Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Rannsókn ein á samböndum sýna að það er oft hægt að spá fyrir um hliðarsporið áður en það raungerist.

BIRT: 10/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Það gerist nokkuð oft að ástin slokknar. Sambandið lifir ekki af og aðilar fara hvor sína leið. Framhjáhald eða óheiðarleiki er alvarlegt brot í samböndum og fordæmt í flestum samfélögum.

 

Það ríkir hins vegar óvissa um hvort framhjáhaldið leiði til vandamála í sambandinu eða hvort framhjáhaldið sé afleiðing þess að sambandið fór út af sporinu.

 

Gögn frá 12.000 pörum

Hópur þýskra vísindamanna vildi skoða þetta betur og greindu í því skyni gögn um líðan í samskiptum yfir 12.000 Þjóðverja og maka þeirra. Rannsakendur skiptu þátttakendum í tvo hópa. Annar hópurinn samanstóð af pörum þar sem framhjáhald hafði átt sér stað. Hinn hópurinn átti ekki við þetta vandamál að stríða og var viðmiðunarhópur.

 

Í framhjáhaldshópnum var þátttakendum skipt í ,,geranda framhjáhalds” og ,,þolanda framhjáhalds”. Samanburðarhópurinn samanstóð af þátttakendum sem voru í föstum samböndum en höfðu ekki upplifað framhjáhald í sambandinu. Vísindamenn greindu síðan smáatriði varðandi framhjáhald, ánægju með lífið, skuldbindingu í sambandinu og vellíðan hvers einstaklings fyrir sig sem og parsins.

 

Vandamálin hófust fyrir framhjáhaldið

Á heildina litið tóku vísindamennirnir eftir  kulnun í samböndunum löngu áður en framhjáhaldið átti sér stað. Þessi hæga kulnun átti sér stað bæði hjá gerandanum sem og þolandanum.

 

Gerendurnir upplifðu lækkandi sjálfsálit eftir að hafa haldið framhjá. Þá fundu þeir einnig fyrir minni ánægju með sambandið og kynlífið og rifrildi jukust að þeirra mati. Þolandinn fann hins vegar ekki fyrir þessum tilfinningum í sama mæli.

Karlmenn líklegri til að halda framhjá

Þolendur upplifðu vissulega lækkað sjálfsálit og meiri árekstra í sambandinu miðað við áður en framhjáhaldið átti sér stað, en þeir höfðu ekki fundið fyrir breytingum á öðrum sviðum sem tengdust líðan þeirra.

 

Rannsakendur komust einnig að því að karlar voru líklegri en konur til að halda framhjá. Og þátttakendur sem slitu sambandinu í kjölfar framhjáhaldsins en fundu ekki nýjan maka fundu fyrir minni ánægju til lífsins. Það var ekki tilfellið hjá þeim sem fundu sér nýjan maka í kjölfarið né hjá þeim sem kusu að vera áfram með maka sínum þrátt fyrir framhjáhaldið.

BIRT: 10/03/2023

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is