Segulormur fjarlægir blóðtappa í heila

Nýtt örtæki getur komist þangað sem læknar ná ekki til. Markmiðið er að fjarlægja lífshættulega blóðtappa.

BIRT: 21/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Blóðtappi í heila getur leitt af sér alvarlegan heilaskaða og verið banvænn ef ekki tekst að vinna bug á honum mjög fljótt.

 

Rannsóknir sýna að þegar blóðtappi er fjarlægður innan 90 mínútna aukast lífslíkurnar til muna.

 

En þetta er erfið aðgerð. Læknirinn þarf að þræða legg um æðarnar og koma þannig uppleysandi efnum að blóðtappanum eða beinlínis toga eða soga hann út.

 

En skurðlæknar fá nú innan tíðar nýtt áhald í hendur. Vitvélaverkfræðingar hjá MIT í BNA hafa þróað vélorm sem kemst í gegnum torfærar æðar í heilanum.

Vísindamenn stýra orminum í gegn um vélheila með aðstoð seguls.

Orminum er komið fyrir með þræðingu en síðan fjarstýrt utan frá með seglum þannig að hann rekst ekki í æðaveggina og veldur því ekki heilablæðingum.

 

Vélormurinn er aðeins 0,6 mm í þvermál og í kjarnanum er nikkel og títan sem tryggja að hann sveiflast ekki til baka í upphafsstöðu þegar hann er ekki undir áhrifum seguls.

 

Utan á kjarnanum er gúmmíklæðning með segulmálmörðum. Ysta klæðingin er úr svonefndu hýdrógeli sem tryggir að tækið smýgur auðveldlega um æðarnar.

Segulafl stýrir vélorminum

Með segulverkun geta læknar stýrt vélormi um æðakerfið utan frá. Þetta tryggir að ormurinn rekist ekki í æðaveggi og valdi heilablæðingum.

Ormurinn þakinn örsegulörðum

Vélormurinn er alþakinn segulörðum. Þær virka eins og litlir seglar sem allir snúa eins.

Segulsviðið mótar stefnu

Þegar ormurinn kemur inn í segulsvið sveigir hann í átt að norðurpól þess. Þegar segulsviðið hverfur sléttar hann sig aftur.

Enn hefur ormurinn aðeins verið reyndur í gerviheila með gleræðum.

 

Næsta skref er að prófa hann í heilum úr látnu fólki.

 

Vísindamennirnir telja að segulstýringin opni þann möguleika að unnt verði að meðhöndla sjúklinga úr fjarlægð þannig að aðgerðina megi gera enn fyrr og hætta á varanlegum heilaskaða minnki þannig til muna.

BIRT: 21/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Yoonho Kim et al./MIT

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is