Læknisfræði

Vísindamenn yngja húðfrumur um 30 ár

Sérstök blanda próteina getur snúið tímanum til baka um 30 ár í húðfrumum manna. Í nýrri rannsókn tókst vísindamönnum líka að endurvekja kollagenframleiðslu og sáragræðslu í gömlum frumum.

BIRT: 02/11/2022

Húðin breytist stöðugt.

 

Þú ert ekki nema 18 ára þegar hægfara öldrun húðarinnar hefst. Húðfrumurnar fara nú smám saman að draga úr framleiðslu próteinanna kollagens og elastíns. Þetta veldur því að húðin tekur hægt og bítandi að slakna og hrukkast.

 

En nú hafa vísindamenn hjá Barbraham-háskóla í Cambridge fundið aðferð til að má út 30 ára öldrun í húðfrumunum og mögulega líka breyta því hvernig alvarleg sár verða meðhöndluð í framtíðinni.

 

Þekktur kokteill snýr tímanum aftur í tímann

Í rannsókninni notuðu vísindamennirnir sérstaka próteinblöndu sem er þekkt undir heitinu „Yamanaka-þættirnir“.

 

Það var japanski stofnfrumusérfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Shinya Yamanaka sem fyrstur uppgötvaði virkni þessara próteina árið 2007.

 

Hann notaði alls fjögur mismunandi prótein til að þróa fullþroskaðar húðfrumur til baka í óþroskaðar og ósérhæfðar frumur – svonefndar stofnfrumur. 

Árið 2012 fékk japanski stofnfrumurannsóknarmaðurinn Shinya Yamanaka frá Kyoto háskólanum Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir uppgötvun sína á því hvernig hægt er að endurforrita þroskaðar húðfrumur í ósérhæfðar eða svokallaðar fjölhæfar stofnfrumur.

Slík þróun húðfrumu til baka í stofnfrumu tekur um 50 daga. En með aðferð Yamanakas glata frumurnar upphaflegri virkni sinni – hætta sem sagt að hegða sér eins og húðfrumur.

 

Þetta er að sjálfsögðu vandamál ef ætlunin er að nota þessa próteinablöndu til meðhöndlunar.

 

Aðeins 13 dagar voru nóg

Í tilraunum sínum tókst vísindamönnunum að leysa þá gátu hvernig unnt væri að nota Yamanaka-þættina til að snúa öldrun húðfrumna við án þess að ganga svo langt að þær glötuðu hæfni sinni.

 

Vísindamennirnir fengu húðfrumur þriggja einstaklinga um fimmtugt og höfðu þær í próteinablöndunni í 13 daga. Eftir það fengu húðfrumurnar að þróast óáreittar. 

Stofnfrumur eru meistarar umbreytinga

Stofnfrumur eru sérstakur hópur frumna sem eru ósérhæfðar og geta því umbreyst í hvaða 200 – 300 sérhæfðu frumur líkama okkar t.d húðfrumur. Myndin sýnir smásjá á svokölluðum fjölhæfum stofnfrumum.

Rauði hluti myndarinnar sýnir eitt af fjórum próteinum sem kallast Yamanaka þættirnir.

Þegar húðfrumurnar voru teknar til skoðunar síðar og nákvæmar mælingar gerðar, kom í ljós að þær hegðuðu sér eins og húðfrumur fólks sem var 30 árum yngra: Þær framleiddu t.d. mun meira kollagen sem byggir upp líkamsvefi.

 

Þegar frumurnar voru settar í gervisár í rannsóknastofu, græddu þær sárið miklu hraðar en gamlar frumur.

 

Vísindamennirnir vonast til að þetta leiði af sér alveg nýja meðhöndlun á t.d. alvarlegum brunasárum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Wikimedia Commons. © Wikimedia Commons. ©Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is