Beinagrind alheimsins kortlögð

Stjörnufræði

Hinar fjölmörgu stjörnuþokur í geimnum mynda þrívítt netverk utan um risavaxnar tómarúmsbólur.

 

Samkvæmt geimeðliskenningunni er ástæða þessarar dreifingar sú að stjörnuþokurnar eru innbyggðar í eins konar grindverk úr myrku, ósýnilegu “huliðsefni” en massi þess er talinn næstum nífaldur á við allar sýnilegar stjörnur. Nú hefur alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga í fyrsta sinn kortlagt þessa grind huliðsefnisins með því að skoða fjarlægar stjörnuþokur gegnum Hubble-sjónaukann.

 

Alls hefur Hubble skoðað um 500.000 stjörnuþokur og þessar athuganir sýna að byggingarlag grindarinnar kemur nákvæmlega heim við kenninguna. Hinar lýsandi stjörnþokur haldast við þessa ósýnilegu grind vegna aðdráttaraflsins frá huliðsefninu.

 

Þessi vinna grundvallaðist á þeirri staðreynd að ljósið fer í gegnum huliðsefnið, sem um leið sveigir það aðeins af leið og stefna ljóssins er því örlítið skekkt þegar það berst alla leið til Hubble-sjónaukans. Þessi áhrif er ekki unnt að mæla með sjónaukum á jörðu vegna truflana í gufuhvolfinu.

 

(Visited 37 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR