Maðurinn

Þeir gráðugu eru ríkari – en fátækari af því sem er skiptir meira máli

Samkvæmt hollenskri rannsókn er líklegt að græðgin geti gert þig ríkan. En á móti er oftast skortur á því sem skiptir meira máli.

BIRT: 14/02/2023

Á listanum yfir dauðasyndirnar sjö er græðgi númer tvö og hefur í aldaraðir verið tengd slæmri hegðun og skuggalegum karaktereinkennum.

 

Græðgi er almennt talinn ljótur og leiðinlegur eiginleiki sem er óaðlaðandi og beinlínis skaðlegur öðru fólki. Græðgi er þó talin örva framleiðni og hagvöxt.

 

Græðgi getur reyndar verið góð

Því má skoða græðgi frá mismunandi sjónarhornum, en nánast allar rannsóknir sem gerðar eru á þessu sviði beinast að áhrifum græðginnar á annað fólk eða á samfélagið í heild.

 

Spurningin er hvaða áhrif græðgi hefur á einstaklinginn sjálfan? Þetta vildi hópur hollenskra vísindamanna skoða nánar og í því skyni rannsökuðu þeir 2.367 Hollendinga á aldrinum 16 til 95 ára.

 

Spurt um allt frá kynlífi til launa

Þátttakendur þurftu að fylla út spurningalista með margvíslegum upplýsingum sem gerðu rannsakendum kleift að meta umfang græðgi og hversu mikil eigingirni lág þar að baki.

 

Auk þess þurftu þátttakendur að veita upplýsingar um lífshamingjuna, persónulegar tekjur sem og tekjur allrar fjölskyldunnar, fjölda barna, lengd lengsta ástarsambandsins og fjölda bólfélaga.

 

Meiri peningar, meiri óhamingja

Í gögnunum sem safnað var kom fram að aukin græðgi tengdist hærri tekjum. Gráðugir einstaklingar höfðu almennt átt fleiri bólfélaga en þeir sem voru minna gráðugir – en þeir eignuðust færri börn og ástarsambönd þeirra voru entust ekki eins lengi. Mikilvægast var þó að græðgi tengdist minni lífshamingju.

 

„Í stuttu máli getum við dregið þá ályktun að græðgi er gagnleg þegar kemur að því að auka tekjur, en hún veitir ekki neina hamingju,“ skrifuðu hollensku vísindamennirnir í vísindatímaritið Personality and Social Psychology Bulletin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Fimm verstu mengunarslys sögunnar

Náttúran

Pálmaolía – hvað er pálmaolía? Og hvernig er hún unnin?

Heilsa

Er nauðsynlegt að bursta tennur?

Alheimurinn

Þess vegna getum við aldrei séð endamörk alheimsins: Geimurinn vex í burt frá okkur

Náttúran

Hve hár er hæsti foss Jarðar?

Alheimurinn

Byggilegustu pláneturnar: 24 plánetur taka jörðinni fram

Alheimurinn

Af hverju eru engar stjörnur grænar?

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is