Útlagar réðu ríkjum í villta vestrinu

Þegar elsti bróðir þeirra Emmett, Gratton og Bob Dalton, Frank, var drepinn við skyldustörf, ákváðu þeir að feta í fótspor hans. Það reyndist hins vegar þrautinni þyngri en þeir héldu að vera réttu megin við lögin.

BIRT: 02/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar hestaþjófur skaut og drap Frank Dalton, 28 ára varaskerfara í nóvember 1887, völdu þrír af yngri bræðrum hans, Grat, Bob og Emmett, að taka upp starf hans sem eftirlitsmenn laganna.

 

Þrátt fyrir göfugan ásetning áttu bræðurnir erfitt með að halda sig réttu megin við lögin.

 

Þeir neyddust brátt til að hætta störfum en náðu fljótt fótfestu sem ógnvænlegir útlagar.

Hinir alræmdu Daltonbræður voru eftirlýstir fyrir meðal annars morð, rán og hestaþjófnað

Eftir að hafa framið fjölda banka- og lestarána í Oklahoma án mikils fjárhagslegs árangurs ákvað Daltongengið að ræna tvo banka á sama tíma í heimabæ sínum, Coffeyville, Kansas.

 

Með þessari djörfu áætlun vonuðust þeir í eitt skipti fyrir öll að geta safnað nægu fé til að lifa áhyggjulausu lífi og setjast í helgan stein.

 

En þegar ránin stóðu yfir söfnuðust vopnaðir borgarar saman fyrir framan báða bankana og þegar meðlimir glæpagengisins komu út braust út stuttur en harður skotbardagi.

 

Fjórir borgarar létu líf sitt og Dalton-gengið missti fjóra af meðlimum sínum,  Bob Dalton, Grat Dalton, Bill Powers og Dick Broadwell.

 

Emmett Dalton var skotinn 23 sinnum en lifði af og fékk lífstíðardóm fyrir brot sín. Hann var hins vegar náðaður 14 árum seinna og lifði – réttu megin við lögin – til ársins 1937.

BIRT: 02/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is