Maðurinn

Ráðgátan um uppruna Svartadauða gæti nú loksins verið leyst

Uppgötvun fornleifafræðings við skoðun á gömlum legsteinum, gæti leyst ráðgátuna um það hvar Svartidauði átti upptök sín.

BIRT: 25/11/2022

Sagt hefur verið að þessi sjúkdómur hafi lagt þriðja hvern Evrópubúa að velli og hann herjaði á mannkynið af og til í næstum 500 ár.

 

Pestarbakterían Yersinia pestis breiddist út um Evrópu á árunum 1347 til 1352 og er þekkt sem einn banvænasti sjúkdómsvaldur sögunnar.

 

En þrátt fyrir þessar skelfilegu afleiðingar pestarinnar hefur enn aldrei verið upplýst nákvæmlega hvar í heiminum sjúkdómurinn kom fyrst fram.

 

Nú telur hópur vísindamanna sig loks hafa fundið svarið og bendir á Mið-Asíu, nánar tiltekið Kirgistan, milli Kasakstan og Kína.

Hér eru tíu skæðustu farsóttir sögunnar

Mannkynið hefur stöðugt þurft að berjast við vírusa og bakteríur. Og enn þann dag í dag heldur baráttan áfram. Sjáðu listann yfir tíu skæðustu farsóttir sögunnar hér.

Fornir grafreitir hugsanlega upphafið

Leit vísindamannanna leiddi þá að tveimur ævagömlum grafreitum rétt hjá Isik-kul-vatni í Norður-Kirgistan.

 

Þarna uppgötvaði sagnfræðingurinn dr. Philip Slavin hjá Stirlingháskóla í Englandi 2017 að augljóslega höfðu orðið óvenju mörg andlát á skömmum tíma. Af alls 467 áletruðum legsteinum voru 118 merktir ártölunum 1338 og 1339.

Vísindamenn rannsökuðu beinagrindur úr Kara-Djigach og Burana kirkjugörðunum (fjólubláir blettir), sem eru staðsettir með um 50 kílómetra millibili á svæðinu í kringum Issyk Kul vatnið.

Á marga þeirra hafði líka verið letrað orðið „mawtānā“ sem merkir pest eða farsótt á sýrlensku.

 

Í framhaldi af þessu var ákveðið að kanna hvort svæðið kringum Isik-kul-vatnið gæti verið upphafsstaður þessa mikla faraldurs sem fáum árum síðar fór eins og logi um akur víða um lönd. Gátu þessir ævagömlu grafreitir geymt fyrstu fórnalömb Svartadauðans?

Einn af legsteinunum frá Norður-Kirgistan. Á legsteininum segir á sýrlensku: "Þetta er gröf hins trúa Sanmaq. Hann dó úr plágunni."

Vísindamennirnir tóku DNA-sýni úr tönnum fimm kvenna og tveggja karla og fundu bakteríuna Yersinia pestis í sýnum tveggja af konunum. Í tönnum þriðju konunnar sem hafði dáið upp úr fimmtugu fannst einnig DNA bakteríunnar en þó ekki nógu heillegt.

 

Með greiningum og samanburði við erfðaefni mörg hundruð annarra pestarbaktería mátti sjá að bakteríurnar frá Kirgistan voru beinir forfeður sumra þeirra stofna sem tengdust Svartadauða.

 

Þær Yersinia pestis-bakteríur sem nú eru á ferli eru beinir afkomendur eins þessara stofna.

Vísindamenn rannsökuðu náið leifar úr tveimur mismunandi grafreitum í norðurhluta Kirgisistan. Myndin sýnir Kara-Djigach grafreitinn sem var staðsettur við rætur Tian Shan fjallanna. Grafreiturinn var grafinn upp á árunum frá 1885-1892 og þar voru líklega fyrstu fórnarlömb svartadauðans.

Vísindamennirnir telja afar sennilegt að Norður-Kirgistan hafi verið hin upphaflega útungunarstöð Svartadauða. Svæðið lá að hinni gömlu verslunarleið, Silkiveginum, milli Kína og Evrópu.

 

Í gröfunum í Kirgistan fundust líka perlur úr Indlandshafi, kórallar úr Miðjarðarhafi og útlendir peningar. Þetta bendir til að ferðalangar víða að hafi átt þarna leið um.

 

Vísindamennirnir telja uppgötvunina styðja þá hugmynd að verslun milli heimshluta hafi átt þátt í útbreiðslu Svartadauða.

 

Pestarbakterían Yersinia pestis herjaði á Evrópu 1347-1352 og sagnir herma að hún hafi banað þriðjungi íbúanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock,© Wikimedia Commons,© Maria A. Spyrou et al,© © A.S. Leybin, August 1886,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is