Sannleikurinn um rafhlöður

Staðreyndir og baráttan við falsfréttir: Þær eru þungar, óskilvirkar og fullar dýrum og hættulegum efnum. En á sama tíma skipta þær sköpum til þess að vind-, sólar- og vatnsorka geti komið í staðinn fyrir jarðeldsneyti.

BIRT: 19/01/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

,,RAFHLÖÐUR HLÍFA UMHVERFINU” – BÆÐI OG

Baráttan gegn hnattrænni hlýnun nýtur góðs af rafhlöðum því þær geta geymt orku og tryggja þráðlausa notkun rafmagns frá grænum orkulindum eins og sólar-, vind- og vatnsafli.

 

En útreikningar sýna að framleiðsla á venjulegri rafhlöðu losar níu tonn af CO2, þ.e.a.s. framleiðsla á einum rafbíl markar helmingi dýpri spor en bensínbílar gera.

 

Auk þess er að finna í rafhlöðum frumefni eins og kóbolt og létta silfurhvíta málminn litíum.

 

Vinnsla á litíum leiðir samkvæmt fræðimönnum til mengunar vatns og skorts á því á námasvæðum í t.d. Argentínu, Bólivíu og Chile og því eru vísindamenn áhugasamir um frekari endurvinnslu.

 

Fáðu að vita meira um hvernig rafhlaðan virkar með jónaskiptum og hvernig hún fær rafhlöðugetu sína. Farðu með bendilinn yfir gulu punktana.

Dugar lengur

Plúspóllinn (kaþóta) samanstendur af litíum-málmoxíði (rauðu kúlurnar) sem m.a. gefur mikla hleðslu.

Dugar lengur

Plúspóllinn (kaþóta) samanstendur af litíum-málmoxíði (rauðu kúlurnar) sem m.a. gefur mikla hleðslu.

Dugar lengur

Plúspóllinn (kaþóta) samanstendur af litíum-málmoxíði (rauðu kúlurnar) sem m.a. gefur mikla hleðslu.

Dugar lengur

Plúspóllinn (kaþóta) samanstendur af litíum-málmoxíði (rauðu kúlurnar) sem m.a. gefur mikla hleðslu.

Dugar lengur

Plúspóllinn (kaþóta) samanstendur af litíum-málmoxíði (rauðu kúlurnar) sem m.a. gefur mikla hleðslu.

Ferðast um

Þegar rafhlaða er nýtt færa litíum-jónir sig frá anóðu til katóðu. Þessu er öfugt farið við hleðslu.

Geymir jónir 

Mínuspóllinn (anóðan) samanstendur af kolefninu petroliumkoksi sem geymir litíum-jónir (bláu kúlurnar).

 

Núna eru um 5% endurunnin á heimsvísu en þetta mun að líkindum breytast á komandi árum.

 

Í skýrslu frá árinu 2019 ætlar hugveitan International Institute for Sustainable Development að verðmæti á endurunnu litíum og kóbolti úr gömlum rafhlöðum muni vaxa í um 3.000 milljarða kr. árið 2025.

,,RAFHLÖÐUR HAFA BETUR GEGN JARÐEFNAELDSNEYTI” – NEI

 

Sérfræðingar styðjast við hugtakið orkuþéttni til að bera saman samhengi milli þyngdar eldsneytis og hve mikilli orku það getur skilað.

 

Í ljósi þess eiga rafhlöður varla möguleika. Eitt tonn af þotueldsneyti er með fjórtán sinnum meiri orkuþéttni en rafhlaða af sömu þyngd meðan rafknúinn flutningabíll tekur um 40% minni farm en samsvarandi bensínknúnir bílar.

 

Vandinn er enn verri vegna þess að bílar, strætisvagnar og flugvélar léttast meðan gengið er á eldsneytið. Rafhlaða heldur hins vegar þyngd sinni en í því felst mikil áskorun, einkum fyrir rafknúnar flugvélar.

 

Hið kanadíska Harbor Air hefur þróað fyrstu farþegaflaugina með góðum árangri en hún er algjörlega rafknúin.

,,GRÆNIR FLUTNINGAR VERÐA DÝRARI" - NEI

Rafhlöður hafa átt sinn þátt í að halda háu verðlagi á rafbílum en þetta breyttist árið 2020 að mati orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna.

 

Spá þeirra sýnir að kostnaður á rafhlöðum nú í ár nái niður undir 17.000 krónur per kílówattstund (kWh).

 

Þetta verðfall gerir rafbíla heppilegri en bensínbíla.

 

Kostnaður við hverja kílówattstund hefur fallið á síðasta áratug, einkum vegna meiri eftirspurnar sem eykur fjöldaframleiðslu á rafhlöðum og frá árinu 2010 hefur kostnaður við rahflöður við flutninga fallið um: 87%.

Verð á kílówattstund

 

Sjáðu hvernig litíumjónarafhlöður virka og hvað getur lengt endingu rafhlöðunnar.

BIRT: 19/01/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Habour Air

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is