Lifandi Saga

10 af skæðustu bókum sögunnar

Lísa í Undralandi, Ódysseifur og Biblían – listinn yfir skaðlegar bækur sem hafa verið bannaðar er lengri en þú heldur. Nasistar töldu jafnvel Bamba hættulegan og fleygðu á bálið.

BIRT: 03/01/2023

Hæfni hins skrifaða orðs til að breiða út nýja hugsun og óþægilegan sannleika hefur árþúsundum saman gefið höfundunum tækifæri til að hafa áhrif.

 

Oft hafa konungar, kirkjan eða stjórnmálamenn litið á tilteknar bækur sem ógn og reynt að koma í veg fyrir útgáfu til að halda völdum og vernda sína eigin heimssýn fyrir gagnrýni.

 

Ritskoðun og bókabrennur tilheyra ekki aðeins fortíðinni. Baráttan fyrir frelsi listamanna og bókahöfunda stendur enn í dag.

1. Sálmar Satans – 1988

Dauðadómur vegna bókar

Bók indversk-fædda rithöfundarins Salmans Rushdie fjallar um indverska innflytjendur í London en í henni er víða vísað í íslam og Kóraninn. Þessar tilvísanir vöktu reiði margra múslíma sem álitu bókina vera guðlast.

 

Bókin var strax bönnuð í mörgum löndum og víða brennd á báli. Málið tók þó á sig óhugnanlega mynd þegar leiðtogi Írans, ayatollah Khomeini kvað upp dauðadóm, „fatwa“, yfir Rushdie og lofaði 2,5 milljónum dollara hverjum þeim sem framfylgdi dauðadómnum. Viðbrögð þessa æðsta klerks stöfuðu trúlega af því að hann hafi ætlað að auka vinsældir sínar.

 

Dómurinn hafði miklar afleiðingar. Sá sem þýddi bókina á japönsku lét lífið fyrir hnífstungu óþekkts ódæðismanns 1991, sprengjur voru sprengdar í mörgum bókaverslunum og Rushdie sjálfur þurfti að vera í felum og með lífverði í marga áratugi en varð þó fyrir lífshættulegri árás nýlega. Írönsk stjórnvöld drógu í land varðandi dóminn 1998 en verðlaunin eru þó enn í fullu gildi.

 

Ágúst 2022: Ráðist á Salman Rushdie í New York

Salman Rushdie var að búa sig undir að halda kynningu fyrir framan um 2.500 manns í fræðslumiðstöðinni Chautauqua Institution í vesturhluta New York föstudaginn 12. ágúst 2022, þegar maður stökk skyndilega fram úr mannfjöldanum og réðist á höfundinn með hníf.

 

Maðurinn náði að stinga Rushdie um 10 sinnum áður en starfsfólk og áhorfendur náðu að stöðva hann. Rithöfundurinn var fluttur á sjúkrahús í nágrenninu þar sem hann var strax tekinn í aðgerð og síðar settur í öndunarvél. Hann lifði þetta af en hlaut alvarleg meiðsli og missti annað augað .

2. Biblían – 1233

Jakob 1. af Aragóníu var ekki einn um að banna biblíuþýðingar. Biblían var fyrst þýdd á ensku í lok 13. aldar en bönnuð 1409.

Kirkjan brenndi Biblíuna

Á miðöldum var ekki ætlast til að almenningur gæti lesið hinar heilögu ritningar og kirkjan setti sig því upp á móti öllum þýðingum af latínu.

 

„Ef Biblían væri öllum aðgengileg, yrði hún annað hvort ekki metin að verðleikum eða misskilin af ólærðu fólki,“ sagði Gregor 7. páfi árið 1080.

 

Konungar og furstar voru sammála en enginn gekk þó jafn hart fram og Jakob 1. af Aragóníu sem 1233 bannaði þýðingu Biblíunnar á spænsku.

 

Árið eftir lýstu biskupar landsins því yfir að bannað væri að eiga þýdda Biblíu. Bókina skyldi brenna innan 8 daga, annars yrði eigandi meðhöndlaður sem villutrúarmaður. Þessi yfirlýsing þýddi að málið færi fyrir sjálfan rannsóknarréttinn sem kaþólska kirkjan hafði þá nýlega komið á fót.

