Náttúran

Púpumjólk heldur maurunum á lífi

Maurapúpur losa næringarríkan vökva sem hjálpar til við að skaffa maurabúinu næringu, samkvæmt athyglisverðri rannsókn.

BIRT: 28/08/2023

Það er ekki nóg með að maurar séu iðnir og hjálpist að við að lyfta greinum og laufblöðum sem eru miklu stærri en þeir sjálfir.

 

Í vísindaritinu Nature hafa nú birst rannsóknarniðurstöður sem sýna að eftir að mauralirfur hafa púpað sig, losa þær næringarvökva sem hjálpar til að halda bæði fullvöxnum maurum og lirfum á lífi.

 

Lirfurnar eru háðar þessum vökva svipað og ungar spendýra eru háðir móðurmjólkinni. Lirfur sem ekki fá þennan vökva verða fremur fyrir sveppasýkingum sem drepa þær á púpustiginu og þetta kom mörgum vísindamönnum á óvart.

 

„Það er merkilegt að enginn skuli hafa tekið eftir þessu fyrr,“ segir Patrizia d‘Ettore sem er atferlisfræðingur hjá Sorbonneháskóla í París og útskýrir þetta svo nánar:

 

„Púpurnar hafa ekki verið taldar gegna neinu hlutverki, þar eð þær hreyfa sig ekki, éta ekki en eru bara fluttar til eftir hentugleikum en þessi rannsókn afsannar það.“

 

Þróunarhlutverk

Rannsóknin sýndi líka að hin svonefnda púpumjólk er ekki bundin við eina tegund, heldur gegnir þvert á móti hlutverki hjá fimm stærstu undirættunum en þær eru allar skipaðar fjölmörgum tegundum.

Uppgötvunin bendir til að púpumjólkin gæti reynst gegna hlutverki varðandi félagslega uppbyggingu maurabúanna.

 

„Þetta fyrirbrigði hefur þróast annað hvort skömmu eftir að maurar urðu félagsdýr eða jafnvel áður,“ segir Daniel Kronauer, líffræðingur hjá Rockefellerháskóla.

 

Næsta skref verður að rannsaka hvaða áhrif mjólkin hefur annars vegar á lirfur og hins vegar á fullvaxna maura með tilliti til atferlis og líkamsbyggingar – og þá um leið hvort aðgangur að púpumjólk hefur áhrif á það hvort lirfurnar þróist í drottningar eða vinnumaura.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SUNE NAVNTOFT

© Wikimedia Commons. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is