Ný aðferð á að græða skallann upp

Visindamenn hafa gert merka uppgötvun djúpt í hársekkjunum.

BIRT: 27/01/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Um helmingur allra karla og um fjórðungur kvenna hefur glatað einhverju af hári sínu um fimmtugt. Þótt hártapið sé hvorki hættulegt né sársaukafullt getur það haft áhrif á sjálfstraust og lífsgæði einstaklinganna.

 

Vísindamenn víða um heim hafa á síðari árum lagt hart að sér við að finna líffræðilegar orsakir hártaps og nú hafa kínverskir og bandarískir vísindamenn komist skrefi nær lausninni.

 

Með nákvæmum rannsóknum á frumum neðst í hársekknum hafa þeir fundið lykilatriði sem mönnum hefur yfirsést fram að þessu. Þetta er boðefnasameindin SCUBE3 sem gegnir veigamiklu hlutverki varðandi vöxt hársins og gæti því falið í sér mögulega meðferð gegn hártapi.

Vísindamenn: Grátt hár getur endurheimt upprunalegan lit sinn

„Grátt hár er og verður grátt“. Þetta voru vísindamenn vanir að segja áður fyrr. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að það er svo sannarlega hægt að endurheimta gamla hárlitinn með því að gera tilteknar breytingar á lifnaðarháttunum.

Lítill boðberi kemur öllu í gang

Upphaflega leituðu vísindamennirnir að meðferð gegn hártapi sem tengdist kynhormónabreytingum hjá bæði konum og körlum.

 

Í þessu samhengi breyttu þeir genum í tilraunamúsum þannig að frumurnar í hársekkjunum urðu mjög virkar. Þannig mátti á skömmum tíma greina hin flóknu ferli að baki hárvextinum – skref fyrir skref.

 

Og nú kom í ljós virkni boðsameindarinnar SCUBE3 sem frumur í hársekkjunum framleiða. Sameindin virkar sem eins konar boðberi og tilkynnir nálægum stofnfrumum að þær eigi að taka að skipta sér. Sú frumuskipting kemur hárvextinum af stað.

Hárið lifir fimm ár

Hárin á höfði þínu vaxa aðeins í ákveðinn tíma. Í um 5 ár vaxa þau stöðugt fyrir tilverknað stofnfrumna í hársekknum. En svo stöðvast vöxturinn skyndilega.

1. Stofnfrumurnar byggja hárið upp

Vöxtur hárs hefst þegar stofnfrumur (dökkgular) færa sig úr hliðum hársekksins niður á botninn. Þar er svonefndur hárnabbi þar sem æðar (rauð og blá) færa frumunum súrefni og næringu. Stofnfrumurnar þróast í hárfrumur og skipta sér aftur og aftur þannig að hárið vex upp úr hársekknum.

2. Flæði næringar og súrefnis stöðvast

Eftir 3-5 ár rýrna hársekkurinn og nabbinn þannig að hárinu berst ekki lengur næring eða súrefni. Vöxturinn stöðvast alveg og hárið heldur sömu lengd í 2-3 vikur. Á hverjum tilteknum tíma eru um 3% háranna í þessu ástandi.

3. Hársekkurinn byrjar upp á nýtt

Að lokum losnar hárið og getur nú fallið af hvenær sem er. Í þessum fasa eru að jafnaði 5-10% af hársekkjunum og þess vegna losna um 100 höfuðhár á dag. Eftir 3-4 mánuði vakna stofnfrumur við hársekkinn af dvala og ná aftur sambandi við blóðrásina. Nýtt hár tekur nú að vaxa.

Mús með hárígræðslu

Í næsta hluta tilraunarinnar sprautuðu vísindamennirnir SCUBE3 beint í húð músa, þar sem þeir höfðu áður grætt mannshár af höfði. Vísindamennirnir segja sameindina hafa örvað hárvöxtinn til muna, bæði vöxt mannsháranna og músaháranna í kring.

 

Þótt enn hafi ekki verið gerðar tilraunir á mönnum, telja vísindamennirnir niðurstöðurnar benda ákveðið til þess að unnt verði að nota SCUBE3 eða svipaðar boðsameindir gegn hártapi.

 

„Það er mikil þörf fyrir áhrifaríka meðferð gegn hártapi. Og efni sem að öllu eðlilegu er framleitt í hársekkjum, verður að teljast heppilegt til þeirra nota,“ segir Maksim Plikus hjá Kaliforníuháskóla, einn af vísindamönnunum sem stóðu að þessari tilraun.

BIRT: 27/01/2023

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock & Malene Vinther

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is