30.000 ára gamall mammútskálfur birtist upp úr sífreranum

Næstum heill, hærður mammútskálfur uppgötvaðist fyrir tilviljun í sífrera í Kanada. Vísindamenn segja þennan kálf vera eitt heillegasta ísaldardýr sem hefur fundist nokkurn tímann.

BIRT: 10/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar ungur gullgrafari á hinu fræga Klondike-svæði í Kanada rak gröfuskófluna í eitthvað hart neyddist hann til að sækja yfirmann sinn.

 

Í leðjunni sáust greinilega útlínur frosins mammútskálfs – sem nánast var alveg heill, bæði með húð og hári.

 

Steingervingafræðingurinn Dr. Grant Zasula kallaði þetta „merkasta fund í Norður-Ameríku á sviði steingervingafræði,“ í viðtali við CBC-fréttastofuna.

 

Hann starfar í Yukon í Norðvestur-Kanada, einu af alls þremur norðurhéruðum landsins og fékk í hendur mynd af mammútskálfinum sem talinn er kvenkyns, aðeins hálftíma eftir að grafan rakst í þetta ísaldardýr.

 

„Hún er með rana, hún er með hala og agnarlítil eyru. Og fremst er raninn lagaður til að geta slitið upp gras,“ sagði hann við CBC-fréttastofuna.

Fyrir um 30.000 árum gekk þessi mammútskálfur um Yukon-svæðið ásamt villihestum, hellisljónum og risavöxnum sléttuvísundum.

Mammútskálfurinn fannst í Tr‘ondëk Hwëch‘in-héraði sem byggt er frumbyggjum. Kálfurinn hefur þar fengið nafni Nun cho ga sem merkir „stór ungi“ á Hän-tungumálinu sem talað er af frumbyggjum í Yukon og Alaska.

 

Svæði þekkt fyrir ísaldarleifar

Fyrsta skoðun, gerð m.a. af jarðfræðingum hjá Yukon-jarðfræðistofnuninni og Calgaryháskóla, sýnir að Nun cho ga hefur að líkindum látið lífið fyrir um 30.000 árum og síðan varðveist í sífreranum.

Mammútar og hellaljón koma upp úr sífreranum

Í árþúsundir hefur sífreri Síberíu umlukt dýralíf frá tímum ísaldar. Nú bráðnar ísinn og dregur hin fullkomlega varðveittu forsögulegu dýr fram í dagsljósið. Og eitt dýranna er svo vel varðveitt að það var enn með blóð í æðum og þvag í þvagblöðru – eftir 42.000 ár. Smelltu hér og sjáðu myndirnar.

Þótt Yukon-svæðið sé heimsþekkt fyrir ísaldarleifar, er afar sjaldgæft að finna dýr sem varðveist hafa með bæði húð og hári.

 

Svo sjaldséð er það að þetta er í fyrsta sinn sem mammút finnst í næstum heilu lagi í Norður-Ameríku.

 

„Nun cho ga er falleg skepna og ein stórkostlegasta uppgötvun frá ísöld sem gerð hefur verið í heiminum,“ segir Dr. Grant Zazula í fréttatilkynningu.

 

Árið 1948 fundust hlutar af mammútskálfi sem fékk nafnið „Effie“, í gullnámu lengst inni í Alaska. Og árið 2007 fannst annar mammútskálfur sem fékk nafnið „Lyuba“, í sífreranum í Síberíu.

 

Nun cho ga er 140 cm að lengd og örlitlu lengri en kálfurinn sem fannst í Síberíu og vísindamenn telja að hún hafi náð að lifa í um einn mánuð á kanadísku ísöldinni.

BIRT: 10/01/2023

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © AFP/Ritzau Scanpix

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is