Uncategorized

Pillulæknir valdur að dauða Elvis Presleys

Óframfærna ofurstjarnan, Elvis Presley, komst aldrei yfir óttann við að koma fram á sviði sem hann þróaði með sér barn að aldri. Elvis Presley stóðst raunina einungis með því að taka inn lífshættulegt sambland af örvandi og róandi lyfjum.

BIRT: 17/03/2022

Lyf ollu því að Elvis var í lífshættu

Hinn 15. október 1973 leitaði Elvis Presley sér hjálpar. Skömmu fyrir þetta höfðu hann og Priscilla Presley skilið að skiptum eftir sex ára hjónaband og skilnaðurinn dró konung rokksins enn dýpra niður í þá lyfjaneyslu sem hann árum saman hafði stundað.

 

Opinbera skýringin var sú að hann væri með lungnabólgu. Það voru skilaboðin sem heimspressan fékk og trúði, þegar blaðamenn sátu um söngvarann fyrir utan sjúkrahúsið í Memphis.

 

„Ég vildi eiginlega ekki segja ósatt en mér fannst ég vera skuldbundinn sjúklingnum og fyrir vikið sagði ég fréttafólkinu þetta, þó svo ég vissi að það væri ekki satt“, útskýrði undirforstjóri sjúkrahússins og talsmaður þess, Maurice Elliott, mörgum árum síðar.

 

Sannleikurinn var hins vegar sá að það voru lyfseðilsskyld lyf sem einkalæknir Elvis Presleys að nafni George C. Nichopoulos ávísaði sem höfðu nánast dregið Presley til dauða.

 

Elvis hafði svartan hljóm og boðaði kynlíf

Leifturhraður frami söngvarans hófst einum tuttugu árum áður þegar framleiðandinn Sam Phillips hjá plötufyrirtækinu Sun Records í Memphis, Tennessee, loks fann það sem hann hafði leitað að: hvítan mann með mikla útgeislun sem hljómaði líkt og hann væri svartur.

 

Hljómurinn í blökkumannatónlistinni var nokkuð sem fyrirtækið sóttist eftir en kynþáttaaðskilnaðurinn í Suðurríkjum Bandaríkjanna gerði það að verkum að nauðsynlegt var að finna hvíta stjörnu fyrir bandaríska tónlistarunnendur sem plötufyrirtækið gæti grætt á.

 

Einn góðan veðurdag árið 1954, á meðan hlé var gert á upptökum dagsins, byrjaði 19 ára piltur að nafni Elvis að gantast og söng sína eigin útgáfu af laginu That‘s all right eftir Arthur Crudups. Sam Phillips hentist upp að hljóðblöndunartækjunum og setti segulbandið í gang.

 

Þetta er svo sannarlega öllu meira en bara „all right“. Þetta er stórkostlegt, hugsaði maðurinn og einmitt það sem heiminn fýsir að heyra, án þess beint að vita það.

 

Sam Phillips hafði að sjálfsögðu lög að mæla. Elvis og hljómsveit hans öðluðust miklar vinsældir um leið og haldnir höfðu verið nokkrir tónleikar. Strax ári síðar skrifaði Elvis undir stærsta plötusamning tónlistarsögunnar þegar RCA Victor Records bauð honum 40.000 Bandaríkjadala eingreiðslu. Allt gekk eins og í sögu.

 

Elvis tókst að sigrast á feimninni og sviðshræðslunni og árið 1956 sló hann algerlega í gegn þegar hann kom fram nokkrum sinnum í sjónvarpi.

 

Elvis stóð sig eins og hetja á skjánum en „æsilegar“ og „eggjandi“ mjaðmahreyfingar hans voru meira en siðsamir Bandaríkjamenn gátu sætt sig við.

 

Sjálfur hafði Elvis þetta um málið að segja: „Fólk heldur að ég sé kynóður. Þeir sem það segja eru bara gamlir og gramir. Ég er bara eðlilegur“. Orð söngvarans höfðu síður en svo róandi áhrif á forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna.

 

Þeir fyrirskipuðu að bannað yrði að sýna söngvarann í fullri líkamsstærð. Héðan í frá máttu sjónvarpsáhorfendur einungis horfa á efri hluta söngvarans. Elvis stóð alveg á sama. Hann hélt áfram að dansa og áhorfendur, einkum stúlkurnar, hrifust af útgeislun hans og orku.

 

Elvis óttaðist að standa á sviði

Þegar Elvis var á hátindi frama síns var hann kallaður í herinn. Árið 1958 var hann sendur til Þýskalands þar sem hann varði hálfu öðru ári í herbúðum.

 

Þar komst hann í tæri við lyf og ánetjaðist þeim. Í fyrsta skiptið var hann á æfingu þegar liðsforingi einn bauð honum amfetamín sem hann vissi að gat haldið ungum mönnum vakandi svo dögum skipti.

 

Amfetamín var mikið notað af hermönnum og Elvis var engin undantekning í þeim efnum.

