Náttúran

Tröllvaxin baktería sést með berum augum

Vísindamenn hafa uppgötvað risavaxna bakteríu á fenjasvæði á einni af eyjum Karabíska hafsins. Hún er 5.000 sinnum stærri en flestar aðrar bakteríur og hegðar sér allt öðruvísi en aðrar bakteríur.

BIRT: 07/01/2023

Ný bakteríutegund fannst á fenjasvæði á eyju í franska Guadeloupe-eyjaklasanum í Karabíska hafinu. Uppgötvunin kemur sérfræðingum alveg í opna skjöldu en hún hefur nú verið birt í tímaritinu Science.

 

Lengd þessa einfrumungs er á borð við augnhár en lengsta bakterían sem fannst var tæpir 2 cm að lengd. Þessa bakteríu má sjá með berum augum og hún líkist litlu, hvítu hári.

 

Langflestar bakteríur sjást aðeins í smásjá og geta verið um 2 míkrómetrar að lengd. Áður hafa reyndar fundist bakteríur allt upp í 200 míkrómetra langar og vísindamenn hafa talið það vera mestu mögulega stærð bakteríu.

 

Þá hugmynd leggur nýja bakterían í rúst með lengd upp á allt að 20.000 míkrómetra.

 

„Hún er mörg þúsund sinnum stærri en venjulegar bakteríur. Að því leyti mætti líkja þessu við að rekast á mann sem væri á hæð við Everestfjall,“ segir sjávarlíffræðingurinn og aðalhöfundur rannsóknarinnar, Jean-Marie Volland hjá Lawrence Berkeley-rannsóknastöðinni.

Hin nýfundna risabaktería minnir á mjótt, hvítt hár. Hún er einfrumungur og 5.000 sinnum stærri en venjulegar bakteríur.

Lifir á breinnisteini

Nánar tiltekið er bakterían meira en 5.000 sinnum stærri en flestar aðrar bakteríur sem á þátt í nafngiftinni Thiomargarita magnifica sem þýða mætti sem „mikilfengleg brennisteinsperla“.

 

Eins og nafnið bendir til er þetta brennisteinsbaktería sem lifir á ólífrænum brennisteinssamböndum ásamt því að taka til sín súrefni eða nítrat.

 

Hún sest að á blöðum, ostruskeljum, glerflöskum eða plastpokum, brýtur niður brennistein í vatninu og umbreytir í brennisteinssýru.

 

Þegar vísindamennirnir sáu þessa bakteríu fyrst, álitu þeir að hún tilheyrði svonefndum heilkjörnungum, þeim frumum sem saman mynda fjölfrumunga, bæði dýr og plöntur.

 

En við skoðun í öflugri rafeindasmásjá kom í ljós að hana skorti hin klassísku einkenni slíkra frumna, svo sem skýrt afmarkaðan frumukjarna og þær efnaskiptaeiningar sem kallast orkukorn.

Í rafeindasmásjá er vel hægt að sjá rýmin í bakteríuþræðinum. Það eru þessi rými sem losna þegar bakterían fjölgar sér.

Harður nagli

Aðrir eiginleikar komu líka á óvart.

 

Innan í þessari risavöxnu bakteríu reyndist vera flókin uppbygging. Í dæmigerðri bakteríu er aðeins einn DNA-strengur, í þessari bakteríu reyndust þeir skipta hundruðum.

 

Erfðaefnið skiptist í mismunandi himnur sem annars er eitt af einkennum heilkjörnunga. Bakterían virðist því skiptast í mörg hólf og það veldur því að hún nær þessari stærð.

 

Eins eru þessar bakteríur hörkutól. Rannsakendum hafa getið unnið með þær án þess að þær liðist í sundur.

 

Það kom líffræðingum einnig í opna skjöldu hvernig þær fjölga sér.

 

Venjulega eru bakteríur í svokölluðum frumuþráðum þar sem fjöldi baktería eru saman í langri keðju. Hjá Thiomargarita magnifica er þráðurinn ein stór fruma.

 

Ekki hættulegt mönnum

Rannsakendum hefur ekki enn tekist að rækta nýju bakteríurnar á rannsóknarstofu og því verður að finna fleiri í hvert sinn sem þessi risi er rannsakaður.

 

Þrátt fyrir óhugnanlega stærð sína eru vísindamennirnir ekki áhyggjufullir og segja hana ekki hættulega mönnum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

Thomas Tyml,© Jean-Marie Volland/Lawrence Berkeley National Laboratory,© Olivier Gros/Université des Antilles in Guadeloupe

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.