Var farþegaskipið Lusitania með vopn um borð?

Lusitania flutti mögulega leynilegan og sprengifiman farm sem var ætlaður í vopnaframleiðslu í fyrri heimsstyrjöldinni.

BIRT: 03/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

1.198 fórust þegar breska farþegaskipinu Lusitaniu var sökkt af þýskum kafbáti árið 1915.

 

Sumir sagnfræðingar telja að þetta mikla mannfall megi kenna leynilegum vopnafarmi.

 

Einungis eitt tundurskeyti hitti í mark en eftir sprenginguna varð langtum öflugri sprenging í lestum Lusitaniu. Gufuskipið sökk á einungis 18 mínútum.

 

 

Lusitania var sökkt í fyrri heimsstyrjöld af þýska kafbátinum U - 20 sem hitti skipið með einu tundurskeyti suður af Írlandi þann 7. maí 1915.

Farmskrár sýna að Lusitania flutti skotfæri og íhluti til sprengjugerðar en þetta getur alls ekki hafa valdið sprengingunni í lestinni.

 

Þess í stað telja sumir sagnfræðingar að dularfullur farmur sem taldi einhver 90 tonn af „svínakjöti, osti og smjöri“ hafi verið á leiðinni í tilraunastöð hersins.

 

Aðrir telja að Bretar hafi breytt farmskránni eftir slysið, þannig að fullbúnar sprengjur hafi verið skráðar sem íhlutir í sprengjugerð.

 

Ekki bætir úr skák að bresk yfirvöld halda skýrslum enn leynilegum 100 árum eftir að Lusitania sökk.

BIRT: 03/04/2023

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Bridgeman

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is