Lifandi Saga

Uppgötvanir ollu ofmati lækna

Geislavirkum geislum var beint í augu sjúklinga með augnsýkingu og getuleysi var meðhöndlað með „róandi riðstraums“ beltum. Áhugasamir læknar hafa stundum verið aðeins of ákafir í að tileinka sér nýjar og óprófaðar uppfinningar.

BIRT: 17/03/2023

Þegar Thomas Edison kynnti rafmagnsdreifikerfi sitt árið 1881, var heimurinn að springa af spenningi yfir þessu nýja undri. Rafmagn væri greinilega hægt að nota í allt – jafnvel í læknavísindum.

 

Geðlæknar meðhöndluðu móðursjúkar konur með því að nudda kynfæri þeirra með rafmagnstitrurum. Og rafbelti áttu að endurheimta kyngetu karlmanna með því að senda „róandi riðstraum“ í gegnum fjölskyldudjásnið.

 

Árið 1902 var í auglýsingatexta fyrir eitt af rafbeltunum því lýst hvernig tækið gæti læknað „veikleika, sjúkdóma eða slappleika í kynfærum, hver sem orsökin var“.

Örlítill úði með taugaeitrinu DDT og þá var litla stúlkan laus við lýsnar.

Þó flest tækin hafi verið hreint út sagt gabb voru þau frekar skaðlaus.

 

Því miður er ekki hægt að segja það sama um aðrar vísindabyltingar sem læknavísindin nýttu ákaft í baráttunni gegn hvers kyns meindýrum: Þegar tilraunir árið 1939 sýndu að taugaefnið DDT drap moskítóflugur og lús á áhrifaríkan hátt var DDT dufti úðað af miklum móð á alla – allt frá litlum börnum til frelsaðra fanga í útrýmingabúðum.

 

Og þegar svissneskur efnafræðingur uppgötvaði sælulyfið LSD, þá ávísuðu læknar og geðlæknar í góðri trú sýruferðir sem lækningu við áfengissýki, glæpsamlega hegðun og geðklofa.

 

Lömunarveikisjúklingar enduðu í járnkistu

Þegar lækna vantaði réttu lyfin leituðu þeir til uppfinningamanna og verkfræðinga sem m.a. sýndi sig í baráttunni gegn lömunarveiki. Í hvert sinn sem mænusóttarfaraldur gekk yfir heiminn voru sérfræðingar ráðalausir.

 

Árið 1916 kostaði sjúkdómurinn 6.000 mannslíf og um 27.000 manns lömuðust í Bandaríkjunum einum saman. Mænusótt lagðist oftast á börn og lamaði miðtaugakerfi þeirra þannig að þau dóu úr súrefnisskorti þegar lungnavöðvarnir urðu óvirkir.

 

Þegar bandaríski verkfræðingurinn Philip Drinker bjó til fyrstu öndunarvél heimsins árið 1927 hófu læknar að nota tækið strax. Árið 1928 var átta ára stúlka sú fyrsta sem sett var í öndunarvélina.

 

Lömun stúlkunnar hafði valdið því að lungun féllu saman og var hún meðvitundarlaus þegar barnalæknar ákváðu að prófa vélina á henni. Innan nokkurra sekúndna byrjaði hún að anda og komst aftur til meðvitundar.

Sjúklingar líktu járnlunga við líkkistu.

Lömunarveikissjúklingar voru fastir í járnlungum árum saman

Líf í málmkistu – það var það sem mænusóttarsjúklingar þurftu að þola til að lifa af hinn óttalega sjúkdóm sem lamaði miðtaugakerfið. Þessi stóra vél hjálpaði sjúklingunum að anda.

 

Læknar voru máttvana gegn lömunarveiki þar til bóluefni var þróað árið 1955. Sjúkdómurinn lamar öndunarvöðva í maga og brjósti. Þeir sem verst urðu fyrir barðinu dóu úr súrefnisskorti á meðan aðrir fengu banvæna lungnabólgu vegna þess að þeir gátu ekki kyngt mat og slími á réttan hátt, heldur sogaðist það allt niður í lungun.

 

Áhuginn var því mikill þegar verkfræðingurinn Philip Drinker kynnti járnlungað árið 1927 – öndunarvél sem gæti haldið lömuðum sjúklingum á lífi, jafnvel þótt þeir gætu ekki andað sjálfir. Járnlungað virkaði með því að hylja allan líkamann í málmkassa. Með jákvæðum og neikvæðum þrýstingi til skiptis þrýsti vélin brjóstum sjúklinganna upp og niður þannig að þeir gátu andað.

 

Sjúklingarnir voru lokaðir inni í járnlunganu í mörg ár, ófærir um að hreyfa sig. Þrátt fyrir að lömunarveiki lami mænu og heilastofn, geta sjúklingar samt fundið snertingu, séð, fundið lykt og heyrt. Því fengu margir spegil settan á járnlungað sitt til að geta séð það sem var að gerast í kringum þá.

