Þjófur skar höfuðið af frægu tónskáldi

Joseph Haydn varð eitt frægasta tónskáld Austurríkis. Höfuðkúpa hans hlaut öllu undarlegri örlög.

BIRT: 21/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Nokkrum dögum eftir útför tónskáldsins Joseph Haydns læddist maður nokkur inn í kirkjugarðinn. Hann opnaði gröf tónskáldsins og skar hálfrotið höfuðið af líki hans.

 

Þjófur þessi var á vegum kunningja Haydns, þeirra Josephs Rosenbaum og Johanns Peter.

 

Þeir vildu kanna hvort lesa mætti í snilligáfu Haydns á hrufum og sprungum höfuðkúpunnar. Kúpan var hreinsuð og henni stillt upp hjá Peter og síðan hjá Rosenbaum.

Joseph Haydn (1732-1809) varð eitt frægasta tónskáld Austurríkis – og höfuðkúpan hans líka.

Þegar 11 árum síðar var ákveðið að heiðra Haydn með veigameiri grafreiti uppgötvaðist þjófnaðurinn. Grunur féll fljótlega á þá Peter og Rosenbaum og húsrannsókn var gerð heima hjá þeim.

 

Rosenbaum náði að fela hauskúpuna í rekkju sinni og fékk eiginkonu sína til að sitja í henni meðan leitin fór fram. Hauskúpan fannst því ekki. En félagarnir létu yfirvöld samt hafa aðra hauskúpu sem var lögð i kistu Haydns.

 

MYNDSKEIÐ: Höfuðkúpufræðingar leituðu að snilligáfu Haydns

Það var fyrst árið 1954 sem hin rétta höfuðkúpa dúkkaði upp – eftir að hafa farið milli margra eigenda – og var sú eftir 145 ár sameinuð eiganda sínum. Enginn fjarlægði þó hina hauskúpuna.

 

Gröf Haydns inniheldur því núna tvær hauskúpur.

BIRT: 21/06/2023

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Thomas Hardy/Store Norske Leksikon/Public Domain

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is