Search

Risapláneta við dvergstjörnu

Uppgötvun plánetu á stærð við Júpíter á braut um rauðan dvergstjörnu neyðir stjörnufræðinga til að endurskoða kenningar um myndun sólkerfa.

BIRT: 22/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í 31 ljósárs fjarlægð er sólkerfið GJ 3512 sem talið hefur verið tvístirni sem er tvær stjörnur sem snúast hvor um aðra.

 

En nú hafa greiningar hjá Autonomusháskóla á Spáni sýnt að svo er ekki. Þarna er stór gaspláneta á braut um litla stjörnu, svonefndan rauðan dverg.

⇒ Gasrisinn er furðu nálægt stjörnunni

Ef gasplánetan GJ3512 b væri í sólkerfi okkar, væri hún innsta plánetan. Júpíter heldur sig í margfalt meiri fjarlægð frá sólinni en þarna er raunin.

1
Gasrisinn GJ3512 b teiknaður inn í sólkerfi okkar.

GJ 3512 b er næstum jafnstór og stjarnan. Þvermál þessa gasrisa er næstum 70% af þvermáli stjörnunnar sem hann snýst um,rauða dverginn.

 

GJ3512 b: 136.311 km í þvermál

Rauði dvergurin: GJ3512: 194.720 km í þvermál

2
Sólin

Júpíter er smábolti miðað við sólina Þvermál Júpíters sem er nokkru stærri in GJ 3512 b, er aðeins um tíundi hluti af þvermáli sólar.

 

Júpíter: 142.984 km í þvermál

Sólin: 1.392.000 km í þvermál

3
Merkúr

Merkúr er næst sólinni í okkar sólkerfi.

Þetta er óvenjulegt og brýtur í bága við hugmyndir manna um það hvernig gasrisar á borð við Júpíter myndast.

 

Hinn nýuppgötvaði gasrisi heitir nú GJ 3512 b og samkvæmt útreikningum vísindamannanna er massi hans a.m.k. 46% af massa Júpíters en massi stjörnunnar er hins vegar aðeins um 12% af massa sólarinnar.

 

Ögrar upprunalegum kenningum

Stærðarmunur þessara tveggja hnatta er því stórum mun minni en munurinn á sólinni og Júpíter. Gasplánetan er líka miklu nær sól sinni, raunar nær en Merkúr, sú pláneta sem næst er okkar sól. Þetta kemur stjörnufræðingunum mjög á óvart.

 

Hingað til hafa stjörnufræðingar álitið að gasrisar á borð við Júpíter myndist í tveimur áföngum.

Stjörnufræðingar við Calar Alto-stjörnuathugunarstöðina hafa reiknað út að GJ3512 b sé um 7 mánuði að fara kringum sól sína.

Í skífu úr gasi og ryki umhverfis stjörnu safnast saman kjarni úr ís og klapparefni þar til massinn er orðinn a.m.k. tífaldur massi jarðar.

 

Þá er þyngdarafl plánetunnar orðið svo sterkt að hún getur fangað og haldið þykku gufuhvolfi úr vetnis- og helíumgasi.

 

Algengara en haldið var

Tölvulíkan spænsku stjörnufræðinganna sýnir hins vegar að GJ 3512 b getur ekki hafa myndast á þennan hátt.

Það hefði tekið svo langan tíma að þegar kjarninn hefði loks verið fullmyndaður, hefði allt gas fyrir löngu verið horfið úr skífunni.

 

Spánverjarnir álíta að ferlið hafi tekið mun styttri tíma, skífan fallið saman og myndað kjarnann á örskömmum tíma.

 

Sé þetta rétt, gætu gasrisar við rauða dverga verið mun algengari en stjörnufræðingar hafa ímyndað sér.

BIRT: 22/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is