Lifandi Saga

Téténía – Áhyggjur Rússa hurfu með jábróður Pútíns

Þannig breyttist áralöng barátta Téténa fyrir því að losa sig úr járnklóm Rússa með faðmlagi Pútíns og Ramzans Kadyrovs.

BIRT: 27/07/2023

Yfir tvö hundruð ára deilur við Rússa hafa verið dýrkeyptar fyrir Téténíu.

 

Hið litla norður-Kákasusfjallaríki og íbúar þess hafa verið ofurliði bornir, fluttir úr landi og að minnsta kosti tvisvar sprengdir sundur og saman af rússneska stórveldinu.

 

Hér er þyrnum stráð leið Téténíu frá Katrínu miklu til Ramzan Kadyrov.

Þyrnir í augum Rússlands

Erfitt getur reynst að koma auga á Téténíu á landakorti yfir stærsta land heims, Rússland.

 

Þetta rússneska sjálfsstjórnarlýðveldi er einungis á stærð við Kúveit og er vel hulið í Kákasusfjöllunum sem teygja sig frá Svartahafi til Kaspíahafs.

 

Téténía er engu að síður risavaxinn þyrnir í augum Rússlands.

 

Undanfarnar tvær aldir hafa íslamskir aðskilnaðarsinnar beitt valdi og ofbeldi í því skyni að losa sig úr járnklóm Rússa og lýsa yfir sjálfstæði Téténíu sem sjálfstæðs íslamsks ríkis.

 

Þetta hefur vægast sagt valdið því að tengslin milli Rússlands og Téténíu hafa verið þrungin spennu og á síðasta áratug 20. aldar varð spennan kveikjan að tveimur blóðugum styrjöldum sem hartnær 160.000 óbreyttir Téténar létu lífið í.

Téténía er sem lítill dropi í hinu rússneska hafi. Téténía liggur norðan við 1.100 kílómetra langan Kákasusfjallgarðinn sem markar landamæri Rússlands og fyrrum Sovétlýðveldanna Georgíu, Aserbaídsjan og Armeníu.

Kákasusstríðin

Téténar eru í hópi minnst 40 ólíkra þjóða sem byggja Kákasusfjöllin, þar sem búa rösklega 20 milljón manns.

 

Minnihlutahópar í Kákasusfjöllunum hafa lotið stjórn ofureflis á borð við Býsanska ríkið, Mongólíu, Persíu, Ósmannaríki og í seinni tíð einnig Rússland.

 

Yfirráð Rússlands yfir Kákasus eiga rætur að rekja allt aftur til áranna upp úr 1760 þegar Katrín mikla keisaraynja lagðist í mikla landvinninga og stækkun rússneska ríkisins.

 

Ætlun hennar var að innlima í Rússland Norður-Kákasus og þar með einnig Téténíu en múslimsku þjóðirnar á svæðinu lögðust gegn innrás Rússa.

 

Þetta varð kveikjan að Kákasusstyrjöldunum sem háðar voru frá árinu 1817 til ársins 1864.

 

Uppreisnarleiðtogi og þjóðhetja í Tététna Imam Shamil gefst upp fyrir rússneska greifanum Baryatinsky þann 25. ágúst árið 1859. Málverk eftir rússneska málarann ​​Alexei Danilovich Kivshenko (1851-1895).

Öðrum megin víglínunnar voru voldugir rússneskir keisarar með sína öflugu heri. Hinum megin víglínunnar var hin fátæka téténeska þjóð  undir forystu hins heilaga Imam Shamil.

 

Téténski uppreisnarherinn var að endingu yfirbugaður árið 1859 og eftir það laut Téténía opinberlega rússneskum yfirráðum.

 

Skammlíft sjálfstæði.

Stríðin skildu Téténíu eftir í rústum.

 

Borgir og þorp höfðu verið brennd til grunna og áætlað er að um helmingur íbúanna hafi látið lífið.

 

Hatrið í garð Rússa gegnsýrði téténsku þjóðina sem mælti á arabíska tungu og var múslimskrar trúar í stað þess að trúa á guð hinna kristnu Rússa.

 

Þegar Lenín komst til valda í kjölfar byltingarinna árið 1917 reyndi hann að bera klæði á vopnin gagnvart múslimum og sjálfstæðistilburðum þeirra.

 

Sérleg yfirlýsing til múslima rússneska ríkisins hljóðaði á þann veg:

 

„Framvegis er ykkur frjálst að leggja stund á trúarbrögð ykkar og siði, auk þess sem þjóðarstofnanir ykkar og menningarstofnanir teljast vera frjálsar og friðhelgar. Byggið upp þjóðlíf ykkar með frjálsum hætti og hindranalaust. Þetta er réttur ykkar“.

