Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Mislingavírusinn veldur ekki bara veikindum heldur getur hann stórskaðað hluta ónæmiskerfisins til lengri tíma. Þetta sýnir rannsókn þar sem vísindamenn skoðuðu börn fyrir og eftir mislingafaraldur.

BIRT: 03/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Mislingar eru enn hættulegri en vitað var.

 

Veiran lætur sér ekki nægja að valda sjúkdómi, heldur stórskaðar hún ónæmiskerfið þannig að líkaminn verður veikari fyrir alls kyns öðrum sýkingum.

 

Þetta er niðurstaða tveggja hópa vísindamanna hjá Harvardháskóla í BNA og Wellcome Sanger-stofnuninni í Englandi.

 

Eyðir minni ónæmiskerfisins

Rannsakað var blóð úr 83 börnum og notast við sýni sem tekin voru fyrir og eftir mislingafaraldur árið 2013.

 

78 af börnunum höfðu fengið mislingana en aðeins fimm sloppið.

 

Ensku vísindamennirnir skoðuðu innihald hvítra blóðkorna, svonefndra B-frumna sem mynda mótefni gegn veirum og bakteríum.

Sýking mislingaveiru getur afmáð allt að 72% af minni ónæmiskerfisins.

Mótefnin gera ónæmiskerfinu kleift að þekkja og síðan drepa þessar örverur.

 

Niðurstöðurnar sýndu mikla fækkun B-frumna eftir mislingasýkingu.

 

Harvard-vísindamennirnir gengu skrefinu lengra og leituðu að mótefnum í blóðsýnunum.

 

Vísindamenn: Bólusetjið börnin ykkar

Í ljós kom að mislingarnir höfðu fjarlægt stóran hluta mótefna gegn öðrum örverum.

 

Að meðaltali glötuðu börnin 20% af mótefnunum og sum allt upp í 72%.

 

Mislingaveiran hafði þannig lagt í rúst stóran hluta af minni ónæmiskerfisins. Engin mótefnafækkun mældist hjá þeim börnum sem ekki fengu mislingana.

 

Vísindamennirnir segja niðurstöðurnar auka enn á mikilvægi þess að börn séu bólusett gegn mislingum.

BIRT: 03/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© NIBSC/SPL

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.