Náttúran

Mammútafjölskylda fannst við uppgröft í enskri malarnámu

Afar vel varðveitt bein fimm mammúta fundust við uppgröft skammt frá verkfærum Neandertalsmanna ásamt fleiri dýrum.

BIRT: 06/09/2022

Heil loðfílafjölskylda hefur fundist við uppgröft í malarnámu nálægt Swindon í Englandi. Mammútarnir eru taldir hafa verið uppi á ísöld, fyrir 210-220.000 árum. Þetta voru tvö fullorðin dýr, tveir stálpaðir kálfar og einn mjög ungur.

 

Þetta voru steppumammútar, stórvaxnir forfeður síðari loðfíla. Fullvaxið dýr hefur vegið um 8 tonn, karldýr jafnvel meira.

 

Í þessum heimshluta hafa ekki áður fundist svo vel varðveitt loðfílabein og bæði fornleifafræðingar og steingervingafræðingar eru furðu lostnir.

 

Fleira fannst þó en mammútabeinin.

Steináhöld og hundruð mammútabeina, m.a. tennur hryggjarliðir og skögultennur, voru meðal þess sem fannst í malarnámu nálægt Swindon.

Mammútar lágu við hliðina á vísundum og björnum

Auk mammútanna fimm fundust leifar vísunda og bjarna, plöntu- og fræsteingervingar og síðast en ekki síst steináhöld, gerð af Neandertalsmönnum, m.a. vel varðveitt handöxi.

 

Þessi fjölbreytni á sama fundarstað skapar einstætt tímahylki sem gefur sérstaka innsýn í lífsskilyrði á ísöld og fyrri tíma loftslagsbreytingar.

LESTU EINNIG

Það voru hjónin Sally og Neville Hollingworth sem uppgötvuðu þennan fornleifafjársjóð en þau eru áhugamenn um steingervinga og voru í leit að sjávarsteingervingum en þau höfðu strax samband við vísindamenn árið 2021, þegar þeim varð ljóst hvað þau höfðu fundið.

 

Samtökin DigVentures hafa síðan annast uppgröftinn. Vísindamenn telja fleira geta leynst í malarnámunni enda ekki búið að kanna nema lítið brot af svæðinu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: DENIS RIVIN

© DigVentures.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is