Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Rannsókn sýnir nákvæmlega hvernig ský baktería þyrlast upp úr klósettskálinni og svífur um herbergið.

BIRT: 21/03/2024

Tilgangur þess að sturta niður í klósetti er að sjálfsögðu að koma innihaldinu í fráveituna.

 

Og það er það sem gerist en einnig hið gagnstæða.

 

Þegar þú sturtar niður þyrlast gríðarleg mergð baktería upp í loftið og dreifist um herbergið.

 

Þetta var vitað fyrir en rannsókn sem birt var í Scientific Reports tekur á smáatriðunum um í bakteríuskýið þegar sturtað er niður.

 

Hópur vísindamanna frá háskólanum í Colorado Boulder notaði leysiljós til að greina það sem við sjáum ekki með berum augum: hugsanlega heilsuspillandi ský sem dreifist frá klósettinu og út í umhverfið.

 

Horfðu á myndskeið af salernistilraun vísindamannanna hér:

Litlar agnir geta borist í lungun

Tilraunin sýndi ýmislegt óþægilegt.

 

Í fyrsta lagi gátu agnirnar skotist út á 2 metra hraða á sekúndu og náð 1,5 metra út fyrir klósettið á aðeins átta sekúndum.

 

Stærstu droparnir setjast á yfirborð innan nokkurra sekúndna en smærri, léttari agnirnar svífa um í loftinu í einhverjar mínútur.

 

Ekki nóg með það. Samkvæmt rannsókninni gátu minni agnirnar komist í gegn vörn nefháranna og náð alla leið niður í lungu fólks sem voru nálægt klósettinu.

 

Tilraun vísindamannanna fór fram á rannsóknarstofu og þeir sprautuðu aðeins vatnsögnum út í loftið.

 

En á raunverulegu klósetti eru bakteríur eins og e-coli bakteríur sem finnast í þörmum okkar, C-difficile bakteríur sem geta valdið niðurgangi og nóróveira sem getur valdið iðrasýkingu.

Agnaský dreifist úr klósettinu þegar þú sturtar niður.

Auðvelt að loka augunum fyrir þessu

Bakteríusprengingin er með öðrum orðum ekki aðeins óþægileg heldur einnig mögulega heilsuspillandi.

 

Agnirnar geta lent á andliti þínu eða á húðinni – eða komist í snertingu við hluti á baðherberginu eins og tannburstann þinn.

 

„Ef þú sérð það ekki er auðvelt að láta eins og það sé ekki til,“ segir prófessor John Crimaldi við háskólann í Colorado Boulder, höfundur rannsóknarinnar.

 

„En eftir að hafa séð þessi myndskeið er erfitt að loka augunum fyrir því sem gerist,“ segir hann og segir að hann voni að rannsóknin muni stuðla að aukinni meðvitund fólks um þessar bakteríusprengjur klósettsins.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Patrick Campbell/CU Boulder.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.