Óþekkt skordýr fangað í rafi

Ný tegund kynni nú að bætast við ætt dægurflugna eftir að óþekkt skordýr fannst í rafi. Smásjármyndir og þrívíddarmyndir komu mönnum á sporið.

BIRT: 17/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hið latneska heiti dægurflugna er Ephemeroptera en eitt helsta sérkenni þeirra er skammur líftími eftir að þær taka á sig endanlegt form.

 

Þessi ættbálkur ferskvatnsflugna hefur verið til síðustu 350 milljón árin og er því mun eldri en t.d. risaeðlurnar. Sárafáir steingervingar hafa þó fundist.

 

Nú hefur fjölþjóðlegur hópur vísindamanna, m.a. hjá Granadaháskóla, uppgötvað slíka flugu í rafklumpi.

 

Þetta reyndist ekki aðeins vera óvenju vel varðveitt fluga, heldur leiddu smásjár- og þrívíddarskannanir í ljós að flugan var af áður óþekktri tegund. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar í Scientific Reports.

Hér eru nærmyndir af Calliarcys antiquus í ravklumpi. Það getur verið erfitt að sjá gagnsæja líkamshluta. Á myndinni hér eru báðir hlutar kviðsvæðisins og vængirnir gegnsæir, því getur verið erfitt fyrir vísindamenn að skilgreina tegundir og kyn. Með nýjum ör-CT skönnunum geta vísindamenn nú fyllt upp í þessa gagnsæju bletti.

Hin nýuppgötvaða fluga telst til ættarinnar Leptophlebiidae og hefur fengið heitið Calliarcys antiquus.

 

Flugan er talin vera á bilinu 35 til 47 milljón ára gömul og hefur því verið uppi á eósentíma og nálægt því svæði þar sem nú eru Eystrasaltsríkin.

 

Vísindamennirnir beittu nýjustu röntgensmásjártækni en með henni má ná CT-skannamyndum í þrívídd af myndefni allt niður í 0,5 míkrómetra.

 

Tæknin virkar eins og CT-skannar á sjúkrahúsum en nær hærri upplausn. Í þessari háu upplausn er unnt að sjá öll minnstu smáatriði án þess að þurfa að skera neitt í sundur.

 

Með hjálp þessara mynda reyndist unnt að endurgera fluguna í heild.

Vísindamennirnir beittu nýjustu röntgensmásjártækni sem staðfesti að þeir hafi fundið nýja skordýrategund.

Að því loknu báru vísindamennirnir fluguna saman við aðrar dægurflugur af ættinni Leptophlebiidae.

 

Til ítarlegri rannsókna voru greind DNA-sýni sem einnig voru borin saman við núlifandi tegundir.

Með samanburði dægurflugunnar í rafinu við aðrar dægurflugnategundir var unnt að greina samsvörun og frávik og þannig finna flugunni stað á ættartrénu og í þróunarsögunni. Hér sýna vísindamennirnir samanburð við tegundina Calliarcys van.

Á þeim grundvelli var unnt að ákvarða að tegundin hefði aldrei fundist áður.

 

„Í sem stystu máli byrjaði þetta allt saman á fallegri flugu í rafklumpi. Hún vakti strax athygli hins sérfróða auga,“ segir Javier Alba, prófessor við Granadaháskóla m.a. í fréttatilkynningu.

 

Auk þess sem hægt var að ákvarða alveg nýja tegund, leiddi verkið til þess að opna nýja tæknimöguleika til rannsókna á steingervingum í rafi.

BIRT: 17/06/2023

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © R Godunko et al, 2022. Scientific Reports.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is