1. Olympusfjall, Mars

26 kílómetrar
Hæsta fjall sólkerfisins er á nágrannaplánetu okkar, Mars.
Olympusfjall er eldfjall og út frá fjölda loftsteinagíga í kring má reikna út að það hafi síðast gosið fyrir um 25 milljónum ára.
Tindur fjallsins hefur fallið saman og myndað sigketil.
2. Rheasilviafjall, Vestu

25 kílómetrar
Rheasilvia er loftsteinsgígur á Vestu, næststærsta hnettinum í loftsteinabeltinu milli Mars og Júpíters.
Í gígnum miðjum er hið 25 km háa Rheasilviafjall sem líklega hefur myndast úr bráðnu bergi sem eftir atburðinn hefur slengst upp og storknað.
3. Miðbaugshryggur, Iapetusi

20 kílómetrar
Eftir miðbaugnum á Iapetusi, tungli Satúrnusar, liggur fjallahryggur sem sums staðar nær 20 km hæð.
Cassini-geimfarið uppgötvaði hrygginn 2004 og það er enn mikil ráðgáta hvernig hann hefur myndast. Ein tilgátan er sú að hringur hafi verið á lofti við tunglið en fallið niður.
4. Verona Rupes, Míröndu

20 kílómetrar
Verona Rupes á Míröndu, tungli Úranusar er fjórða hæsta fjall í sólkerfinu og jafnframt hæsta lóðrétta fall fram af klettum.
Fjallið gæti hafa myndast vegna jarðvirkni sem stafar af sjávarfallakröftum frá öðrum tunglum og Neptúnusi sjálfum.
5. Boösolefjöll, Io

18 kílómetrar
Á tungli Júpíters, Io, er háslétta sem á eru þrjú fjöll sem einu nafni kallast Boösolefjöll. Það syðsta er 18 km hátt og langhæst.
Þótt gos séu algeng á Io er fjallið trúlega til komið vegna mikilla skorpuhreyfinga.