Uppreisnarmenn hafa leitað skjóls í illfærum fjallahéruðum í suðurhluta Téténíu þegar sjálfstæðisstríðin hafa geisað.

Innlimað í Sovétríkin

Fjallaþjóðirnar í norðanverðum Kákasusfjöllum, m.a. í Téténíu, tóku nýja kommúnistaleiðtogann á orðinu og lýstu yfir sjálfstæði ríkisins Norður-Kákasus hinn 11. maí 1918.

 

Sjálfstæðið var hins vegar skammlíft. Lenín vildi ekki að Norður-Kákasus hefði algeran sjálfsstjórnunarrétt og árið 1919 sendi hann Rauða herinn inn á svæðið.

 

Þremur árum síðar, þ.e. árið 1922, voru öll Kákasusríkin innlimuð í hin nýstofnuðu Sovétríki.

 

Téténía öðlaðist stöðu sjálfsstjórnarsvæðis og árið 1934 var þetta nýja svæði sameinað nágrannasvæðinu sem ættbálkaþjóðin Ingúsar býr í.

Um Téténíu

Íbúafjöldi: um 1,4 milljónir.

 

Flatarmál: 17,300 km2

 

Tungumál: Téténska og rússneska.

 

Trúarbrögð: Íslamstrú (aðallega súnnítrú).

 

Leiðtogi: Í dag lýtur rússneska hlutalýðveldið stjórn forsetans Ramzan Kadyrov sem verið hefur við völd frá árinu 2007.

Stalín vísar 400.000 Tététnum úr landi

Téténskir ríkisborgarar í höfuðborg Kirgisistans, Bishkek, bíða eftir að verða fluttir heim til Tététníu árið 1957

Rússar höfðu þó enn völdin og sjálfsstjórnin á svæðinu var meira í orði en á borði.

 

Téténskir uppreisnarmenn héldu því áfram baráttunni fyrir sjálfstæði allan 4. áratug síðustu aldar og fram á þann fimmta.

 

Árið 1944 hafði þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Jósef Stalín, fengið sig fullsaddan af ódælum íslömsku minnihlutahópunum.

 

Hann leysti upp lýðveldið og lét flytja íbúana, alls 400.000 Téténa og 90.000 Ingúsa, til Mið-Asíu.

 

Ekki er vitað hversu margir létu lífið í þessum mannflutningum en telja má víst að um 40 hundraðshlutar þeirra hafi látist á leiðinni í óupphituðum vöruflutningavögnum.

 

Sovétmenn sögðu mannflutningana stafa af því að Téténar hefðu verið svikulir og átt í samstarfi við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni.

 

Hin rétta skýring var þó sennilega sú að Jósef Stalín vildi losna við múslimska minnihlutann sem olli honum og Sovétstjórninni ýmsum skráveifum.

 

Eftir fráfall Stalíns árið 1953 afsökuðu Sovétríkin útlegðina opinberlega og árið 1956 öðlaðist Téténía á ný stöðu sem sjálfsstjórnarlýðveldi.

 

Í lok 6. áratugar síðustu aldar höfðu flest allir Téténarnir snúið heim aftur úr útlegðinni.

 

Fyrra Téténastríð

Rússneskur hermaður stendur ofan á fjöldagröf látinna Téténa í þorpinu Saadi-Kotar (rússneska: Komsomolskoye), þar sem fjöldamorð voru framin í seinna Téténastríðinu.

Útlegðin jók sannarlega á hatur Téténa í garð Rússa og næstu áratugina á eftir fór að bera meira á kröfunni um að losa landið undan völdum kommúnistaveldisins.

 

Þegar Sovétríkin leystust upp lýsti Téténía yfir sjálfstæði. Sjálfstæðisyfirlýsingin féll hins vegar ekki í góðan jarðveg hjá hinum nýkjörna forseta Rússlands, Bóris Jeltsín.

 

Samkvæmt rússneskum lögum kemur skýrt fram að 21 sjálfsstjórnaríki Rússlands skuli heyra undir Rússland, jafnvel þótt Sovétríkin væru liðin tíð.

 

Átökin milli klofningslýðveldisins og Rússlands jukust á árunum upp úr 1990 og árið 1994 birtust rússneskir skriðdrekar svo í Téténíu.