 

Í Þýskalandi kynnist hann tilvonandi eiginkonu sinni Priscillu sem var kærasta hans þegar herskyldunni lauk árið 1960 og Elvis sneri aftur til Bandaríkjanna.

 

Honum var í lófa lagið að taka upp þráðinn sem söngvari á nýjan leik en skorti löngunina. Elvis líkaði hefðbundið og tiltölulega nafnlaust hermannalífið ljómandi vel. Hann fann enga sérstaka löngun til að stíga fæti aftur á svið frammi fyrir áhorfendum.

 

Þess í stað fór hann í upptökuver og tók upp nokkur af vinsælustu lögunum sínum, m.a. Are You Lonesome Tonight? og It’s Now or Never.

 

Plöturnar fengu stórgóða dóma og klifu hratt upp vinsældalistana og allir vildu fá Elvis á tónleikaferðlag en hann gat engan veginn hugsað sér það.

 

Kvikmyndafyrirtækið Paramount bauð stjörnunni ljómandi gott svar við sviðshræðslunni en þeir buðu honum sjö ára kvikmyndasamning sem fól í sér þátttöku í nokkrum kvikmyndum, þar sem öll hans vinsælustu lög yrðu leikin. Elvis samþykkti tilboðið og slapp þannig alveg við að standa á sviði næstu átta árin.

 

Kvikmyndirnar með Elvis nutu gríðarlegra vinsælda meðal almennings en jákvæðar undirtektir fjölmiðla létu hins vegar á sér standa. Fjölmiðlafólk þráði að sjá gamla góða Elvis aftur. – Komdu nú! Láttu skína í hæfileikana! hljóðaði boðskapurinn.

Hinn svokallaði „Milljón dala kvartett“ hjá plötufyrirtækinu Sun Records átti í mesta basli með eiturlyf. Margir hljóðfæraleikaranna fengu ávísað lyfjum sem læknir að nafni George Nichopoulos, öðru nafni dr. Nick, skrifaði upp á.

Lyfin hjálpuðu Elvis að stíga á svið aftur

Að lokum varð Elvis þreyttur á kvikmyndabransanum og þáði með þökkum boð George Nichopoulos um aðstoð við að stíga aftur á svið árið 1967.

 

Nichopoulus var þekktur í heimi tónlistarfólks, þar sem hann gekk undir heitinu „Lyfsalinn“ eða einfaldlega dr. Nick. Læknir þessi hafði sérhæft sig í að „hjálpa“ þekktum stjörnum gegn vænum fúlgum fjár.

 

Hann vissi nákvæmlega hvers konar lyfjablöndu söngvarar höfðu þörf fyrir, til þess að hafa það af að stíga á svið, ólgandi af sjálfstrausti og orku.

 

Endurkoma Elvis átti sér stað í skemmtiþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Milljónir aðdáenda fylgdust með og útsendingin var kjörin sú sem mest áhorf hafði fengið það árið. Velgengnin kitlaði Elvis og hann hélt nokkra fámenna tónleika í kjölfarið.

 

Að lokum voru fjölmiðlarnir sáttir. Gagnrýnandi einn ritaði: „Það er svo kynngimagnað að sjá mann sem hefur týnt sjálfum sér og ratar nú heim aftur. Hann söng af krafti sem enginn gerir ráð fyrir að rokksöngvari hafi yfir að ráða“.

 

Elvis var mættur aftur á sviðið og heimurinn gat ekki hamið hrifningu sína. Kóngurinn, líkt og Elvis iðulega kallaðist, var að sama skapi glaður og beindi þakklæti sínu til dr. Nick sem hann fljótt fór að líta á sem náinn vin. Nichopoulos á sinn hátt brást við með því að neita Elvis aldrei um nokkurn skapaðan hlut. Hann lét hann hafa allar þær pillur sem hann bað um.

 

Skilnaðurinn hafði djúpstæð áhrif á Elvis

Elvis og Priscilla höfðu gengið í hjónaband árið 1967 og eignast dóttur saman. Hjónabandið entist hins vegar ekki.

 

Það var Priscilla sem gafst upp. Hún gafst upp á framhjáhaldi eiginmannsins, skapsveiflum hans, pillumisnotkun og eilífum gestagangi á heimilinu. Hún kynntist nýjum manni, að nafni Mike Stone.

 

Ed Parker, vinur Elvis Presleys, ritaði síðar meir í bók sína: „Sjálfsálit Elvis beið verulegan hnekki þegar konan yfirgaf hann. Hefði Priscilla bara dáið, hefði hann getað komist yfir það en að missa hana í fangið á öðrum manni má segja að hafi riðið honum að fullu“.

 

Í bókinni segir að Elvis hafði brotnað saman grátandi þegar hann sagði Ed Parker að þau hjónin hygðust skilja. Sumarið 1972, þ.e. sama ár og skilnaðurinn gekk í gegn, var Elvis á leiðinni í tónleikaferðalag og hámaði í sig megrunartöflur til að reyna að létta sig.

