Læknisfræði

Rafstuð er ágætur megrunarkúr

Ný ígræðsluflaga notar lítil rafstuð til að plata heilann, sem álítur að nú sé maginn fullur og þannig verður auðveldara að léttast.

BIRT: 15/11/2024

Fita orðin að heimsfaraldri og nú þjást um 650 milljónir manna af offitu. En lítil flaga sem dregur úr svengdinni gæti ráðið bót á þessu.

 

Ígræðsluflöguna þróuðu vísindamenn hjá Visconsin-Madison-háskóla í BNA og hún er aðeins sentimetri á hvern veg og 1 mm á þykkt.

 

Með einfaldri aðgerð er flögunni komið fyrir utan á magasekknum og hún tengd við skreyjutaugina (vagus) sem er helsta boðskiptaleið milli meltingafæranna og heilans.

Flagan er 1 x 1 sm og 1 mm á þykkt.

Virknin byggist á því að maginn fer á hreyfingu um leið og hann fær mat. Maginn dregur sig saman og slakar á til skiptis til að velta fæðunni til.

 

Hreyfingin dugar til að flagan myndi rafspennu upp á 0,1-0,5 volt og skreyjutaugin fær þannig vægt rafstuð.

 

Rafboðin berast áfram upp í heilann og eru þar túlkuð sem tákn um að maginn sé saddur.

 

Léttumst um 38% af líkamsþyngdinni

Vísindmennirnir græddu flöguna í rottur og þær léttust um 38% af líkamsþyngdinni á 100 dögum.

 

Þetta inngrip er miklu mildara en skurðaðgerðir þar sem maginn er minnkaður eða saumaður saman til að sjúklingurinn verði fyrr saddur.

 

Þessa flögu má líka taka burtu aftur þegar sjúklingurinn hefur náð hæfilegri megrun.

 

Vísindamennirnir hyggjast nú prófa ígræðsluna á svínum, en þau líkjast mönnum mun meira en rottur að því er varða líffærðagerð og þyngd.

 

Ígræðsla sendir boð frá magasekknum  (smellið á tölurnar)
1

Rottan étur

Lítill matarbiti dugar til að maginn taki til starfa.

2

Maginn skapar spennu í ígræðsluflögunni

Hreyfingar magasekksins valda því að tvö lög í ígræðsluflögunni ganga sundur og saman. Þegar þau dragast sundur myndast spennumunur.

3

Taugin fær rafstuð

Spennumunurinn skilar sér um rafóður í skreyjutaugina sem rafstuð og boð berast til heilans.

4

Heilinn saddur

Heilinn tekur við boðunum og skilur þau sem tákn um mettun. Rottan hættir því að éta.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© University of Wisconsin-Madison,© Mikkel Juul Jensen & Xudong Wang

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is