 

Næstu 20 mánuðina reyndu Rússar að brjóta andspyrnu Téténa á bak aftur með gríðarlegum hernaðaríhlutunum.

 

Þeim tókst í fyrstu að hrekja uppreisnarseggina upp í fjöllin en síðar meir tókst aðskilnaðarsinnunum að láta rússneska herinn hörfa.

 

Seinna Téténastríð

Téténskur hermaður með hina sundursprengdu forsetahöll í Grosní í bakgrunni (janúar árið 1995)

Árið 1996 samþykktu aðilar beggja að semja um vopnahlé en þetta táknaði í raun að Téténía öðlaðist sjálfstæði.

 

Þetta líkaði Vladimír Pútín engan veginn og þegar hann komst á valdastól árið 1999 lét hann til skarar skríða og seinna Téténastríðið varð að veruleika.

 

Stríðinu lauk opinberlega með sigri Rússa árið 2002.

 

Árið 2005 birtu téténsk yfirvöld opinberar dánartölur styrjaldanna tveggja sem leiddu í ljós að alls 160.000 almennir borgarar hefðu látið lífið í þeim.

 

Bardögum milli Téténa og Rússa lauk þó engan veginn þótt stríðinu teldist vera lokið.

 

Allan fyrsta áratug þessar aldar stóðu téténskir uppreisnarhópar fyrir blóðugum hryðjuverkaárásum.

 

Árið 2002 tóku téténskir uppreisnarseggir rösklega 800 manns í gíslingu í leikhúsi einu í Moskvu.

 

Allir 40 uppreisnarmennirnir eru drepnir af rússneskum sérsveitum. 130 gíslar deyja eftir að hafa andað að sér gasi sem sérsveitarmenn dældu inn í leikhúsið í tilraun til að frelsa þá.

 

Tveimur árum síðar tóku téténskir hryðjuverkamenn 1.300 börn, kennara og foreldra í gíslingu í skóla í Beslan. Alls 344 manns létu lífið en ríflega helmingur þeirra voru börn.

 

Jábróðir Pútíns stýrir Téténíu

Rússland og rússneska sjálfstjórnarlýðveldið Téténía hafa átt í deilum um aldir. Eftir seinna Téténastríðið urðu forsetar Rússlands og Tsjetsjníu, Vladimír Pútín og Ramzan Kadyrov nánir samstarfsfélagar.

Í dag lýtur Téténía stjórn sérlega útvalins pyntingarfants Vladimírs Pútíns, einræðisherrans Ramzans Kadyrovs.

 

Sá var gerður að forseta sjálfsstjórnarlýðveldisins árið 2007 en hann tók við völdum eftir föður sinn, Akhmed Kadyrov sem fórst í sprengjutilræði í téténsku höfuðborginni, Grosní, árið 2004.

 

Sonurinn hafði gegnt hlutverki forseta frá árinu 2004 en gat þó ekki kallast forseti fyrr en árið 2007 því samkvæmt téténskum lögum varð hann að vera orðinn þrítugur til að fá að kalla sig forseta.

 

Á því leikur enginn vafi hverjum Ramzan Kadyrov sýnir hollustu. Þetta kom ekki hvað síst berlega í ljós þegar Rússar réðust inn í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022.

 

Kadyrov lýsir yfir stríði gegn Úkraínu í Prada-stígvélum

Daginn eftir innrásina stóð Kadyrov fyrir fjölmennri hersýningu fyrir framan forsetahöllina í Grosní.

 

Klæddur rándýrum stígvélum frá framleiðandanum Prada og með alskegg, lýsti Kadyrov því yfir að „téténskir stríðsmenn myndu leggja undir sig helstu átakasvæðin í Úkraínu.

 

Hann ráðlagði forseta Úkraínu, Vólódímír Selenskí enn fremur að gefast upp.

 

Á meðan Ramzan Kadyrov er á valdastóli tryggir Pútín Rússlandsforseti að sjálfstæðisbarátta Tétena leiði ekki til þriðja Téténastríðsins.

 

Kadyrov sem er fyrrum hershöfðingi er jafnframt alræmdur pyntinganíðingur sem beitir öllum brögðum til að brjóta óvini sína á bak aftur, einnig fjandmenn Rússa.

 

Árið 2017 innleiddu Bandaríkjamenn efnahagsþvinganir gegn Ramzan Kadyrov.

 

Ástæðuna sagði bandaríski fjármálaráðherrann vera þá að leiðtogi Téténíu væri ábyrgur fyrir drápum, mannshvörfum, pyntingum og misbeitingu valds.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.