Topp 5 – Hvaða fjall í sólkerfinu er hæst?

Everestfjall er hæsta fjall jarðar, 8.848 metra hátt. En eru til hærri fjöll á öðrum plánetum eða tunglum í sólkerfinu?

BIRT: 03/09/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Olympusfjall, Mars

26 kílómetrar

Hæsta fjall sólkerfisins er á nágrannaplánetu okkar, Mars.

 

Olympusfjall er eldfjall og út frá fjölda loftsteinagíga í kring má reikna út að það hafi síðast gosið fyrir um 25 milljónum ára.

 

Tindur fjallsins hefur fallið saman og myndað sigketil.

 

2. Rheasilviafjall, Vestu

25 kílómetrar

Rheasilvia er loftsteinsgígur á Vestu, næststærsta hnettinum í loftsteinabeltinu milli Mars og Júpíters.

 

Í gígnum miðjum er hið 25 km háa Rheasilviafjall sem líklega hefur myndast úr bráðnu bergi sem eftir atburðinn hefur slengst upp og storknað.

 

3. Miðbaugshryggur, Iapetusi

20 kílómetrar

Eftir miðbaugnum á Iapetusi, tungli Satúrnusar, liggur fjallahryggur sem sums staðar nær 20 km hæð.

 

Cassini-geimfarið uppgötvaði hrygginn 2004 og það er enn mikil ráðgáta hvernig hann hefur myndast. Ein tilgátan er sú að hringur hafi verið á lofti við tunglið en fallið niður.

 

4. Verona Rupes, Míröndu

20 kílómetrar

Verona Rupes á Míröndu, tungli Úranusar er fjórða hæsta fjall í sólkerfinu og jafnframt hæsta lóðrétta fall fram af klettum.

 

Fjallið gæti hafa myndast vegna jarðvirkni sem stafar af sjávarfallakröftum frá öðrum tunglum og Neptúnusi sjálfum.

 

5. Boösolefjöll, Io

18 kílómetrar

Á tungli Júpíters, Io, er háslétta sem á eru þrjú fjöll sem einu nafni kallast Boösolefjöll. Það syðsta er 18 km hátt og langhæst.

 

Þótt gos séu algeng á Io er fjallið trúlega til komið vegna mikilla skorpuhreyfinga.

BIRT: 03/09/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© NASA/JPL-Caltech/UCLA/MPS/DLR/IDA/PSI,© NASA/JPL/Space Science Institute,© John E Foster/SPL,© NASA/JPL/USGS

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is