Alheimurinn

Persítar 2022 – Loftsteinaregn fyllir himininn

Hin 26 kílómetra breiða halastjarna Swift-Tuttle er stærsta fyrirbærið sem heimsækir Jörðina reglulega. Og einmitt núna fer Jörðin í gegn um slóð ísagna og ryks sem losnað hefur af halastjörnunni. Niðurstaðan er ótrúlegt sjónarspil á himni – loftsteinadrífan Persítar.

BIRT: 12/08/2022

Persítar 2022

Halastjarnan Swift-Tuttle leggur leið sína framhjá innra sólkerfinu, milli Sólar og Júpíters, á 133 ára fresti.

 

Við munum ekki sjá hana aftur fyrr en árið 2126 – en núna er jörðin að fara í gegnum slóð ryks og smásteina sem halastjarnan hefur skilið eftir sig.

 

Leifar Swift-Tuttle er loftsteinaþyrping þvert yfir sólkerfið og þegar jörðin skellur á þyrpingunni á hverju sumri umbreytast rykið og smásteinarnir í sannkallaða flugeldasýningu á himni.

 

Þessi litlu brot halastjörnunnar skella á  lofthjúpinn okkar og bjóða upp á stórbrotið loftsteinaregn Persítanna.

 

Hvenær er hægt að sjá Persítanna?

Persítarnir skella á Íslandi á milli 17. júlí og 24. ágúst 2022. Hið stórbrotna loftsteinaregn nær hámarki nóttina milli 12. og 13. ágúst.

 

MYNDSKEIÐ: Horfðu á Persítana dreifast yfir næturhimininn

Myndskeiðið sýnir Persítanna í Þýskalandi árið 2019.

Persítarnir skella í lofthjúp jarðar á 60 kílómetra hraða á sekúndu. Þetta leiðir til þjöppunar á loftinu fyrir framan þá, sem hitnar í yfir 1000 gráður.

 

Hátt hitastig veldur því að loftsteinarnir brenna upp og það eru þessar brennandi agnir sem við sjáum sem stjörnuhröp.

 

Á venjulegri nóttu er venjulega hægt að sjá 2-8 stjörnuhröp á klukkustund, en þegar Persítarnir ná hámarki nóttina á milli 12. og 13. ágúst og ef aðstæður eru góðar sjást allt að  100 stjörnuhröp á klukkustund.

Uppruni Persíta er í stjörnumerkinu Perseifur – þaðan kemur nafnið - Persítar.

Svona er best að sjá Persítanna

Lifandi vísindi leiðbeina þér um hvernig þú getur best upplifað Persítana á Íslandi.

 

  • Hvenær: Nóttina milli 12. og 13. ágúst nær Persítadrífan hámarki. Bíddu þar til himininn er orðinn mjög dimmur. Stjörnuhröpunum fjölgar seinni hluta nætur.

 

  • Hvar: Persítarnir virðast eiga uppruna sinn frá punkti á himni í norðaustur átt, en þeir munu birtast hvar sem er á himninum. Sterkt tunglsljós mun því miður yfirgnæfa daufustu stjörnuhröpin.

Persítar: Jörðin þverar braut halastjörnunnar

Halastjörnur eru á braut um sólina eins og reikistjörnur, en brautir halastjarna fara yfir brautir reikistjarnanna. Því lendir jörðin oft í þeim leifum sem halastjörnur skilja eftir sig á brautum sínum.

 

1 – Halastjarna samanstendur af ís og ryki og skilur eftir agnir á braut sinni um sólina.

 

2 – Þegar jörðin fer yfir braut halastjörnunnar á hverju ári brenna agnirnar upp í lofthjúpnum og mynda stjörnuhröp.

Loftsteinadrífur ársins 2022

Persítarnir eru ekki eina loftsteinadrífan sem hægt er að sjá árið 2022. Kíktu á listann okkar hér að neðan og vertu tilbúinn þegar þessi fallegu himnesku fyrirbæri eiga sér stað.

 

  • Persítar – 17. júlí – 24 ágúst 2022

 

  • Óríonítar – 2. október – 7. nóvember 2022

 

  • Taurítar/Norðlægir – 13. október – 2. desember 2022

 

  • Leónítar – 6. nóvember – 30 nóvember 2022

 

  • Geminítar – 4. desember – 20 desember 2022

 

  • Úrsítar – 17. desember – 26 desember 2022

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is