1 Persaflóastríðið 1991, Kúvæt.
11.000.000 tunnur af olíu. Írakski herinn vildi koma í veg fyrir landgöngu BNA-hersins. Olíu var hellt í sjóinn þar sem landgöngu var von. Þegar Írakar flýðu svo, kveiktu þeir í öllum olíulindum í Kúvæt.
2. Lakeview Gusher, Kaliforníu, BNA, 1910-11.
9.000.000 tunnur af olíu. Dæla í olíuborholu lét undan þrýstingi og olían sprautaðist upp í loftið í heilt ár.
3. Deepwater Horizon, Mexíkóflóa, 2010.
4.900.000 tunnur af olíu. Sprenging í borpalli olli leka á næstum 2 km dýpi.
4. Ixtoc, Campecheflóa í Mexíkó, 1979.
3.300.000 tunnur af olíu. Biluð dæla olli þrýstingi og síðan sprengingu.
5. Atlantic Empress, Vestur-Indíum, 1979.
2.100.000 tunnur af olíu. Öll olían lak úr tankskipinu Atlantic Empress eftir árekstur.
VERT AÐ VITA
Olíulekarnir fimm eru taldir upp eftir magni olíu sem hafði lekið.
Olíutunnan samsvarar 159 lítrum.