Search

Sáðfrumur breyta sundstíl þegar þær nálgast eggið

Vísindamenn vona að ný uppgötvun leiði til bættrar frjósemimeðferðar.

BIRT: 24/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Það hefur verið viðtekin skoðun að sáðfrumur syndi bara af krafti þar til sú kraftmesta vinnur kappsundið að egginu og frjóvgar það. Ný rannsókn við Cornell háskóla í BNA bendir til að atferli sáðfrumna í grennd við eggið líkist fremur mökunardansi en kapphlaupi.

 

Í upphafi ferðarinnar synda vissulega allar sáðfrumurnar af miklu kappi en kalkríkar aðstæður í eggjaleiðaranum valda svonefndri ofurvirkni meðal þeirra sáðfrumna sem ná svo langt.

Þetta veldur breytingum í atferli og frumurnar synda ekki lengur beint áfram heldur í hringi, enda eykur það möguleika þeirra til að finna eggið og frjóvga það.

 

Rannsóknin var gerð utan mannslíkamans og þróuð tölvutækni notuð til að líkja eftir æxlunarfærum. Fylgst var með atburðarásinni í smásjá og með hjálp háhraðamyndavéla.

 

Vísindamennirnir vonast til að þessi nýja þekking á hegðun sáðfrumna leiði til framfara við frjósemismeðferðir á mannfólki en einnig við sæðingar dýra.

BIRT: 24/08/2022

HÖFUNDUR: Denis Rivin

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is