Lifandi Saga

Páfann dreymdi um að eignast börn með Elísabetu Englandsdrottningu

Englandsdrottning átti sér marga aðdáendur á 16. öld. Svo undarlega vildi til að einn þeirra var Sixtus páfi 5. sem hafði bæði bannfært hana og stutt tilraun Spánverja til að ráðast inn í ríki hennar.

BIRT: 30/08/2023

Elísabet 1. var þekkt fyrir að vera meydrottning, þó svo að margir gerðu tilraun til að breyta þeim titli í valdatíð hennar (1558-1603). Enska þingið hafði áhyggjur af erfðaröðinni og reynt var að tala drottninguna inn á að ganga í hjónaband en þar sem hún var viss um að eiginmaður myndi aðeins ræna hana krúnunni hafnaði hún hverjum vonbiðlinum á fætur öðrum.

 

Meira að segja Sixtus páfi 5. gerði hosur sínar grænar fyrir Elísabetu, þrátt fyrir að hún teldist vera svarinn óvinur kaþólsku kirkjunnar. Kirkjuleiðtoginn á eitt sinn að hafa hrópað í hrifningu:

 

„Sjáið hvað hún stjórnar vel! Hún er bara kona sem ríkir einungis yfir hálfri eyju en engu að síður veldur hún ugg á Spáni, í Frakklandi, Þýsk-rómverska keisararíkinu, já alls staðar. Afkomendur okkar gætu stjórnað öllum heiminum“.

 

Í raun réttri var það ekki eins ógerlegt og það kynni að hljóma að páfi eignaðist börn, jafnvel þótt kaþólska kirkjan krefðist skírlífis af páfum, kardínálum og prestum.

Elísabet 1. stjórnaði Englandi frá 1558 til dauðadags 1603.

Alexander 6. sem gegndi páfatign á árunum 1492 til 1503 og tilheyrði hinni valdamiklu Borgia-fjölskyldu, eignaðist að minnsta kosti sjö börn í lausaleik. Sonur hans Cesare varð síðar meir kardínáli og fylgdi í fótspor föður síns með því að skipuleggja heljarinnar kynlífssvall árið 1501.

 

Svallveislan gekk undir heitinu „Kastaníuballið“ en naktar gleðikonur hófu veisluna á því að skríða um gólfið og tína upp kastaníur á meðan gestirnir horfðu á.

 

Leynilegir elskhugar gerðir að biskupum

Að minnsta kosti fjórir af fyrirrennurum Alexanders og eftirmönnum hans eignuðust börn í lausaleik. Þá áttu sumir einnig í ástarsambandi við karla. Sem dæmi má nefna Sixtus 4. sem var páfi á árunum 1471-1484 en hann úthlutaði elskhugum sínum gjarnan biskupsdæmum.

 

Elísabet 1. og Sixtus 5. dáðust einungis hvort að öðru úr fjarlægð en hvorki drottningin né páfinn eignuðust börn. Þegar meydrottningin lést tók nánasti ættingi hennar, Jakob Skotakonungur, fyrir vikið við ensku krúnunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

© Hatfield House/Wikimedia Commons. © Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Kona fann stein í læk, sem reyndist vera 120 milljón króna virði

Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Maðurinn

Læknar færa til mörkin milli lífs og dauða

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is