Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði Tækni Uppfinningar

Plastefni sem styrkir beinbrot

Nú geta læknar styrkt brotin bein með plasti sem sprautað er í beinið. Kvoðan fyllir í þær sprungur í beininu sem myndast við brotið og hefur því fengið enska heitið „Injectible Bone“.

Við stofuhita er efnið í duftformi en við líkamshita rennur það saman og harðnar þannig að mjög minnir á náttúrulegt bein. Öfugt við önnur beinsteypuefni myndar þetta plast ekki hita þegar það harðnar og það er mikill kostur, því hitinn drepur nærliggjandi frumur. Annar kostur er svo fólginn í því að plastið getur breyst í mjólkursýru sem líkaminn getur svo losað sig við eftir venjulegum leiðum.

Uppfinningamennirnir, m.a. vísindamenn við Nottinham-háskóla segja efnið í mörgum tilvikum geta komið í staðinn fyrir nagla og skrúfur.

Subtitle:
Old ID:
792
610
(Visited 8 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019