Náttúran

Blóðormurinn býr til sínar eigin kopartennur

Hvernig blóðormurinn fær eitraðar kopartennur sínar hefur lengi verið vísindamönnum hulin ráðgáta. En nú hafa 20 ára rannsóknir leitt í ljós að ormurinn smíðar sjálfur tennunar með sérstöku próteini.

BIRT: 05/06/2022

Fjórar tennur blóðormsins líta út eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu og eru alveg einstakar í dýraríkinu. Eitruðu svörtu tennurnar eru úr kopar.

 

Eftir tveggja áratuga rannsóknir vita vísindamenn nú að blóðormurinn býr til kopartennur sínar með einföldu próteini,

 

Hópurinn á bak við skýrsluna vonast til að hægt sé að nota þetta prótein ormsins til að þróa nýja og betri tækni til að vinna málma.

 

Málmurinn heldur tönnum ormsins beittum allt lífið

Blóðormurinn er árásagjarnt veiðidýr sem nærist á öðrum sjóormum og smærri krabbdýrum. Banvænt vopn ormsins eru fjórar eitraðar tennur og svartar kopartennur sem vaxa í kringum hringlaga munninn.

 

Blóðormurinn bítur sig fastan í bráð sína með þvi að skjóta munninum út úr maganum. Hann lamar bráð sina með eitri úr tönnunum sem ormurinn étur síðan lifandi.

Sjóormur með málmtennur

Blóðormurinn (glycera dibranchiata) er burstaormur.

 

Hann lifir meðfram austurströnd Norður-Ameríku.

 

Blóðormurinn getur orðið allt að fjörutíu sentimetra langur og lifað í allt af fimm ár.

 

Þessi rauði ormur étur aðra sjóorma eða smærri krabbdýr eins og marflær. Í sumum tilfellum étur hann líka leifar dauðra plantna, dýra og örvera.

 

Hann er þekktur fyrir að vera árásargjarn og bítur líka fólk. Fyrir fullorðið fólk er bitið hins vegar ekki verra en býflugnastunga.

Ormurinn fær tennur aðeins einu sinni, svo þær þurfa að endast honum alla ævi. En það getur verið erfitt, því blóðrauði sjóormurinn ruglar oft óvinunm og bráð saman við möl og smásteina.

 

Mistökin geta bitnað harkalega á tönnunum, sérstaklega vegna þess að þær verða að vera nógu harðar til að komast í gegnum skel bráðar sinnar.

 

Koparstyrktu vígtennurnar skipta því sköpum fyrir tilvist ormsins, en hvernig hann fær málmtennurnar sínar hefur verið sérfræðingum hulin ráðgáta í áratugi.

 

Rannósknarteymi frá Kaliforniuháskóla í Bandaríkjunum hefur því síðastliðin 20 ár rannsakað blóðorminn.

Blóðormurinn hefur fjóraór eitraðar kopartennur í kringum munninn.

Lengi vel töldu þeir að ormurinn væri með hátt koparinnihald, sem myndi drepa flest önnur smádýr, vegna sjávarmengunar. En síðari rannsóknir sýndu að ormurinn sjálfur safnar málminum.

 

Og nú hafa vísíindamenn loksins fundið svarið við siðustu stóru spurningunni sinni um koparvopn blóðormsins, hvernig litli ormurinn getur breytt uppsöfnuðum koparforða sínum í sterka vörn fyrir tennur sinar.

 

Sérstakt prótein bráðnar og myndar kopar

Blóðormurinn býr til tennurnar úr blöndu af próteini, melaníni og þéttum koparkristöllum.

 

Þegar hann hefur safnað nægum kopar í líkama sinn úr seti á hafsbotninum eru nokkur sérstök prótein virkjuð og málmagnirnar bráðna í seigfljotandi, próteinríkan vökva.

LESTU EINNIG

Það er amínósýra sem kallast díhýdroxý fenýlalanín sem bræðir koparinn í  þykkan vökva og skilur hann frá sjónum.

 

Með því að nota kopar sem hvata breytir ormurinn amíníosýru í melanín. Ásamt sérstöku próteini bræðir melanín koparinn saman við kjálka ormsins og mynda sterkar vígtennur.

 

Þó að próteinið samanstandi af tveimur nokkuð algengum amínósyrum – glýsíni og histidíni – er það svo áhrifaríkt að vísindamenn kalla það fjölverkandi prótein.

 

,,Við bjuggumst aldrei við að prótein með svo einfaldri samsetningu myndi gegna svona fjölbreyttu hlutverki og óskyldum aðgerðum”, útskýrir prófessor Herbert Waite, sem er hluti af rannsóknarhópnum.

 

Rannsakendur vonast því til að hinar ýmsu atvinnugreinar geti fundið innblástur í þessari einföldu framleiðslu ormsins til að hámarka getu sína á framleiðslu ýmissa efna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© Shutterstock. © Matter/Wonderly et. al

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is