Síðasta kjarnaeining mögulegs lífs er fundin á Enceladusi, tungli Satúrnusar: Frumefnið fosfór.
Þetta efni telst vera lífverum nauðsynlegt, enda gegnir það lykilhlutverki við uppbyggingu RNA- og DNA-sameinda. Reyndar bendir margt til að fosfór gæti leynst á mörgum íshnöttum í geimnum.
Það var fjölþjóðlegur hópur sérfræðinga hjá japönskum og þýskum háskólum sem tilkynnti uppgötvunina á haustráðstefnu Jarðeðlisfræðisamtaka Bandaríkjanna.

Þessi mynd af ísköldu tungli Satúrnusar Enceladus var tekin af Cassini geimfari NASA árið 2015. Þetta smátungl er 680 sinnum minna en tungl jarðar og er talið að það hafi myndast fyrir innan við 100 milljón árum - á meðan risaeðlur voru enn á jörðinni. Það er undir harðri ísskelinni sem leynist mikið haf af möguleikum fyrir lifandi lífverur.
Sameindir frá tunglhverum
Enceladus er þakinn þykkri íshellu en undir henni leynist gríðarstórt haf úr söltu vatni. Það gerir þennan fremur smáa hnött einkar líklegan í leitinni að lífi undir yfirborði í sólkerfinu.
Vísindamönnum hefur lengi verið ljóst að flest frumefni sem hér teljast lífverum nauðsynleg, er að finna á þessu tungli: kolefni, brennistein, súrefni, köfnunarefni og vetni. En hvort kjarnaeiningin fosfór væri þar líka til, hefur talist óvíst.
Vísindamennirnir tóku því til við rannsóknir á gögnum geimfarsins Cassini sem látið var brenna upp í gufuhvolfi Satúrnusar árið 2017.

Geimfar NASA sem skotið var á loft 15. október 1997 og fór á sporbraut um Satúrnus 1. júlí 2004. Verkefnið var að safna gögnum um plánetuna og hringa hennar.
Árið 2005 myndaði Cassini úðastróka sem stóðu upp úr íshellunni og í reyndust vera vatnsgufa og ísnálar. Það er í þessari blöndu sem vísindamennirnir greindu lífrænar sameindir.
Nánar tiltekið tók Cassini sýni úr E-hring Satúrnusar en í honum eru efni úr slíkum úðastrókum frá Enceladusi. Það eru gögn um þessi efni sem vísindamennirnir hafa nú greint.

Mynd tekin af Cassini af Enceladus á braut um Satúrnus í E-hringnum. Það er héðan sem Cassini hefur safnað ögnum sem innihéldu fosfór.
Fosfór í ísflögum
Þeim til undrunar reyndust margar ísflögur í E-hringnum bera í sér fosfór í formi natríumfosfats.
Ályktun vísindamannanna af greiningum sínum er að í hafinu á Enceladusi séu á bilinu 1-20 millimól (mælieining efnamagns) af fosfati. Slík þéttni gæti verið um þúsundföld á við heimshöfin á jörðinni.
Efnið er fremur sjaldgæft hér enda myndar það auðveldlega efnasambönd og festist í bergi.
Vísindamennirnir telja að fosfat geti myndast á sjávarbotni á Enceladusi við efnaviðbrögð milli vatnsins og apatíts sem í er fosfór, áður en það úðast upp um sprungur ásamt öðrum efnum úr vatninu.

Mynd af innri Enceladus.
Apatít er oft að finna í bergplánetum, enda er það að finna í kolefnisríkum kondrítloftsteinum. Það er því fremur líklegt að apatít og þar með fosfór sé að finna á mörgum íshnöttum með bergkjarna.
En hvort lífverur er raunverulega að finna á Enceladusi kemur ekki í ljós fyrr en þegar geimfar lendir þar. Til eru áætlanir um að það gæti gerst um 2050.