Search

Vertu leikstjóri drauma þinna

Skýrir draumar eru draumar sem þú ert meðvitaður um og getur sjálf/ur haft áhrif á gang mála. Sumir hafa meðfædda hæfileika til að dreyma mjög skýra drauma en með þremur einföldum æfingum geturðu aukið líkurnar á að dreyma slíka drauma sjálf/ur.

BIRT: 26/05/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Gleymdu martröðum og hlakkaðu til ljúfra drauma þar sem þú stjórnar hvað gerist. Það hljómar eins og – já, draumur – en það er í raun hægt að þjálfa sig í að stjórna aðgerðum og atburðarás sem þróast í draumsvefni.

 

Fyrirbærið kallast skýrir draumar og u.þ.b. 20 prósent fólks hefur upplifað þá. Fólk með skýra drauma er yfirleitt ekki bara gott í að sjá í gegnum drauma sína, heldur er það oft líka betra í að greina og endurspegla raunveruleikann á meðan það er vakandi.

 

Þessar þrjár aðferðir til að upplifa skýrari drauma eru allar vísindalega sannaðar og þú munt ná bestum árangri með því að sameina þær allar.

1. Skoðaðu raunveruleikann nokkrum sinnum á dag

Rannsóknir hafa sýnt að hæfileikinn til að vera meðvitaður um og stjórna hugsunarferlum sínum er sá sami hvort sem við erum vakandi, okkur dreymir eða erum að nota ímyndunarafl okkar.

 

Á daginn geturðu því lagt það í vana þinn að greina á milli draums og raunveruleika með því til dæmis að athuga hvort spegilmynd þín lítur eðlilega út, hvort klukkan telji sekúndurnar rétt og hvort þú getir andað þó þú haldir fyrir nef þitt og munn.

 

Smám saman mun heilinn venjast því að gera sömu raunveruleikaskoðun í svefni, þannig að þú verður meðvitaðri þegar þig byrjar að dreyma og dreymir í kjölfarið skýran draum.

2. Vaknaðu, vertu viss um að þú sért vakandi og farðu svo aftur að sofa

Okkur dreymir meira í lok svefntímans, þegar þörfin á djúpsvefni hefur verið fullnægt. Þess vegna eykur þú líkurnar á skýrum draumum ef þú eykur andlega skerpu þína á þessum tiltekna tíma.

 

Þú getur gert þetta með því að stilla vekjaraklukkuna á að vekja þig fimm tímum eftir háttatíma og vaka í 30 mínútur áður en þú ferð að sofa aftur. Á meðan þú ert vakandi verður þú að tryggja að þú örvir hugsanir þínar og skynfæri eins og hægt er með því til dæmis að lesa bók, stunda kynlíf eða hugleiða.

 

Loks þegar þú sofnar aftur í kjölfarið og byrjar að dreyma eru auknar líkur á að þig dreymi skýran draum.

3. Þekktu drauma þína og vertu viðbúinn

Með MILD (Mnemonic Induction of Lucid Dreams) aðferðinni æfir þú þig fyrst í að muna drauma þína og finna svokallað draumamerki sem kemur oft fyrir í draumum en ekki í raunveruleikanum.

 

Það gæti til dæmis verið að í draumum ratarðu ekki eða kemur eitthvað mikið á óvart sem gerist sjaldan í vöku.

 

Þegar þú ferð að sofa verður þú að einbeita þér að því að vera meðvitaðri um þetta draumamerki og þú verður að ímynda þér að þegar þú sérð draumamerkið og segir við sjálfa/n þig: „Þetta er draumamerkið mitt, mig dreymir núna og ég er fullkomlega við stjórnvölin.“

BIRT: 26/05/2023

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock. © Shutterstock & Lotte Fredslund

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is