inn á heimili sínu eða inná herbergi án teljandi félagslegra samskipta. Þetta ástand getur varað í sex mánuði og jafnvel í mörg ár.

 

Tilvik þar sem vikulega eru farnar tvær til þrjár ferðir út úr húsi með félagslegum samskiptum eru flokkuð sem væg tilvik. Í alvarlegum tilfellum er engin félagsleg umgengni – jafnvel ekki innan heimilisins þar sem einn fjölskyldumeðlimur vill ekki yfirgefa herbergið sitt og hefur því lágmarks samskipti við hina.

 

Einangrun í nokkur ár

Japönsk hikikomori rannsókn frá árinu 2016 áætlaði að 541.000 Japanir þjáðust af völdum heilkennisins.

 

Rannsóknin sýndi fram á að um það bil 75 prósent höfðu einangrað sig heima hjá sér í meira en ár og þar af helmingur í meira en sjö ár.

 

Fjölmargir þeirra sem einangruðu sig  fundu fyrir miklum einmanaleika, lítið var um félagslegt tengslanet og töluvert af lífeðlisfræðilegum eða sálrænum vandamálum eins og félagsfælni sem svo jók á félagslega sjálfsútskúfun.

LESTU EINNIG

Hikikomori skellir til Evrópu

Með kórónufaraldrinum var svo miklu skellt í lás í heiminum. Þar mynduðust aðstæður svipaðar hikikomori og nú hefur heilkennið dreifst til Evrópu og fleiri svæða.

 

Fimm ára gömul ESB rannsókn sýni fram á að 75 milljónir fullorðinna Evrópubúa – um 20 prósent – hitta fjölskyldu eða vini í mesta lagi einu sinni í mánuði og átta prósent fundu fyrir einmanaleika.

 

Nýrri rannsókn á fyrstu mánuðum kórónuveirufaraldursins árið 2020 sýndi að um 25 prósent íbúa ESB, alls 447 milljónir, þar á meðal börn og ungmenni fundu fyrir einmanaleika.

 

Börn og unglingar

Meðal barna og ungmenna hefur einmanaleiki fjórfaldast miðað við svipaða rannsókn frá árinu 2016.

 

Á Evrópusvæðinu fundu Frakkar mest fyrir einsemdinni en um 31,6 prósent íbúanna sögðust oft finna fyrir einmanaleika.

 

Í kjölfar þessarar ískyggilegu þróunar á einmanaleika og sjálfseinangrun hefur ESB sett á laggirnar nokkra vinnuhópa og safnað rannsóknarskýrslum um einmanaleika sem þú getur fundið á þessum hlekk.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is