Maðurinn

Þess vegna verðum við þreytt af að hugsa of mikið

Nýleg frönsk rannsókn leiddi í ljós að þegar heilinn starfar af fullum krafti verndar hann sjálfan sig með því að losa boðefni sem gerir okkur þreytt.

BIRT: 29/11/2024

Margir þekkja sennilega þá tilfinningu að vera alveg úrvinda eftir langan dag sem fólst í lausn verkefna, skjávinnu og mikilli heilastarfsemi.

 

Nú hafa franskir vísindamenn komist að raun um að andleg þreyta á rætur að rekja til offramleiðslu á boðefninu glútamati sem gerist þegar heilinn hefur erfiðað í margar klukkustundir.

Markmiðið er að varðveita virkni heilans

Mathias Pessiglione, hvatningarfræðingur

Afleiðingar offramleiðslunnar verða þær að heilinn reynir að losa sig við nokkur verkefni sem reynast honum ofraun.

 

Þetta leiðir það af sér að í forgang eru sett einfaldari verkefni sem taka til skammtímaþarfa umfram það að einblína á langtímamarkmið og meiri hagnað.

 

Heilinn ver sig sjálfur

Þegar heilinn kemst á yfirsnúning hrannast upp eiturefni í framheilanum og í heilaberkinum.

 

Þarna á skipulagning aðgerða okkar sér stað og offramleiðsla glútamats bitnar á boðefnunum sem leiðir af sér óljósari hugsanir.

 

Hvatningarfræðingurinn og meðhöfundur rannsóknarinnar, Mathias Pessiglione, vísindamaður við Paris Brain Institute, ICM, útskýrir ferlið í fréttatilkynningu á eftirfarandi hátt:

 

„Niðurstöður okkar hafa leitt í ljós að vitræn vinna leiðir af sér raunverulega starfsgetubreytingu sem felst í uppsöfnun skaðlegra efna og því er örmögnun skilaboð til okkar um að stöðva vinnuna í því skyni að varðveita starfsgetu heilans“.

 

Áður töldu margir vísindamenn að heilinn, eftir andlega krefjandi vinnu, óskaði eftir eins konar umbun sem fælist í því að snúa sér að einfaldari verkefnum.

 

Bókstafir klukkustundum saman

Rannsóknin fólst í að mæla efnavirkni með segulómun á frumeindastigi í heila alls 40 einstaklinga einn tiltekinn dag sem einkenndist af vinnu við sérlega skilgreind verkefni og streituþrep.

 

Þátttakendunum 40 var skipt í tvo hópa sem látnir voru inna af hendi mjög krefjandi og síður krefjandi vitræn verkefni sem stóðu yfir í sex klukkustundir með tveimur stuttum hléum.

Glútamat er eitt algengasta taugaboðefnið og skiptir sköpum fyrir taugamót heilans.

Krefjandi verkefnið gat t.d. verið fólgið í að horfa á nokkra bókstafi breytast á hálfrar annarrar sekúndu fresti og bregðast svo við þegar bókstafurinn sem birtist þremur bókstafarunum áður, birtist á nýjan leik.

 

Vísindamennirnir sem fylgdust með prófununum gátu greint líkamlega þreytu á þann hátt að sjáöldur augnanna þöndust síður út en gátu einnig greint hana á sjálfri glútamatframleiðslunni sem torveldaði þátttakendunum að horfa fram á við.

 

Svefn kemur efnunum í jafnvægi

Auk þess að leggja stund á þreytandi hugsanir voru þátttakendurnir einnig látnir svara spurningum um hvort þeim t.d. hugnaðist betur að fá eina litla greiðslu hér og nú eða hærri greiðslu að nokkrum mánuðum liðnum.

 

Þeir þátttakendur sem voru með mikið magn af glútamati í framheilanum og í heilaberkinum völdu í meira mæli að fá greiðsluna strax en þeir sem tilheyrðu hinum hópnum.

 

Vísindamennirnir að baki rannsókninni binda m.a. vonir um að aðrar rannsóknir kunni að útskýra betur samhengið á milli vitræns þrýstings annars vegar og þess hvernig við getum læknað streitu hins vegar.

 

Enn sem komið er getum við lítið gert við takmörkunum náttúrunnar gagnvart því að geta hugsað skýrt um langa hríð.

 

Mathias Pessiglione útskýrði þó að gamalkunnar aðferðir á borð við svefn og hvíld séu rétta leiðin, því löngu hafi verið sannað að glútamat hreinsist úr taugamótum heilans á meðan við sofum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

Shutterstock,© Shutterstock / KateStudio

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is