 

Þrátt fyrir bannið streymdu Biblíur á spænsku inn yfir landamæri Aragóníu, t.d. faldar í vínkössum. Banninu var ekki aflétt fyrr en á 19. öld og þá fyrst varð Spánverjum leyfilegt að lesa Biblíuna á móðurmálinu.

3. Raunir Werthers unga – 1775

„Far vel! Ég sé enga aðra leið út úr þessu volæði en gröfina,“ segir Werther við vin sinn í skáldsögunni áður en hann sviptir sig lífi.

Sjálfsvígsbylgja olli ótta

Þýska skáldið Johann Wolfgang von Goethe setti Evrópu á annan endann 1774 með skáldsögunni „Raunir Werthers unga“. Sagan lýsir vonlausri ást Werthers á hinni fögru Lottu sem hann getur ekki fengið þar eð hún er öðrum lofuð. Sagan endar á sorglegu sjálfsvígi Werthers og það er sett fram sem sönnun fyrir ólæknandi ást hans.

 

Ungt fólk las söguna og varð svo heltekið af tilfinningaríkri aðalpersónunni að „Werthers-æði“ greip um sig og ungir menn vildu lifa og klæðast eins og fyrirmyndin.

 

Skömmu eftir að bókin kom út fylgdu fyrstu frásagnirnar af sjálfsvígum. Sagt var að ungir menn skytu sig með bókina í hönd. Frásagnirnar voru vafalaust yfirdrifnar en þær sköpuðu ótta, ekki síst meðal kirkjunnar manna.

 

„Hugsið ykkur í Guðs bænum hve margir ungir menn gætu endað eins og Werther,“ þrumaði þýski presturinn Johann Goeze. Borgarstjórnin í Leipzig bannaði bókina 1775 eftir að ósk um það barst frá guðfræðideild háskólans. Bókin var líka bönnuð í Danmörku og Ítalíu og varð ekki leyfileg aftur fyrr en 1825.

4. Elskhugi Lady Chatterley – 1928

Þegar bókin kom loks út í löglegri útgáfu í Bretlandi 1960, seldist allt upplagið á einum degi.

Grófyrði særðu sómakenndina

Skáldsagan „Elskhugi Lady Chatterley“ vakti mikla reiði þegar hún kom út 1928. Lýsingarnar á heitu ástarsambandi yfirstéttarkonunnar Constance Chatterley og skyttunnar Olivers Mellor. Nákvæmar kynlífslýsingar og frjálsleg kyntjáning varð til þess að bókin var bönnuð í mörgum löndum eða ritskoðuð svo rækilega að hún varð nánast óþekkjanleg.

 

Í Bandaríkjunum varð bókin fyrir barðinu á svonefndum Comstock-lögum. Þau höfðu verið sett 1873 að frumkvæði póstmeistarans Anthonys Comstock og bönnuðu „ósiðlegt, klámfengið eða dónalegt“ innihald í póstsendingum.

 

Leiðin til hóruhússins liggur um bókina,“ sagði Comstock og lögin bitnuðu m.a. á tímamótaverki James Joyce, Ódysseifi (1921) og miðaldaverkinu „Canterbury Tales“.

 

Margir útgefendur létu reyna á lögin og 1959 hafði útgefandi Lady Chatterley betur fyrir dómi, trúlega vegna tíðarandans. Öllum hömlum var létt af útgáfu bókarinnar. Dómurinn markaði endalok Comstock-laganna og árið eftir varð bókin líka lögleg í Englandi.

5. Vopnin kvödd – 1929

„Vopnin kvödd“ varð að kvikmynd 1932. Filman varð mjög vinsæl og fékk tvenn Óskarsverðlaun.

Hvorki stríð né kynlíf leyfilegt

Í skáldsögunni „Vopnin kvödd“ frá 1929 lýsir bandaríski höfundurinn Ernest Hemingway ástarsambandi milli bandaríska sjúkrabílstjórans Frederic Henry og ensku hjúkrunarkonunnar Catherine Barkley í blóðbaði fyrri heimsstyrjaldar.

 

Sagan túlkaði óþol heillar kynslóðar gagnvart stríðinu en var bönnuð á Ítalíu vegna þess að þar var lýst niðurlægjandi tapi í orrustunni um Caporetto. Á Írlandi mislíkaði mönnum að sagan skyldi lýsa kynlífi og þungun utan hjónabands. Írar höfðu losnað undan áþján Englendinga 1922 og lögðu mikla áherslu á sérstöðu sína sem kaþólsk þjóð. Fjórum árum síðar stofnuðu stjórnvöld „Nefnd gegn vondum bókmenntum“.

