Maðurinn

Skanni getur sýnt hættu á sjálfsvígum

Vísindamenn hafa fundið sérstakan viðtaka á yfirborði heilafrumnanna sem þeir telja vera í lykilhlutverki þegar kemur að sjálfsvígshugleiðingum. Uppgötvunin getur nýst við að greina áfallastreituröskun eða sjálfsvígshugsanir fyrr og til betri meðferðar af kvillunum.

BIRT: 08/03/2024

Fólk sem þjáist af áfallastreituröskun verður oft fyrir sjálfsvígshugsunum en læknar hafa enn engin tæki sem gagnast gegn því.

Vísindamenn hjá Yaleháskóla í Bandaríkjunum vekja nú vonir um að slíkt gæti verið í augsýn.

 

Vísindamennirnir hafa uppgötvað að einn tiltekinn viðtaki á yfirborði heilafrumnanna virðist gegna lykilhlutverki þegar sjálfsvígshugleiðingar eru annars vegar og þegar einstaklingur hefur mikið af þessum viðtökum sem kallast mGluR5, geti það verið til merkis um sjálfsvígshugsanir.

Aukinn fjöldi viðtakanna mGluR5 (grænt) getur verið merki um sjálfsvígshugsanir.

Heilbrigður einstaklingur
Einstaklingur í sjálfsvígshættu

Fimm heilasvæði lýstu upp

Vísindamennirnir skönnuðu heila 29 einstaklinga með áfallastreituröskun og líka heila 29 heilbrigðra einstaklinga. Fyrir skönnunina voru allir þátttakendur spurðir um sjálfsvígshugleiðingar.

 

Niðurstöðurnar sýndu að á fimm svæðum í heila var aukinn fjöldi mGluR5-viðtaka hjá þeim sem þjáðust af áfallastreituröskun í samanburði við hina heilbrigðu.

 

Jafnframt sáu vísindamennirnir að fjöldi viðtakanna var mestur hjá þeim sem höfðu sjálfvígshugsanir.

 

Mælingar á fjölda mGluR5-viðtaka má þar með nota bæði til að greina áfallastreituröskun og meta sjálfsvígsáhættu sjúklings.

 

Jafnframt gefur uppgötvunin færi á þróun nýrra lyfja sem haft gætu hemil á fjölgun þessara viðtaka.

Þarft þú á aðstoð að halda – Píeta samtökin.

Það er alltaf von. Hafðu samband í síma 552-2218 og við finnum lausnir með þér.

 

Þú ert ekki ein/n/eitt. Margir hafa fundið fyrir sömu tilfinningum og þú ert að upplifa núna en eru enn lifandi í dag. Það er í lagi að tala um sjálfsvígshugsanir.

 

Sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaði eru ekki merki um veikleika heldur mikla vanlíðan og sálrænan sársauka. Allir geta upplifað sjálfsvígshugsanir.

 

Þú getur náð bata. Það er fólk sem getur hjálpað þér og er til staðar fyrir þig. Hafðu samband við Píeta núna. Þú getur einnig haft samband við 1717 eða mætt á neyðarmóttöku geðsviðs.

 

Ef þú ert í bráðri hættu, hafðu strax samband við 112.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© Margaret T. Davis and Irina Esterlis

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Kortagerðarmaður gerði jörðina flata – aftur

Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

Læknisfræði

Vísindamenn útbjuggu blöndu af manni og grís

Maðurinn

Vísindamenn: Hér er efnið sem kveikti líf á jörðinni

Menning og saga

Steinaldarkonur veiddu stór dýr

Lifandi Saga

Gallerí: Hver er einræðisherrann?

Heilsa

Árið 2024 er horfið í aldanna skaut: Hér gefur að líta helstu stórviðburði ársins á sviði vísinda

Náttúran

Topp 5: Hve stórir geta mannapar orðið?

Lifandi Saga

5 ástæður fyrir framgangi íslams

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is