Tifstjörnur kasta geislasprengjum

Vísindamenn hafa nú í einu tilviki borið kennsl á uppruna dularfullrar, ofursterkrar útvarpsgeislunar sem berst um geiminn í stuttum, öflugum blossum. Geislunin barst frá ofurtifstjörnu í Vetrarbrautinni.

BIRT: 11/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í fyrsta sinn hafa vísindamenn fundið uppsprettu eins þeirra dularfullu útvarpsblossa sem hefur valdið stjörnufræðingum miklum höfuðkláða síðustu 13 ár.

 

Fyrirbrigðið er nefnt FRB (Fast Radio Burst) og þess varð fyrst vart 2007. Síðan hefur það gerst allnokkrum sinnum en án þess að stjörnufræðingar hafi getað greint hvaðan blossinn kemur.

Blossi um Vetrarbrautina þvera

Ofurtifstjarna í Vetrarbrautinni reyndist vera upprunastaður FRB – gríðarlega öflugs útvarpsbylgjublossa.

 

1. Geislun afhjúpar stjörnuna

Ofurtifstjarnan SGR 1935+2154 er þekkt uppspretta bæði röntgengeislunar (blátt) og gammageislunar (rautt).

 

2. Útvarpsblossi berst af stað

Óþekkt ferli skapar FRB-blossa (blátt). Blossinn varir aðeins í eina millisekúndu en er 30.000 ár að ná til jarðar.

 

3. Uppruninn afhjúpaður

Útvarpsbylgjusjónaukinn CHIME í Kanada greinir blossann og stefnan sýnir að hann átti uppruna í þessari ofurtifstjörnu.

Þetta eru örstuttir en gríðarlega öflugir blossar útvarpsgeislunar og hafa fram að þessu verið álitnir ættaðir úr stjörnuþokum í milljóna eða milljarða ljósára fjarlægð, án þess að vísindamenn gætu að öðru leyti áttað sig á upprunanum.

 

Uppruninn 30.000 í ljósára fjarlægð

Þetta er nú breytt. Stjörnufræðingar við Chime-útvarpsbylgjusjónaukann í Kanada greindu FRB og gátu jafnframt rakið upprunann til Ofurtifstjörnunnar SGR 1935+2154 sem er í 30.000 ljósára fjarlægð og í Vetrarbrautinni.

 

Ofurtifstjörnur eru sérstakar nifteindastjörnur sem verða til eftir að sprengistjarna springur.

Ofurtifstjörnur eru sérstök gerð nifteindastjarna með ofuröflugt segulsvið – oft þúsund milljörðum sinnum sterkara en segulsvið jarðar.

Við allar nifteindastjörnur er öflugt segulsvið, oft þúsund milljörðum sinnum sterkara en segulsvið jarðar en í tíunda hverju tilviki er styrkurinn þúsundfalt meiri en svo. Þetta skipar þeim í sérstakan flokk, ofurtifstjörnur.

Ástæða FRB blossa enn óþekkt

Stjörnufræðingar hafa áður séð röntgen- og gammageislun frá slíkum stjörnum en FRB-blossinn frá þessari ofurtifstjörnu í Vetrarbrautinni var margfalt öflugri. Blossinn stóð aðeins yfir í eina millisekúndu en að styrk samsvaraði hann hálfrar mínútu útvarpsbylgjugeislun frá sólinni.

 

Uppgötvun tiltekinnar uppsprettu FRB-blossa gefur stjörnufræðingum tækifæri til að rannsaka þau ferli sem leysa slíka blossa úr læðingi og komast að því hvers vegna sumar þessara stjarna senda reglubundið frá sér þessa blossa.

BIRT: 11/06/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Jingchuan Yu/Beijing Planetarium, Sophia Dagnello/NRAO/AUI/NSF & André Renard/AFP/Ritzau Scanpix,© McGill University Graphic Design Team

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is