Fita orðin að heimsfaraldri og nú þjást um 650 milljónir manna af offitu. En lítil flaga sem dregur úr svengdinni gæti ráðið bót á þessu.
Ígræðsluflöguna þróuðu vísindamenn hjá Visconsin-Madison-háskóla í BNA og hún er aðeins sentimetri á hvern veg og 1 mm á þykkt.
Með einfaldri aðgerð er flögunni komið fyrir utan á magasekknum og hún tengd við skreyjutaugina (vagus) sem er helsta boðskiptaleið milli meltingafæranna og heilans.
Flagan er 1 x 1 sm og 1 mm á þykkt.
Virknin byggist á því að maginn fer á hreyfingu um leið og hann fær mat. Maginn dregur sig saman og slakar á til skiptis til að velta fæðunni til.
Hreyfingin dugar til að flagan myndi rafspennu upp á 0,1-0,5 volt og skreyjutaugin fær þannig vægt rafstuð.
Rafboðin berast áfram upp í heilann og eru þar túlkuð sem tákn um að maginn sé saddur.
Léttumst um 38% af líkamsþyngdinni
Vísindmennirnir græddu flöguna í rottur og þær léttust um 38% af líkamsþyngdinni á 100 dögum.
Þetta inngrip er miklu mildara en skurðaðgerðir þar sem maginn er minnkaður eða saumaður saman til að sjúklingurinn verði fyrr saddur.
Þessa flögu má líka taka burtu aftur þegar sjúklingurinn hefur náð hæfilegri megrun.
Vísindamennirnir hyggjast nú prófa ígræðsluna á svínum, en þau líkjast mönnum mun meira en rottur að því er varða líffærðagerð og þyngd.
Ígræðsla sendir boð frá magasekknum (smellið á tölurnar)
Rottan étur
Lítill matarbiti dugar til að maginn taki til starfa.
Maginn skapar spennu í ígræðsluflögunni
Hreyfingar magasekksins valda því að tvö lög í ígræðsluflögunni ganga sundur og saman. Þegar þau dragast sundur myndast spennumunur.
Taugin fær rafstuð
Spennumunurinn skilar sér um rafóður í skreyjutaugina sem rafstuð og boð berast til heilans.
Heilinn saddur
Heilinn tekur við boðunum og skilur þau sem tákn um mettun. Rottan hættir því að éta.