Skrifað af Eldri siðmenningar og fornleifafræði Fólkið á jörðinni Menning og saga

Fleygðu Mayar líkum í drykkjarvatn?

Vísindamenn vita ekki hvort Mayar drukku vatn úr fórnarbrunnum sínum. En hvorki hafa fundist neinar arfsagnir né fornleifar sem beri því vitni að fólk hafi sýkst af vatni úr þessum brunnum. Yfirleitt gera vísindamennirnir ráð fyrir að vatn hafi ekki verið sótt í fórnarbrunnana, t.d. Cenote Sagrada (hinum heilaga brunni) í borginni Chichén Itzá, heldur hafi allt aðrir brunnar verið notaðir sem drykkjarvatnsbrunnar. Í borginni Chichén Itzá var brunnur sem heitir Cenote Xtoloc, í um 600 metra fjarlægð frá fórnarbrunninum og jarðfræðingar segja engin neðanjarðartengsl milli þessara tveggja brunna þannig að vatn úr síðarnefnda brunninum hefur verið hættulaust að drekka.

Í brunninum Cenote Sagrada hafa fundist 127 beinagrindur, einkum af drengjum sem færðir hafa verið regnguðnum Chak að fórn á blómatíma borgarinnar Chichén Itzá sem stóð frá um 900 til 1200 e.Kr. Hvernig fórnarathafnir fóru fram er enn ráðgáta og t.d. ekki vitað hvort fórnarlömbunum var fleygt lifandi ofan í brunninn, eða þau tekin af lífi fyrst. Sum þeirra beina sem fundist hafa, bera þess merki að hafa áður verið grafin annars staðar.

Subtitle:
Mayar fórnuðu mönnum og fleygðu líkunum í brunna, t.d. hinn fræga brunn Cenote Sagrada í rústum borgarinnar Chichén Itzá. Veiktist fólk ekki af að drekka vatn úr þessum brunnum?
Old ID:
784
602
(Visited 22 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.