Stonehenge grafreitur fyrir langt að komna

HInir goðsagnarkenndu steinhringir hafa upplýst einn eina ráðgátu sem sýnir betur hvernig Bretar fortíðar lifðu.

BIRT: 19/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hinir 5.000 ára gömlu steinhringir í Stonehenge á Englandi hafa nú upplýst enn eina ráðgátu.

 

Rétt hjá þessum stórum steinblokkum hafa fundist leifar af brenndum líkum á aldur við mannvirkið og það er orsök þeirrar kenningar að Stonehenge hafi verið minnismerki til heiðurs hinum látnu.

 

Ekki hefur verið vitað af hverjum beinaleifarnar voru, en það er nú upplýst eftir nýjar greiningar enskra fornleifafræðinga.

 

220 km ferðalag

Líkin voru brennd áður en beinin voru grafin og því er ógerlegt að ná úr þeim DNA til greiningar.

Leifar af beinum og höfuðkúpum við Stonehenge eru úr fólki sem bjó í Preseli Hills í Wales í 220 km fjarlægð.

Þess í stað rannsökuðu vísindamennirnir mismunandi ísótóp frumefnisins strontíum.

 

Samsetning þessara ísótópa er mismunandi eftir hvar fólk hefst við og því má líkja við fingraför sem sína hvar við höfum alið manninn síðustu tíu árin.

Greiningar á beinunum sýndu að 5 af 25 líkum voru af fólki sem að öllum líkindum hafði átt heima í Preseli Hills í vesturhluta Wales, um 220 km frá Stonehenge.

 

Hin 15 reyndust frá næsta nágrenni. Niðurstöðurnar sýna að fólk hefur flutt sig talsvert til á Bretlandseyjum fyrir 5.000 árum.

BIRT: 19/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is