 

Segja má að það hafi verið verulega huggulegur söngvari sem hélt blaðamannafund í New York stuttu fyrir fyrstu tónleikana. Þar spurði einn blaðamannanna hann beint út í óframfærnina.

 

„Elvis, eru sáttur við ímynd þína?“

„Veistu hvað. Það er mjög erfitt að lifa lífi ímyndar“.

„Elvis, okkur er sagt að þú innst inni sért ákaflega auðmjúk og óframfærin sál“.

„Hvað áttu við með að ég sé auðmjúkur og óframfærinn?“ svaraði Elvis glottandi um leið og hann sýndi blaðamönnum gullbeltissylgjuna sína sem var metin á 10.000 dali.

 

Í sömu andrá stökk umboðsmaðurinn Tom Parker á fætur og sagði blaðamannafundinum lokið með orðunum: „That’s all folks!“

Elvis var orðinn algert flak – sífellt útúrdópaður, allt of þungur og með ónýta lifur.

Ofurstjarnan var dauðans matur

Misnotkun Elvis hafði aukist gífurlega og honum reyndist sífellt örðugra að leyna því að hann væri undir lyfjaáhrifum á sviðinu.

 

Á einum tónleikunum ráfaði hann áttavilltur um sviðið og hlaut fyrir neikvæð viðbrögð vonsvikinna áhorfendanna. Þegar kóngurinn var kominn baksviðs í hléi tók hann reiðikast:

 

„Ef gestirnir hegða sér ekki eins og fólk, nenni ég ekki að syngja fyrir þá oftar!” hrópaði Elvis sem fór einungis fram á sviðið að syngja síðustu lögin sökum þess að umboðsmaðurinn píndi hann til þess.

 

Rokkkóngurinn hafði breyst í pilluætu og óheilnæmir lifnaðarhættirnir ollu því að hann þyngdist gífurlega. Meira að segja meðlimirnir í hljómsveit hans áttu í basli með að bera kennsl á hann.

 

Píanóleikarinn Tony Brown lýsti þessu þannig: „Ég sá hann í búningsklefanum. Hann hékk bara á stólnum án þess svo mikið sem að geta hreyft sig. Ég hugsaði oft með mér: Af hverju hættir maðurinn ekki við þessa tónleikaferð og tekur sér árs leyfi? Ég nefndi þetta eitt sinn við hann þegar engir aðrir heyrðu til. Hann klappaði mér á öxlina og sagði: Þetta hlýtur að ganga. Hafðu engar áhyggjur“.

 

Elvis var sífellt á leiðinni inn og út af spítala

Sjúkrahúsdvölin árið 1973 stóð yfir í 18 daga en svo útskrifaðist Elvis. Sama kvöld fékk hann sér töflur til að slaka á.

 

Líkami söngvarans hafði liðið verulega fyrir töflurnar. Hann gantaðist sjálfur með lifrarsýnin sín en niðurstöðurnar voru svo sannarlega ekkert til að grínast með. Lifrin var ónýt að hluta til en Elvis hélt ótrauður áfram að nota eiturlyf og halda tónleika.

 

Honum reyndist ekki lengur gerlegt að stramma sig af. Slúðurblöðin létu hann hafa það óþvegið og birtu myndir af akfeitu 42 ára gamla átrúnaðargoðinu á forsíðum sínum.

 

Í apríl 1977 fór Elvis aftur í tónleikaferðalag, nánast beint af sjúkrahúsinu og hélt 13 tónleika á jafnmörgum dögum. Það hugnaðist honum ekki vel að hlífa sjálfum sér. Hann komst yfir að halda rúmlega eitt þúsund tónleika síðustu átta æviárin.

 

Hinn 17. ágúst 1977 stóð Elvis enn og aftur frammi fyrir því að fara í tónleikaferðalag en daginn áður hafði hann fundist meðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu heima í Graceland. Hann hafði lagt allt of miklar byrðar á líkama sinn svo árum skipti. Nú hafði líkaminn endanlega gefist upp.

 

Nichopoulos var ákærður fyrir manndráp eftir andlát Elvis en sýknaður. Hann var sviptur læknaleyfinu en reyndar einungis í þrjá mánuði.

 

Að því loknu hélt hann áfram að sjá ýmsum stjörnum fyrir lyfseðilsskyldum lyfjum. Það var ekki fyrr en 1995 sem hann var sviptur læknaleyfinu í eitt skipti fyrir öll.

Lestu meira:

W.A. Harbinson: The life and death of Elvis Presley, Hollen Street Press Ltd., 1980.

 

Jerry Hopkins: Elvis – the final years, W.H. Allen & Co. Ltd., 1980.

 

Jerry Hopkins: Elvis – a biography, Simon & Schuster, 1971.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ebbe Fischer & Boris Koll

© Polfoto,© Getty images

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.