Heilsa

Rannsókn: Gervisætuefni getur aukið hættuna á heilablóðfalli og blóðtappa

Mörg vinsæl sætuefni eru notuð í gríðarmiklu af kaloríusnauðum mat og drykkjum. Sérfræðingar í iðnaðinum neita því alfarið að það geti verið hættulegt til neyslu.

BIRT: 29/03/2023

Ef þú vilt halda þér í kjörþyngd þarftu að draga úr sykurneyslu.

 

Þetta er algengt ráð sem heyrist oft og víða.

 

Þetta þýðir fyrir marga að þeir þurfa að skipta út sykruðum mat og drykkjum fyrir kaloríusnauða kosti sem hafa viðbætt sætuefni í stað náttúrulegs sykurs.

 

En nú benda rannsóknir til þess að sú hugmynd sé ekki eins góð og haldið var.

 

Það á að minnsta kosti við ef þú neytir mikils magns hins vinsæla sætuefnis erýtrítól.

 

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Nature Medicine.

 

Áhættan tvöfaldast

Í rannsókninni kannaði alþjóðlegt rannsóknarteymi tvær eldri rannsóknir sem náðu til rúmlega 2.100 manns í Bandaríkjunum og um 830 manns í Evrópu.

 

Fólkið átti það sameiginlegt að vera í meiri hættu á að fá hjartavandamál og heilablóðfall vegna þátta eins og offitu og sykursýki.

 

Með því að bera saman magn erýtrítóls í blóði fólks gátu vísindamenn séð að fjórðungur fólksins sem var með hæsta blóðgildið var í mun meiri hættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall en fólkið í hópnum sem samanstóð af fjórðungnum með lægstu gildin í blóðinu.

 

Í mælingum þriggja ára var hópurinn með hæstu gildin í um tvöfalt meiri áhættu en hópurinn með lægstu gildin, eftir að tölurnar voru aðlagaðar að ólíkri þyngd og heilsu viðfangsefna.

 

Vísindamenn rannsökuðu áhrif sætuefnisins á blóðið.

Hvað er Erýtrítól?

Erýtrítól er frekar nýtilkomið sem aukaefni í matvæli.

Það er notað í stað sykurs og er um það bil 70 prósent eins sætt og venjulegur hvítur sykur.

Erýtrítól er að finna í litlu magni í mörgum ávöxtum og grænmeti og getur einnig myndast náttúrulega í líkama okkar.

Í fyrsta lagi sást mikil fylgni á milli inntöku matar eða drykkja með erýtrítóli og magni erýtrítóls í blóði eftir það.

 

Voru átta einstaklingar sem voru ekki með hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, rannsakaðir með því að láta þau borða hálfan lítra af lágkolvetnaís sem innihélt 30 grömm af erýtrítóli.

 

Það sem gerðist var að magn sætuefnisins, mælt í blóði, fór úr um 4 míkrómólum (mælingin sem notuð er fyrir styrk, ritstj.) í um 6.000 míkrómól og hélst hátt í nokkrar klukkustundir.

 

Í öðru lagi sýndu rannsóknir að erýtrítól stuðlaði að myndun blóðtappa í músum og þeir sáu einnig að hættan á blóðtappa jókst þegar þeir bættu sætuefninu í blóðsýni úr mönnum.

LESTU EINNIG

Hins vegar neitar Duane Mellor, talsmaður breskra samtaka sykursjúkra að neysla sætuefnisins sé hættuleg.

 

Hann telur að mikill meirihluti fólks muni aldrei borða nógu mikið erýtrítól til að blóðþéttni þeirra nái þeim hættulega háu gildum sem rannsókn vísindamanna byggir á.

 

Einnig hafnar forstjóri bandarískra verslunarsamtaka framleiðenda gervisætuefna, Robert Rankin, því að sætuefnið geti verið heilsuspillandi. Hann sagði í samtali við CNN að „niðurstöður þessarar rannsóknar stangist á við áratuga vísindarannsókn sem sýnir að sætuefni með færri kaloríur eins og erýtrítól eru örugg.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is