Stökkbreytt gen hjálpar okkur að sofa minna

Ástæðu minni svefnþarfar gæti verið að finna í sérstakri genastökkbreytingu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var af vísindamönnum við Kaliforníuháskóla.

BIRT: 06/07/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eitt gen hefur mikil áhrif á hversu mikinn svefn við þurfum. Það sýna niðurstöður frá rannsóknarteymi frá Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu gen tólf fjölskyldumeðlima, þar sem öll þurftu ekki nema 4,5 tíma svefn á dag. Flest okkar þurfa sjö til átta tíma.

 

Hjá öllum fjölskyldumeðlimum fundu vísindamenn sömu stökkbreytingu í geni sem kallast ADRB1.

 

Eftir uppgötvunina ræktuðu vísindamennirnir hóp rotta með genastökkbreytinguna og í ljós kom að rotturnar sváfu að meðaltali 55 mínútum minna á dag en aðrar rottur.

Stökkbreyting jók mjög virkni í frumuhópi í heilabrúnni sem heldur heilanum vakandi.

Stökkbreyting getur breiðst út

Rannsakendur skoðuðu síðan heilastarfsemi rottanna í svefni og vöku og fundu mun á svæði heilabrúarinnar sem er hluti af heilastofninum.

 

Taugafrumurnar á þessu svæði voru yfirleitt virkari hjá rottunum með erfðabreytinguna þegar þær voru vakandi en hjá öðrum rottum.

 

Niðurstaða vísindamannanna er sú að genið ADRB1 stjórni heilafrumum sem halda okkur vakandi.

 

Það virðist ekki vera neinn ókostur við stökkbreytinguna og því telja vísindamenn að hún geti breiðst út með tímanum svo komandi kynslóðir þurfi minni svefn.

BIRT: 06/07/2022

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is