 

Að undirlagi nefndarinnar var komið á ritskoðun og á næstu árum voru fjölda margar bækur bannaðar, m.a. eftir H.G. Wells, John Steinbeck og William Faulkner. Flestar bækurnar voru leyfðar á ný upp úr 1960 en lögin gilda enn og árið 2016 bitnaði bannið á bókinni „The Raped Little Runaway“ eftir Jean Martin.

6. Lísa í Undralandi – 1931

„Lísa í Undralandi“ hefur verið þýdd á 174 tungumál og talin hafa selst í meira en 100 milljón eintökum.

Talandi dýr voru of mikið í Kína

Í Kína er löng hefð fyrir bókabrennum. Fyrsti keisarinn, Qin Shi Huangdi, er árið 213 f.Kr., sagður hafa látið brenna bækur sem gengu gegn lífsskoðunum hans. Eftirmenn hans næstu 2.000 árin létu hiklaust brenna bækur sem þeir álitu geta grafið undan veldi sínu.

 

Árið 1931 var röðin komin að hinni sígildu sögu enska höfundarins Lewis Caroll, „Lísa í Undralandi“, sögunni um Lísu sem fer inn í kanínuholu og fellur niður í furðulegan undraheim. Yfirmaður kommúnistastjórnar í Hunan-héraði var ósáttur við að dýr gætu talað.

 

„Dýr eiga ekki að tala mannamál. Það erógnvænlegt að setja menn og dýr á sama stall.“ Þannig hljóðaði gagnrýnin.

 

Sumir vísindamenn telja að vísu að bannið hafi fremur stafað af óbeinni gagnrýni bókarinnar á valdamenn.

 

Á hippatímabilinu á Vesturlöndum á 7. áratugnum var „Lísa í Undralandi“ gagnrýnd fyrir að ýta undir fíkniefnaneyslu. Hinn afbrigðilegi heimur bókarinnar leiddi börn til að langa að prófa ofskynjunarlyf eins og hipparnir, var þá sagt.

7. Bambi – 1936

Bókabrennur nasista komust fyrir alvöru á skrið 1933 þegar nasistinn og bókavörðurinn Wolfgang Herrmann gaf út listann „Listi yfir bækur sem rétt er að brenna“.

Hjartarkálfur á flótta álitinn hættulegur

Flestir þekkja Bamba, litla hjartarkálfinn í teiknimynd Disneys en myndin byggist á bók sem alls ekki var ætluð börnum.

 

Í sögu austurríska höfundarins Felix Salten „Bambi – skógarlíf“ er hjartarkálfurinn á sífelldum flótta undan veiðimönnum og öðrum dýrum sem hæðast að honum fyrir að sýna tilfinningar sínar. Salten skrifaði bókina 1922 – áður en gyðingahatur og pólitísk átök breiddust út í Þýskalandi og Austurríki. En það er auðvelt að sjá veiðimennina fyrir sér sem SA-menn, brúnstakka Hitlers.

 

Salten hitti svo vel í mark að 1936 skipaði Hitler svo fyrir að öll eintök bókarinnar skyldu brennd. Eyðileggingin varð svo mikil að það er ekki fyrr en á síðari árum sem mönnum hefur tekist að finna upphaflega texta bókarinnar. Útgáfa Disneys byggðist á umskrifuðum texta frá 1928.

 

Bambi var síður en svo eina bókin sem nasistar bönnuðu. Titlarnir skiptu þúsundum, bækur sem lýstar voru skaðlegar og skyldi eytt. Einungis þann 10. maí 1933 fóru um 25.000 bindi á bálið.

8. Mein Kampf – 1940

„Mein Kampf“ kom út í Japan 1932, ári á undan ensku útgáfunni.

 Nasistar bönnuðu sitt eigið barátturit

Barátturit Hitlers, „Mein Kampf“ var nánast til á hverju heimili í Þriðja ríkinu. En eftir að nasistar töpuðu stríðinu bönnuðu sigurherrar bandamanna bókina.

 

Það var sambandsríkið Bayern sem framfylgdi banninu þar eð það fékk útgáfufyrirtæki nasista „í arf“ og þar með útgáfuréttinn að bókinni. Í 70 ár sá Bayernríki um að hindra allar tilraunir til útgáfu. 

