Lifandi Saga

Þegar heimurinn trúði á álfa

Ljósmyndasérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að myndir tveggja skólastúlkna af álfum væru ekki falsaðar. Þrátt fyrir að myndirnar líti út fyrir að vera ósannfærandi í dag voru þær af mörgu samtímafólki stúlknanna sönnun um tilvist álfa.

BIRT: 21/02/2023

Cottingley í Norður-Englandi er syfjulegt þorp sem lætur yfirleitt ekki mikið yfir sér.

 

En í tvö ár, frá 1919 til 1921, varð þorpið engu að síður eitt helsta umræðuefnið, fyrst og fremst í Bretlandi en einnig víða um heiminn.

 

Tvær ungar stúlkur, Frances Griffiths og Elsie Wright, höfðu sannað að álfar væru ekki aðeins til í ævintýrum.

 

Fimm ljósmyndir sýndu greinilega að það væru álfar í Cottingley og að stúlkurnar tvær voru meira að segja orðnar góðar vinkonur þeirra.

Elsie Wright hélt því fram, alveg þar til hún var komin á níræðisaldur, að myndirnar væru ósviknar.

Þetta hófst allt árið 1917 þegar hin 16 ára Elsie fékk heimsókn frá 10 ára frænku sinni Frances frá Suður-Afríku.

 

En þrátt fyrir aldursmun urðu stelpurnar tvær góðar vinkonur og vörðu miklum tíma í að leika sér við læk einn. Pabba Elsie til mikillar gremju, sögðust stelpurnar alltaf sjá álfa við lækinn.

 

Og vegna vantrúar föður síns bað Elsie að lokum um að fá lánaða myndavélina hans. Stuttu síðar komu stelpurnar aftur með myndir sem sýndu þær sjálfar og fjóra dansandi álfa á annarri og lítinn hettuklæddan álf á hinni.

LESTU EINNIG

Faðir Elsie var enn ekki sannfærður. En móðirin hafði mikinn áhuga á spíritisma og árið 1919 fór hún með myndirnar á guðfræðifund í Bradford.

 

Hér ollu þær miklu fjaðrafoki, birtust í dagblaðinu og fljótlega barst sagan út um allt land. Stelpurnar voru hvattar til að ná fleiri myndum og náðu þær að taka þrjár myndir til viðbótar.

 

Cottingley álfarnir áttu marga fylgjendur sem töldu þá sönnun fyrir tilvist yfirnáttúrulegra fyrirbæra. Nokkrir sérfræðingar lýstu því yfir að ekki væri um ljósmyndafölsun að ræða sem þegar var þekkt á þeim tíma.

Bókmenntaverk Arthur Conan Doyle fjölluðu m.a. um fantasíur, vísindaskáldskap, endurminningar og spíritisma.

Conan Doyle varði álfana

Höfundur Sherlock Holmes var mikill fylgjandi trúnni á líf eftir dauðann og tilvist náttúruanda.

 

Conan Doyle var ákafur talsmaður og fylgjandi áreiðanleika myndanna og skrifaði bók um málið sem kom út árið 1921. Doyle lést árið 1930, algerlega sannfærður um tilvist álfa.

Hins vegar voru líka vantrúaðir gagnrýnendur sem töldu sig geta séð skýr merki um falsanir. Stúlkurnar sjálfar stóðu fastar á sögu sinni í marga áratugi.

 

Málið var fyrst endanlega upplýst árið 1983, þegar frændsystkinin viðurkenndu að þetta hefði allt verið svik.

 

Álfarnir voru klipptir út úr barnabók og festir með nálum og þráðum á grös, blóm og trjágreinar. Myndirnar tóku þær að mestu leyti sér til skemmtunar en þegar allir fóru skyndilega að trúa þeim þorðu þær ekki að játa hið sanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Glenn Hill/Getty Images. © Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is