Rafstraumur slekkur á röddunum

Segulsvið við höfuðkúpuna getur leitt straum gegnum höfuðið og útilokað raddir í heilanum.

BIRT: 25/09/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Það er algengt einkenni geðklofa að heyra raddir í höfðinu og þetta veldur alvarlegum vandamálum í daglegu lífi.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Caenháskóla í Frakklandi fundið mögulega aðferð til að slökkva á þessum röddum.

 

Rafstraumur í heilann

Vísindamennirnir hafa sýnt fram á að raddirnar þagna þegar heilinn verður fyrir gegnumstreymisörvun segulrafmagns.

 

Aðferðin byggist á því að senda rafstraum gegnum sérvalda staði í heilanum með því að setja upp segulsvið kringum höfuðkúpuna.

 

Marktæk breyting

Í tilrauninni svöruðu 59 sjúklingar fyrst allmörgum spurningum um raddirnar sem þeir heyrðu í höfðinu, svo sem hve oft þeir heyrðu raddirnar og hvort raddirnar virtust koma utan frá eða eiga upptök í höfðinu sjálfu.

 

Á grundvelli svaranna gátu vísindamennirnir staðsett hvern og einn á ofskynjanakvarða.

 

Næst var þátttakendum skipt af handahófi í tvo hópa. Annar fékk markvissa örvun, en hinn aðeins falska – sem sagt enga raunverulega örvun.

 

35% þeirra sem fengu markvissa örvun fundu marktæka breytingu, en í samanburðarhópnum heyrðu einungis 9% færri raddir en áður.

 

Vísindamennirnir hyggjast nú rannsaka hvort unnt sé að beita aðferðinni til að hjálpa sjúklingum til lengri tíma litið.

BIRT: 25/09/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Université de Caen Normandie

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is