Topp 5 / Hvaða olíuleki var stærstur?

Fimm stærstu olíulekar heims hafa samanlagt losað u.þ.b. 30,3 milljónir tunnur af olíu. Þetta samsvarar tæpum 5 milljörðum lítra. Hér er listi yfir fimm stærstu olíulekana.

BIRT: 24/08/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

1 Persaflóastríðið 1991, Kúvæt.

11.000.000 tunnur af olíu. Írakski herinn vildi koma í veg fyrir landgöngu BNA-hersins. Olíu var hellt í sjóinn þar sem landgöngu var von. Þegar Írakar flýðu svo, kveiktu þeir í öllum olíulindum í Kúvæt.

 

2. Lakeview Gusher, Kaliforníu, BNA, 1910-11.

9.000.000 tunnur af olíu. Dæla í olíuborholu lét undan þrýstingi og olían sprautaðist upp í loftið í heilt ár.

 

3. Deepwater Horizon, Mexíkóflóa, 2010.

4.900.000 tunnur af olíu. Sprenging í borpalli olli leka á næstum 2 km dýpi.

 

4. Ixtoc, Campecheflóa í Mexíkó, 1979.

3.300.000 tunnur af olíu. Biluð dæla olli þrýstingi og síðan sprengingu.

 

5. Atlantic Empress, Vestur-Indíum, 1979.

2.100.000 tunnur af olíu. Öll olían lak úr tankskipinu Atlantic Empress eftir árekstur.

VERT AÐ VITA

Olíulekarnir fimm eru taldir upp eftir magni olíu sem hafði lekið.

Olíutunnan samsvarar 159 lítrum.

BIRT: 24/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is