 

Þegar höfundarrétturinn rann út, 31. desember 2015, kom bókin aftur út í Þýskalandi. Gagnrýni, m.a. frá hópum gyðinga varð þó til þess að Amazon hætti að selja bókina 2020. Þeirri ákvörðun var síðar breytt og bókin er nú aftur fáanleg.

 

Það eru þó ekki bara andstæðingar Hitlers sem reynt hafa að hindra útbreiðslu bókarinnar. Árið 1940 stöðvuðu nasistar sjálfir útgáfu bókarinnar í þeim löndum sem þeir höfðu lagt undir sig. Í „Mein Kampf“ útlistaði Hitler nefnilega skoðanir sínar á íbúum nágrannalanda Þýskalands og hvaða örlög hann ætlaði þeim. Nasistar óttuðust að sú þekking myndi kynda undir andspyrnuhreyfingu í hersetnum ríkjum.

9. Lýsistrata – 1967

„Lýsistrata“ er stundum talið feminískt verk en í leikritinu er þó ekkert síður gert gys að konum en körlum.

2.500 ára gömul bók var bönnuð í Grikklandi

Gríska gamanleikjaskáldið Aristofanes skrifaði skarpar háðsádeilur á samtíma sinn. Í Lýsiströtu beinir hann hvössum penna sínum að stríðinu milli Aþenu og Spörtu. Í gamanleiknum er Aþenukonan Lýsistrata orðin svo þreytt á getuleysi karlamannanna til að binda endi á blóðsúthellingarnar að hún grípur sjálf til aðgerða og konur í Aþenu og Spörtu gera með sér sáttmála um að neita mönnum sínum um kynlíf þar til stríðinu ljúki.

 

Grikkirnir skellihlógu að bröndurunum í leikritinu og svo auðvitað því að kona skyldi verða til þess að bjarga Aþenu sem var algerlega fráleit hugmynd meðal Forn-Grikkja, þar sem konur voru einskis metnar.

 

Á síðari tímum þótti ekki öllum þetta jafn skemmtilegt. Þegar nasistar réðust inn í Grikkland 1941 bönnuðu þeir Lýsiströtu sem þeir óttuðust að gæti styrkt samstöðu Grikkja.

 

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Grikklandi 1967 bannaði líka þennan gleðileik. Herforingjarnir óttuðust að almenningur sækti sér innblástur í leikritið og gerði uppreisn.

10. Maus – 2022

Í „Maus“ er hver þjóð táknuð með dýrategund – gyðingar sem mýs, Þjóðverjar sem kettir og Pólverjar sem svín.

Nekt fórnarlamba ótilhlýðileg

Hægri sinnar í Bandaríkjunum hafa á síðari árum sótt hart að bókum sem þeim þykja skaðlegar. Í janúar 2022 ákváðu skólayfirvöld í McMinn-sýslu í Tennessee að banna teiknimyndaseríuna „Maus“ eftir Art Spiegelmann.

 

„Maus“ fjallar um helförina og örlög ættingja höfundarins sjálfs, m.a. í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Spieglemann notar dýr til að fjalla um efni á borð við skömm og sjálfsvíg.

 

Verkið aflaði honum hinna eftirsóttu Pulitzerverðlauna 1992. En sá heiður gekk ekki í augun á skólayfirvöldum í Tennessee. Þeim þóttu blótsyrðin og teikning af nöktum fanga vera móðgandi.

 

„Maus“ er alls ekki eina bókin sem er bönnuð í Bandaríkjunum og sá listi lengist ár frá ári. Samtökum bandarískra bókasafna (ALA) bárust á árinu 2021 um 330 ábendingar um að fjarlægja bækur með ótilhlýðilegu efni og það var marktæk fjölgun frá árinu áður. Um leið er þetta skýr vísbending um að baráttunni fyrir tjáningarfrelsinu er langt í frá lokið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Else Christensen, Bue Kindtler-Nielsen

© Shutterstock. © Creative Commons & Josep Bracons. © Imageselect. © Keystone/Stringer/Getty Images. © Paramount Pictures. © John Tenniel. © World History Archive/Imageselect. © Ignat Gorazd. © Aubrey Beardsley. © SJbooks/Imageselect. © Rob Croes/Anefo

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.