Lifandi Saga

Ef til vill var best varðveitta múmía heims enn með blóð í æðum

Kínversk aðalskona er hugsanlega best varðveitta múmía heims en lífsstíll hennar varð henni að aldurtila.

BIRT: 27/02/2023

Þrátt fyrir að vera 2.100 ára gömul lítur múmían að nafni Lady Dai enn út fyrir að hafa dáið fyrir aðeins örfáum árum.

 

Í raun er líkami kínversku aðalskonunnar svo vel varðveittur að flestir mjúkvefir líkama hennar eru enn heillegir en þeir rotna yfirleitt á flestum múmíum sem hafa verið jafn lengi í jörðu og Lady Dai.

 

Gestir á Hunan-héraðssafninu í Kína fara í pílagrímsferð þangað vegna þess að vinsæl hjátrú segir að hin unglega 2.100 ára gamla aðalskonan geymi leyndarmál æskunnar.

 

Nokkur lög af lakki og silki varðveita hefðarfrúna

Nokkrar kenningar eru til um það hvernig Lady Dai hefur haldið sér svo vel í meira en tvö þúsund ár.

 

Kínverska aðalskonan sem var uppi á tímum Han-ættarveldisins (frá 206 f.Kr. til um 9 e.Kr.) var umlukin allt að fjórum lökkuðum líkkistum. Ysta kistan var ríkulega skreytt með silkimálverki.

 

Auk þess var líkami aðalskonunnar vafinn inn í hvorki meira né minna en 18 lög af silki.

 

Kistan var einnig full af dularfullum glærum vökva sem varð svartur þegar hann komst í snertingu við súrefni. Sumir vísindamenn telja að þetta hafi verið sérstök kínversk jurtablanda til að koma í veg fyrir rotnun á meðan aðra grunar að þetta hafi bara verið líkamsvökvi frá Lady Dai.

 

Loftþétt kista heldur rotnun í skefjum

Silkið og kisturnar mynduðu sterka vörn gegn örverunum sem seyta ensímum sem kljúfa sameindir líkamans – þannig að líkaminn rotnar.

 

Kisturnar voru loftþéttar vegna þéttingareiginleika lakksins og mjög lítill hiti og raki komst inn í hinsta hvílustað Lady Dai.

 

Örverur gátu ekki lifað af þar og það hélt allri rotnun í skefjum.

Múmía Lady Dai er svo vel varðveitt að mikið af mjúkvef líkamans er enn ósnortinn. Það er jafnvel enn storknað blóð í æðum aðalskonunnar sem lést fyrir meira en 2.000 árum.

Fjölskyldugrafreitur fannst undir byggingarsvæði

Lady Dai sem var aðalsheiti konu að nafni Xin Zhui, fannst við uppgröft á byggingarsvæði á sjöunda áratugnum.

 

Næsta áratug fundu fornleifafræðingar glæsilegan fjölskyldugrafreit nálægt borginni Changsha í Hunan héraði.

 

Lady Dai og eiginmaður hennar voru grafin þar og í þriðja grafreitnum lá yngri maður sem líklega var sonur eða mágur þeirra.

LESTU EINNIG

Í greftrunarhvelfingunni voru einnig þúsundir gripa frá Han-ættinni, þar á meðal silkiskjöl og innsigluð ílát með fornum jurtalyfjum.

 

Vel varðveitt lík segir til um líf og dauða

Þegar Lady Dai var fyrst rannsökuð voru líffæri hennar enn heil, liðir sveigjanlegir og hún hafði skýra andlitsdrætti og jafnvel augabrúnir og nefhár.

 

Hún var enn með storknað blóð í æðum og hárþunn lungnataug varðveittist líka. Þetta hefur orðið til þess að vísindamenn segja að 2.100 ára múmían líti næstum út eins og einhver nýlega látinn á krufningarborði.

 

Með rannsókn árið 1996 komust vísindamenn einnig að því hvað líklega olli dauða aðalskonunnar.

 

Þeir fundu 138 ómelt melónufræ í vélinda og maga Lady Dai sem þýðir að hún neytti melónunnar ekki meira en klukkutíma áður en hún dó.

 

Þeir fundu einnig blóðtappa í æðum hennar, gallsteina og merki um sykursýki, offitu og hátt kólesteról og blóðþrýsting.

 

Í krufningunni kemur fram að aðalskonan hafi látist fimmtug að aldri af hjartaáfalli eftir ríkulegt líf með miklum feitum mat.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© Gary Todd/Flickr/Public Domain

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.