Fljótlega var farið að nota tækið um allan heim. Járnlungað gat ekki læknað lömunarveiki en það gat hjálpað sjúklingum að anda og þannig haldið þeim á lífi.

 

Öndunartækið fékk fljótt viðurnefnið járnlungað þar sem sjúklingarnir voru lokaðir inni í stórum málmkassa án möguleika á nokkurri hreyfingu. Lömunarveikir lágu lamaðir og hjálparvana í mörg ár án nokkurs möguleika um bata. Nokkrir sjúklingar fengu svo alvarlega lungnabólgu að þeir létust þrátt fyrir allt.

 

LSD átti að lækna alkóhólisma

Auk rafmagnstækja og véla hefur vafasömum lyfjum oft verið lýst sem nýjum undralyfjum læknavísindanna.

 

Árið 1898 hóf þýska lyfjafyrirtækið Bayer til dæmis að selja heróín sem hóstasýróp. Efnið var m.a. notað til að meðhöndla kvef hjá börnum. Bayer markaðssetti einnig heróín sem lyf við morfínfíkn án þess að vera ávanabindandi.

 

Árið 1910 voru ungir Bandaríkjamenn hins vegar löngu búnir að átta sig á því að með því að mylja heróínpillurnar í duft og anda þeim að sér náðu þeir mikilli vímu og í kjölfarið voru pillurnar teknar af markaði.

 

Önnur efni sem við þekkjum í dag sem ýmsar tegundir fíkniefna voru einnig upphaflega þróuð sem lækningalyf.

 

Þegar svissneski efnafræðingurinn Albert Hofmann fékk smá lysergic acid diethylamide (LSD) á húðina árið 1943, upplifði hann fyrsta sýrutripp heims. Sannfærður um að lyfið hefði jákvæð áhrif á geðsjúkt fólk sendi Hofmann ókeypis LSD sýni til lækna og geðlækna um allan heim.

 

Á árunum þar á eftir var LSD notað sem lyf við geðklofa, glæpum og alkóhólisma. Læknar töldu að LSD veitti sjúklingum meiri sjálfsvitund með því að brjóta niður andlegar hömlur þeirra. Á sjöunda áratugnum var LSD lýst ónothæft sem lyf þar sem það getur ýtt undir geðrof og hefur efnið nú formlega verið fjarlægt úr verkfærakassa geðlækninga.

Svefnsýki meðhöndluð með arseniki

Örvæntingarfullir læknar gáfu sjúku fólki sprautur með lyfjum sem eyðilögðu sjóntaugina og gerðu u.þ.b. 10 prósent sjúklinga blinda.

 

Afrísk svefnsýki smitast með tsetse flugunni, ræðst á miðtaugakerfið og veldur alvarlegri sýkingu í heilanum. Þegar sjúkdómurinn varð 250.000 manns að aldurtila í Úganda í upphafi 20.aldarinnar reyndu læknar að berjast gegn veikinni með lyfinu Atoxyl.

 

Lyfið var leyst upp í vatni og sprautað í sjúklingana. Hins vegar inniheldur Atoxýl arsen sem getur myndað eitruð efnasambönd og myndað arsenik. Í of stórum skömmtum getur arsenik leitt til blóðrásarbilunar og dauða. Arsenik getur einnig eyðilagt æðar í sjóntauginni og oft endaði meðferðin á því að margir sjúklinganna urðu blindir.

Atoxýl

Lyfið Atoxyl blindaði sjúklingana.

Tsetse fluga

Afrísk svefnsýki smitast af tsetse flugunni.

Börn voru sprautuð með taugalyfjum

Á sama áratug og Hofmann gerði tilraunir með LSD, tóku læknar að nota næstum jafn umdeilt efni. Efnafræðingurinn Paul H. Müller uppgötvaði í dýratilraunum að efnið DDT réðst á og gerði út af við taugakerfi bjöllutegunda og skordýra.

 

Áður en langt um leið var DDT notað til að berjast gegn malaríu og taugaveiki með því að drepa moskítóflugur og lús sem bera þessa sjúkdóma í fólk. Taugaeitrið sló í gegn í síðari heimsstyrjöldinni og varð gríðarlega vinsælt í Kyrrahafinu þar sem bandaríski herinn hafði misst fleiri menn úr malaríu en bardögum við japanska herinn. Með samþykki lækna sprautaði bandaríski herinn einnig hvíta DDT duftinu á frelsaða, lúsasmitaða fanga útrýmingarbúða á öllum aldri.

Eistu drengjafóstra þroskast ekki eðlilega ef móðirin er úðuð með DDT.

