Mammútafjölskylda fannst við uppgröft í enskri malarnámu

Afar vel varðveitt bein fimm mammúta fundust við uppgröft skammt frá verkfærum Neandertalsmanna ásamt fleiri dýrum.

BIRT: 06/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Heil loðfílafjölskylda hefur fundist við uppgröft í malarnámu nálægt Swindon í Englandi. Mammútarnir eru taldir hafa verið uppi á ísöld, fyrir 210-220.000 árum. Þetta voru tvö fullorðin dýr, tveir stálpaðir kálfar og einn mjög ungur.

 

Þetta voru steppumammútar, stórvaxnir forfeður síðari loðfíla. Fullvaxið dýr hefur vegið um 8 tonn, karldýr jafnvel meira.

 

Í þessum heimshluta hafa ekki áður fundist svo vel varðveitt loðfílabein og bæði fornleifafræðingar og steingervingafræðingar eru furðu lostnir.

 

Fleira fannst þó en mammútabeinin.

Steináhöld og hundruð mammútabeina, m.a. tennur hryggjarliðir og skögultennur, voru meðal þess sem fannst í malarnámu nálægt Swindon.

Mammútar lágu við hliðina á vísundum og björnum

Auk mammútanna fimm fundust leifar vísunda og bjarna, plöntu- og fræsteingervingar og síðast en ekki síst steináhöld, gerð af Neandertalsmönnum, m.a. vel varðveitt handöxi.

 

Þessi fjölbreytni á sama fundarstað skapar einstætt tímahylki sem gefur sérstaka innsýn í lífsskilyrði á ísöld og fyrri tíma loftslagsbreytingar.

Það voru hjónin Sally og Neville Hollingworth sem uppgötvuðu þennan fornleifafjársjóð en þau eru áhugamenn um steingervinga og voru í leit að sjávarsteingervingum en þau höfðu strax samband við vísindamenn árið 2021, þegar þeim varð ljóst hvað þau höfðu fundið.

 

Samtökin DigVentures hafa síðan annast uppgröftinn. Vísindamenn telja fleira geta leynst í malarnámunni enda ekki búið að kanna nema lítið brot af svæðinu.

BIRT: 06/09/2022

HÖFUNDUR: DENIS RIVIN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © DigVentures.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is