Eftir stríðið hófu bandarísk heilbrigðisyfirvöld að útrýma malaríu í suðurhluta Bandaríkjanna. Mörgum tonnum af DDT var úðað á veggi heimila fólks og bæði börn og fullorðnir úðuð með duftinu. Áhrifin voru eftirtektarverð: frá 1946 til 1952 fækkaði árlegum malaríutilfellum úr einni til sex milljón tilfella í Bandaríkjunum í aðeins tvö tilfelli. Og með samþykki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar var DDT notað frá Evrópu til Asíu. Árið 1948 hlaut Paul H. Müller Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á DDT. Rökstuðningurinn var: „DDT er án efa efni sem hefur þegar varðveitt líf og heilsu hundruð þúsunda“.

 

Hins vegar hefur taugaefnið banvænar afleiðingar. Rannsóknir frá t.d. Háskólanum í Kaliforníu sýnir að konur sem fengu DDT eru í fimmfalt meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein á meðan karlkyns fóstur mynda ekki eðlileg eistu ef móðirin er úðuð með DDT á meðgöngu. Hið umdeilda taugaefni var því bannað víðast hvar á Vesturlöndum á níunda áratugnum en er ennþá notað til að berjast gegn malaríu í sumum þróunarlöndum.

 

Svefnlyf eyðilagði fósturþroska

Efnafræði var líka illmennið í einu stærsta lyfjahneyksli allra tíma. Árið 1957 setti vestur-þýska lyfjafyrirtækið Grünenthal á markað pillu við taugaveiklun og svefnleysi.

 

Að sögn Grünenthal var Contergan-pillan svo mild að jafnvel börn gátu borðað hana. Pilluöskjurnar voru seldar um allt Vestur-Þýskaland án lyfseðils eða læknis.

 

Þegar barnshafandi konur uppgötvuðu að Contergan létti á morgunógleði varð svefnlyfið gríðarlega vinsælt.

 

Lyfið var selt í um 45 löndum undir hinum ýmsu nöfnum. Alls staðar var grunnefnið í pillunni efnið thalidomide sem átti eftir að reynast hafa banvænar aukaverkanir.

 

Í Vestur-Þýskalandi fæddust um 5.000 til 7.000 ungbörn án eða með vanskapaða útlimi og 40 prósent lifðu ekki til eins árs. Alls fæddust í heiminum um 10-15.000 börn án handleggja og fóta vegna þess að mæður þeirra höfðu tekið talidomíð á meðgöngu.

 

Ástralski fæðingarlæknirinn William McBride og þýski barnalæknirinn Widukind Lenz voru þeir fyrstu til að gruna að thalidomid væri ástæðan árið 1961. Fljótlega komust læknar að því að 50 prósent mæðra sem fætt höfðu vansköpuð börn höfðu tekið lyfið á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og var pillan tekin af markaði.

Þúsundir barna fæddust með vanskapaða handleggi og fætur vegna pillu ætlaðri gegn morgunógleði.

Pillan við ógleði og svefnleysi leiddi til vanskapaðra barna

Seint á sjötta áratugnum varð nýtt lyf fljótt vinsælt meðal barnshafandi kvenna þar sem það dró úr morgunógleði.

 

Læknar þess tíma urðu forviða þegar mæðrum sem höfðu tekið pillurnar, fæddust vansköpuð börn. Sérfræðingar voru sannfærðir um að efnið í pillunni gæti ekki borist frá móður til fósturs og fyrirtækið á bak við pilluna hafnaði allri gagnrýni þar sem engin tilraunadýr hefðu drepist við prófun lyfsins.

 

Síðari tilraunir hafa sýnt að talídómíð hindrar ensímvirkni ákveðins próteins sem er nauðsynlegt við þróun fósturs, bæði hjá dýrum og mönnum.

 

Pillan var tekin af markaði árið 1961 eftir að fæðingar- og barnalæknar vöruðu við þessari hættu.

Sjón eyðilögð af geislavirkum geislum

Auk eiturs og ýmissa efna innihalda vopnabúr og lyfjaskápar lækna einnig geislavirkni.

 

Þegar þýskir vísindamenn klufu fyrsta atómið árið 1938 voru læknar fljótir að koma þessari nýju uppgötvun í gagnið. Á fimmta áratugnum voru geislavirkir geislar notaðir í t.d. meðhöndlun augnsjúkdóma.

 

Beta geislum frá geislavirkri tegund strontíums sem kallast strontium-90, var beint í augu sjúklinga sem þjáðust af allt frá augnbólgu til glærubólgu.

 

Meðferðin skilaði aðeins 50 prósenta árangri og aukaverkanirnar reyndust nokkuð alvarlegar: sjúklingurinn missti oft sjónina á auganu sem meðhöndlað var og fékk í versta falli beinakrabbamein.

Lestu meira um skelfilegar meðferðir

  • Trent Stephens & Rock Brynner: Dark Remedy: The Impact of Thalidomide, Basic Books, 2001

 

  • Richard Tren: The Excellent Powder: DDT’s Political and Scientific History, Dog Ear Publishing, 2010

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRÖM

© Hulton Archive/Getty Images,© Keystone/All Over,© Farmacia Museo Aramburu, © getty images, ,

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is